Rullan sem mun gera Tatum að stjörnu Sara McMahon skrifar 27. júní 2013 07:00 Tatum leikur lögreglumanninn John Cale sem hefur verið neitað um vinnu við gæslustörf í Hvíta húsinu. Cale ákveður þó að heimsækja forsetabústaðinn ásamt dóttur sinni og á meðan á heimsókn þeirra stendur ráðast vopnaðir menn undir stjórn Emils Stenz inn í húsið. Ætlun hópsins er að taka forseta landsins höndum og skapa glundroða innan samfélagsins og fellur það í skaut Cale að bjarga forsetanum og um leið lífi dóttur sinnar. White House Down skartar Channing Tatum í hlutverki lögreglumannsins Johns Cale og Jamie Foxx í hlutverki Bandaríkjaforseta. Með önnur hlutverk fara Maggie Gyllenhaal, Jason Clarke og Joey King, sem leikur Emily, dóttur Cale. Kvikmyndahúsagestir kannast ef til vill við hinn ástralska Clarke úr kvikmyndum á borð við Lawless, Zero Dark Thirty og The Great Gatsby. Emily King á einnig langan kvikmyndaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð við Crazy, Stupid, Love, The Dark Knight Rises og Oz the Great and Powerful. Leikstjóri myndarinnar er hinn þýski Roland Emmerich. Hann hefur áður leikstýrt stórmyndum á borð við Independence Day, The Day After Tomorrow, Godzilla og 2012. Emmerich hóf nám við University of Television and Film í München árið 1977 og ætlaði fyrst að gerast framleiðandi. Eftir að hafa séð kvikmyndina Star Wars snerist honum þó hugur og ákvað hann að læra leikstjórn í staðinn. White House Down hefur fengið þokkalega dóma og hafa sumir látið þau orð falla að þetta sé kvikmyndin sem muni festa Channing Tatum í sessi sem stórstjörnu. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tatum leikur lögreglumanninn John Cale sem hefur verið neitað um vinnu við gæslustörf í Hvíta húsinu. Cale ákveður þó að heimsækja forsetabústaðinn ásamt dóttur sinni og á meðan á heimsókn þeirra stendur ráðast vopnaðir menn undir stjórn Emils Stenz inn í húsið. Ætlun hópsins er að taka forseta landsins höndum og skapa glundroða innan samfélagsins og fellur það í skaut Cale að bjarga forsetanum og um leið lífi dóttur sinnar. White House Down skartar Channing Tatum í hlutverki lögreglumannsins Johns Cale og Jamie Foxx í hlutverki Bandaríkjaforseta. Með önnur hlutverk fara Maggie Gyllenhaal, Jason Clarke og Joey King, sem leikur Emily, dóttur Cale. Kvikmyndahúsagestir kannast ef til vill við hinn ástralska Clarke úr kvikmyndum á borð við Lawless, Zero Dark Thirty og The Great Gatsby. Emily King á einnig langan kvikmyndaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð við Crazy, Stupid, Love, The Dark Knight Rises og Oz the Great and Powerful. Leikstjóri myndarinnar er hinn þýski Roland Emmerich. Hann hefur áður leikstýrt stórmyndum á borð við Independence Day, The Day After Tomorrow, Godzilla og 2012. Emmerich hóf nám við University of Television and Film í München árið 1977 og ætlaði fyrst að gerast framleiðandi. Eftir að hafa séð kvikmyndina Star Wars snerist honum þó hugur og ákvað hann að læra leikstjórn í staðinn. White House Down hefur fengið þokkalega dóma og hafa sumir látið þau orð falla að þetta sé kvikmyndin sem muni festa Channing Tatum í sessi sem stórstjörnu.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira