Cyndi Lauper sigursæl á Tony-verðlaununum 11. júní 2013 10:00 Söngleikurinn Kinky Boots var sigursælastur á Tony-verðlaununum á sunnudag. Verkið hlaut sex verðlaun af þeim 13 sem það var tilnefnt til.Kinky Boots byggir á sannri sögu, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 2005, og segir frá ungum manni sem bjargar skóverksmiðju fjölskyldunnar frá gjaldþroti með því að framleiða skó fyrir dragdrottningar. Bandaríska „eitís“-stirnið Cyndi Lauper semur lög og texta. Verkið bar sigur úr býtum í flokknum söngleikur ársins og Lauper hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Gamanleikur Christophers Durang, Vanya and Sonia and Masha and Spike, var valið leikrit ársins en það byggir á sígildu verki Tjekov, Vanya frænda. Tracy Letts var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og skaut þar með Tom Hanks, sem spáð hafði verið verðlaununum, óvænt ref fyrir rass. Letts er einnig þekkt leikskáld og er höfundur verka á borð við Þrjár systur, Killer Joe og Fjölskylduna, sem öll hafa verið sett upp hér á landi. Hin 79 ára gamla Cicely Tyson var valin leikkona ársins fyrir leik í verkinu The Trip to Bountiful, þar sem hún steig á svið á Broadway í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Söngleikurinn Kinky Boots var sigursælastur á Tony-verðlaununum á sunnudag. Verkið hlaut sex verðlaun af þeim 13 sem það var tilnefnt til.Kinky Boots byggir á sannri sögu, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 2005, og segir frá ungum manni sem bjargar skóverksmiðju fjölskyldunnar frá gjaldþroti með því að framleiða skó fyrir dragdrottningar. Bandaríska „eitís“-stirnið Cyndi Lauper semur lög og texta. Verkið bar sigur úr býtum í flokknum söngleikur ársins og Lauper hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Gamanleikur Christophers Durang, Vanya and Sonia and Masha and Spike, var valið leikrit ársins en það byggir á sígildu verki Tjekov, Vanya frænda. Tracy Letts var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og skaut þar með Tom Hanks, sem spáð hafði verið verðlaununum, óvænt ref fyrir rass. Letts er einnig þekkt leikskáld og er höfundur verka á borð við Þrjár systur, Killer Joe og Fjölskylduna, sem öll hafa verið sett upp hér á landi. Hin 79 ára gamla Cicely Tyson var valin leikkona ársins fyrir leik í verkinu The Trip to Bountiful, þar sem hún steig á svið á Broadway í fyrsta sinn í þrjá áratugi.
Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira