Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál Elimar Hauksson skrifar 17. september 2013 07:00 Börnum með erlend móðurmál fjölgar umtalsvert í grunnskólum landsins á næstu árum en fjöldi leikskólabarna með erlent ríkisfang hefur sjöfaldast frá aldamótum. Fréttablaðið/Vilhelm Í óefni stefnir í grunnskólum landsins verði ekki brugðist við fjölgun barna sem eru með annað tungumál en íslensku. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarseturs kemur fram að metfjöldi barna með erlent móðurmál sé í hópi þriggja ára barna, eða 12 prósent. Síðustu ár hafi leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað mjög. Alls eru um 11 af hverjum 100 leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku. Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, segir landslagið gjörbreytt frá því sem áður var. „Við höfum verið lengur í þessari glímu en flestir. Þegar við byrjuðum voru þetta örfáir krakkar í nýbúadeildum. Nú dreifast þessir krakkar um allt land og það gerir miklar kröfur á alla skóla. Þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis hlutfallslega fleiri á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.“ Í skýrslunni er bent á að fjölgunin sé áskorun fyrir menntakerfið þar meira muni reyna á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir þetta tekur Héðinn. „Þessu fylgir aukinn kostnaður fyrir skólana,“ segir hann. Sérhæfingu og mannafla þurfi til að fást við börn með erlent móðurmál. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Ari Klængur Jónsson, höfundur skýrslunnar, segir fjölgunina ekki stökk frá ári til árs heldur sé um gríðarlega fjölgun að ræða á um það bil tíu ára tímabili. „Við sáum fækkun 2007 til 2008 en það hafði ekki langvarandi áhrif,“ segir hann. Gögnin bendi ekki til breyttrar þróunar frá því sem nú sé. „Fjöldinn hefur verið að aukast ár frá ári og ekkert bendir til að hann sé að fara að dragast saman,“ segir Ari. Til annarrar kynslóðar innflytjenda teljast þeir sem eiga foreldra sem eru innflytjendur en hafa þó sjálfir fæðst hér á landi. Rúmlega fjórir af hverjum fimm þeirra eru yngri en tíu ára. Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Grindavík, segir nemendur með erlent tungumál fá sérstaka þjónustu í gegnum stuðningskerfi skólans. Verkefnið sé fjármagnað í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er alveg ljóst að fjármagn í þessum málum er af skornum skammti. Sveitarfélögin þurfa að móta sér heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir hún. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Í óefni stefnir í grunnskólum landsins verði ekki brugðist við fjölgun barna sem eru með annað tungumál en íslensku. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarseturs kemur fram að metfjöldi barna með erlent móðurmál sé í hópi þriggja ára barna, eða 12 prósent. Síðustu ár hafi leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað mjög. Alls eru um 11 af hverjum 100 leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku. Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, segir landslagið gjörbreytt frá því sem áður var. „Við höfum verið lengur í þessari glímu en flestir. Þegar við byrjuðum voru þetta örfáir krakkar í nýbúadeildum. Nú dreifast þessir krakkar um allt land og það gerir miklar kröfur á alla skóla. Þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis hlutfallslega fleiri á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.“ Í skýrslunni er bent á að fjölgunin sé áskorun fyrir menntakerfið þar meira muni reyna á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir þetta tekur Héðinn. „Þessu fylgir aukinn kostnaður fyrir skólana,“ segir hann. Sérhæfingu og mannafla þurfi til að fást við börn með erlent móðurmál. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Ari Klængur Jónsson, höfundur skýrslunnar, segir fjölgunina ekki stökk frá ári til árs heldur sé um gríðarlega fjölgun að ræða á um það bil tíu ára tímabili. „Við sáum fækkun 2007 til 2008 en það hafði ekki langvarandi áhrif,“ segir hann. Gögnin bendi ekki til breyttrar þróunar frá því sem nú sé. „Fjöldinn hefur verið að aukast ár frá ári og ekkert bendir til að hann sé að fara að dragast saman,“ segir Ari. Til annarrar kynslóðar innflytjenda teljast þeir sem eiga foreldra sem eru innflytjendur en hafa þó sjálfir fæðst hér á landi. Rúmlega fjórir af hverjum fimm þeirra eru yngri en tíu ára. Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Grindavík, segir nemendur með erlent tungumál fá sérstaka þjónustu í gegnum stuðningskerfi skólans. Verkefnið sé fjármagnað í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er alveg ljóst að fjármagn í þessum málum er af skornum skammti. Sveitarfélögin þurfa að móta sér heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir hún.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira