Rullan sem mun gera Tatum að stjörnu Sara McMahon skrifar 27. júní 2013 07:00 Tatum leikur lögreglumanninn John Cale sem hefur verið neitað um vinnu við gæslustörf í Hvíta húsinu. Cale ákveður þó að heimsækja forsetabústaðinn ásamt dóttur sinni og á meðan á heimsókn þeirra stendur ráðast vopnaðir menn undir stjórn Emils Stenz inn í húsið. Ætlun hópsins er að taka forseta landsins höndum og skapa glundroða innan samfélagsins og fellur það í skaut Cale að bjarga forsetanum og um leið lífi dóttur sinnar. White House Down skartar Channing Tatum í hlutverki lögreglumannsins Johns Cale og Jamie Foxx í hlutverki Bandaríkjaforseta. Með önnur hlutverk fara Maggie Gyllenhaal, Jason Clarke og Joey King, sem leikur Emily, dóttur Cale. Kvikmyndahúsagestir kannast ef til vill við hinn ástralska Clarke úr kvikmyndum á borð við Lawless, Zero Dark Thirty og The Great Gatsby. Emily King á einnig langan kvikmyndaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð við Crazy, Stupid, Love, The Dark Knight Rises og Oz the Great and Powerful. Leikstjóri myndarinnar er hinn þýski Roland Emmerich. Hann hefur áður leikstýrt stórmyndum á borð við Independence Day, The Day After Tomorrow, Godzilla og 2012. Emmerich hóf nám við University of Television and Film í München árið 1977 og ætlaði fyrst að gerast framleiðandi. Eftir að hafa séð kvikmyndina Star Wars snerist honum þó hugur og ákvað hann að læra leikstjórn í staðinn. White House Down hefur fengið þokkalega dóma og hafa sumir látið þau orð falla að þetta sé kvikmyndin sem muni festa Channing Tatum í sessi sem stórstjörnu. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tatum leikur lögreglumanninn John Cale sem hefur verið neitað um vinnu við gæslustörf í Hvíta húsinu. Cale ákveður þó að heimsækja forsetabústaðinn ásamt dóttur sinni og á meðan á heimsókn þeirra stendur ráðast vopnaðir menn undir stjórn Emils Stenz inn í húsið. Ætlun hópsins er að taka forseta landsins höndum og skapa glundroða innan samfélagsins og fellur það í skaut Cale að bjarga forsetanum og um leið lífi dóttur sinnar. White House Down skartar Channing Tatum í hlutverki lögreglumannsins Johns Cale og Jamie Foxx í hlutverki Bandaríkjaforseta. Með önnur hlutverk fara Maggie Gyllenhaal, Jason Clarke og Joey King, sem leikur Emily, dóttur Cale. Kvikmyndahúsagestir kannast ef til vill við hinn ástralska Clarke úr kvikmyndum á borð við Lawless, Zero Dark Thirty og The Great Gatsby. Emily King á einnig langan kvikmyndaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð við Crazy, Stupid, Love, The Dark Knight Rises og Oz the Great and Powerful. Leikstjóri myndarinnar er hinn þýski Roland Emmerich. Hann hefur áður leikstýrt stórmyndum á borð við Independence Day, The Day After Tomorrow, Godzilla og 2012. Emmerich hóf nám við University of Television and Film í München árið 1977 og ætlaði fyrst að gerast framleiðandi. Eftir að hafa séð kvikmyndina Star Wars snerist honum þó hugur og ákvað hann að læra leikstjórn í staðinn. White House Down hefur fengið þokkalega dóma og hafa sumir látið þau orð falla að þetta sé kvikmyndin sem muni festa Channing Tatum í sessi sem stórstjörnu.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira