Forsætisráðherra segir stjórnmálaumræðuna nánast hættulega lýðræðinu Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2013 12:35 Forsætisráðherra segir hamrað á sömu hlutunum. Mynd/GVA Forsætisráðherra segir að stjórnmálaumræðan á Íslandi sé orðin galin og nánast hættuleg lýðræðinu. Hamrað sé á sömu hlutunum aftur og aftur til að reyna að hanna ákveðinn veruleika. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í ítarlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu meðal annars væntanlegar aðgerðir fyrir skuldug heimili og sagði forsætisráðherra engan ágreining vera um þær innan ríkisstjórnarinnar. Óþreyju vegna þessara aðgerða gætti helst hjá þeim sem hefðu verið á móti þeim frá upphafi en hann og Bjarni Benediktsson væru samstíga. Talið barst einnig að fjölmiðlum og stjórnmálaumræðunni í landinu. „Nú komum við að stóru og mjög mikilvægu máli sem er svolítið áberandi þessa dagana, þ.e.a.s. vandamáli, og það er stjórnmálaumræðan á Íslandi og hvernig hún er að þróast. Þetta er orðið nánast galið,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnmálamenn og flokkar væru ólíkir og ekki sanngjarnt að tala um stjórnmálastéttina eins og tilhneiging hafi verið til á síðasta kjörtímabili. Þá væri mjög mikilvægt að gera þann fyrirvara að fjölmiðlar og fjölmiðlafólk væri eins ólíkt og það væri margt. „Sumir eru í þessu kannski fyrst og fremst til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á gang málanna. Sumir eru frétta- og blaðamenn sem mætti kalla af gamla skólanum, bara í leit að upplýsingum og sannleikanum. En umræðan um stjórnmál á Íslandi er orðin held ég mjög skaðleg. Hún er orðin hættuleg nánast lýðræðinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta birtist með ýmsum hætti. Það væri mjög mikil tilhneiging til þess nú, þótt það hafi oft verið áður, en þó áberandi meira eftir stjórnarskipti að reyna ekki eingöngu að hanna atburðarás, heldur raunveruleika líka. „Það er þá gert með því að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur og aftur í þeirri von að það festist. Og stundum tapa menn sér í þessu að því marki að þeir fara að spinna í sitt hvora áttina. Ég nefni sem dæmi að það er hamrað á því á einum stað að þessi ríkisstjórn sé einangrunarríkisstjórn og vilji einangra landið og loka okkur af frá umheiminum,“ sagði forsætisráðherra. En á sama tíma sé forsætisráðherrann og fleiri gagnrýndir fyrir að vera of mikið í útlöndum og í viðræðum við önnur ríki, sagði Sigmundur Davíð meðal annars á Sprengisandi í morgun.Hér má hlusta á þáttinn í heild. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Forsætisráðherra segir að stjórnmálaumræðan á Íslandi sé orðin galin og nánast hættuleg lýðræðinu. Hamrað sé á sömu hlutunum aftur og aftur til að reyna að hanna ákveðinn veruleika. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í ítarlegu viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu meðal annars væntanlegar aðgerðir fyrir skuldug heimili og sagði forsætisráðherra engan ágreining vera um þær innan ríkisstjórnarinnar. Óþreyju vegna þessara aðgerða gætti helst hjá þeim sem hefðu verið á móti þeim frá upphafi en hann og Bjarni Benediktsson væru samstíga. Talið barst einnig að fjölmiðlum og stjórnmálaumræðunni í landinu. „Nú komum við að stóru og mjög mikilvægu máli sem er svolítið áberandi þessa dagana, þ.e.a.s. vandamáli, og það er stjórnmálaumræðan á Íslandi og hvernig hún er að þróast. Þetta er orðið nánast galið,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnmálamenn og flokkar væru ólíkir og ekki sanngjarnt að tala um stjórnmálastéttina eins og tilhneiging hafi verið til á síðasta kjörtímabili. Þá væri mjög mikilvægt að gera þann fyrirvara að fjölmiðlar og fjölmiðlafólk væri eins ólíkt og það væri margt. „Sumir eru í þessu kannski fyrst og fremst til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og hafa áhrif á gang málanna. Sumir eru frétta- og blaðamenn sem mætti kalla af gamla skólanum, bara í leit að upplýsingum og sannleikanum. En umræðan um stjórnmál á Íslandi er orðin held ég mjög skaðleg. Hún er orðin hættuleg nánast lýðræðinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta birtist með ýmsum hætti. Það væri mjög mikil tilhneiging til þess nú, þótt það hafi oft verið áður, en þó áberandi meira eftir stjórnarskipti að reyna ekki eingöngu að hanna atburðarás, heldur raunveruleika líka. „Það er þá gert með því að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur og aftur í þeirri von að það festist. Og stundum tapa menn sér í þessu að því marki að þeir fara að spinna í sitt hvora áttina. Ég nefni sem dæmi að það er hamrað á því á einum stað að þessi ríkisstjórn sé einangrunarríkisstjórn og vilji einangra landið og loka okkur af frá umheiminum,“ sagði forsætisráðherra. En á sama tíma sé forsætisráðherrann og fleiri gagnrýndir fyrir að vera of mikið í útlöndum og í viðræðum við önnur ríki, sagði Sigmundur Davíð meðal annars á Sprengisandi í morgun.Hér má hlusta á þáttinn í heild.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira