Eldri sjónvörp þurfa stafræna móttakara Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Nýjustu sjónvarpstæki eru með innbyggða móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eldri tæki þurfa sérstaka móttakara sem kosta frá sjö upp undir tuttugu þúsund krónur. Fréttablaðið/Stefán Nokkur kostnaður getur fallið til hjá fólki þegar látið verður af hliðrænni (analog) útsendingu sjónvarpsefnis í lofti fyrir lok næsta árs. Þeir sem til þessa hafa tekið á móti útsendingu sjónvarps „með gamla laginu“, með því að tengja sjónvarpið í hefðbundið loftnet, þurfa hið minnsta að fjárfesta í móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eftir ákvörðun kærunefndar útboðsmála 25. febrúar síðastliðinn gekk Ríkisútvarpið (RÚV) til samninga við Fjarskipti hf. (Vodafone) um stafræna sjónvarpsdreifingu á landsvísu. Norska fjarskiptafyrirtækið Norkring AS kærði útboð RÚV í janúar. Með ákvörðun sinni hafnaði kærunefndin kröfu fyrirtækisins um að gerð samnings milli RÚV og Vodafone yrði stöðvuð. Endanleg niðurstaða um aðra liði í kæru Norkrings liggur ekki fyrir. Samkvæmt fjarskiptaáætlun hættir RÚV rekstri hliðræna sjónvarpsdreifikerfisins fyrir lok næsta árs. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og staðgengill útvarpsstjóra, segir mikinn kostnað fólginn í því að reka tvö dreifikerfi. Við bætist svo að hliðræna kerfið sé gamalt. „Í því eru gamlir sendar og kerfið komið að fótum fram,“ segir hann. Landið sé seinna en almennt gangi og gerist í Evrópu að kveðja hliðræna dreifikerfið. Hrunið segir Bjarni að hafi seinkað fyrirætlunum RÚV um að skipta yfir í stafræna dreifingu. „Svo seinkaði þessi kæra Norkring ferlinu aðeins hjá okkur. Þegar samningurinn liggur fyrir þá gengur þetta, til þess að gera, hratt fyrir sig.“ Bjarni segir ætíð ákveðið tregðulögmál tengt tækniframförum. „Ef pólitíkin hefði fengið að ráða breytingunni úr svarthvítu yfir í lit á sínum tíma þá er óvíst hvenær við hefðum farið að senda út í lit,“ segir hann. Erfitt er að átta sig á hvað breytingin snertir marga beint, því fjölmargir taka nú á móti sjónvarpssendingu um ADSL, ljósleiðara eða sambærilegar tengingar. Þá er RÚV með í örbylgjuútsendingum á suðvesturhorni landsins. Bjarni segir fólk áfram geta notað UHF-loftnetsgreiður sínar, svo fremi sem þær vísi í rétta átt, til að nema stafrænu útsendinguna, en það þurfi hins vegar að fá sér sérstakan móttakara til að útsendingin skili sér í sjónvarpið. Allra nýjustu sjónvörp eru þó með slíkan móttakara innbyggðan. Lausleg könnun í raftækjaverslunum leiðir í ljós að slíkir móttakarar kosta frá sjö upp í um 20 þúsund krónur þeir tæknilegustu. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Nokkur kostnaður getur fallið til hjá fólki þegar látið verður af hliðrænni (analog) útsendingu sjónvarpsefnis í lofti fyrir lok næsta árs. Þeir sem til þessa hafa tekið á móti útsendingu sjónvarps „með gamla laginu“, með því að tengja sjónvarpið í hefðbundið loftnet, þurfa hið minnsta að fjárfesta í móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eftir ákvörðun kærunefndar útboðsmála 25. febrúar síðastliðinn gekk Ríkisútvarpið (RÚV) til samninga við Fjarskipti hf. (Vodafone) um stafræna sjónvarpsdreifingu á landsvísu. Norska fjarskiptafyrirtækið Norkring AS kærði útboð RÚV í janúar. Með ákvörðun sinni hafnaði kærunefndin kröfu fyrirtækisins um að gerð samnings milli RÚV og Vodafone yrði stöðvuð. Endanleg niðurstaða um aðra liði í kæru Norkrings liggur ekki fyrir. Samkvæmt fjarskiptaáætlun hættir RÚV rekstri hliðræna sjónvarpsdreifikerfisins fyrir lok næsta árs. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og staðgengill útvarpsstjóra, segir mikinn kostnað fólginn í því að reka tvö dreifikerfi. Við bætist svo að hliðræna kerfið sé gamalt. „Í því eru gamlir sendar og kerfið komið að fótum fram,“ segir hann. Landið sé seinna en almennt gangi og gerist í Evrópu að kveðja hliðræna dreifikerfið. Hrunið segir Bjarni að hafi seinkað fyrirætlunum RÚV um að skipta yfir í stafræna dreifingu. „Svo seinkaði þessi kæra Norkring ferlinu aðeins hjá okkur. Þegar samningurinn liggur fyrir þá gengur þetta, til þess að gera, hratt fyrir sig.“ Bjarni segir ætíð ákveðið tregðulögmál tengt tækniframförum. „Ef pólitíkin hefði fengið að ráða breytingunni úr svarthvítu yfir í lit á sínum tíma þá er óvíst hvenær við hefðum farið að senda út í lit,“ segir hann. Erfitt er að átta sig á hvað breytingin snertir marga beint, því fjölmargir taka nú á móti sjónvarpssendingu um ADSL, ljósleiðara eða sambærilegar tengingar. Þá er RÚV með í örbylgjuútsendingum á suðvesturhorni landsins. Bjarni segir fólk áfram geta notað UHF-loftnetsgreiður sínar, svo fremi sem þær vísi í rétta átt, til að nema stafrænu útsendinguna, en það þurfi hins vegar að fá sér sérstakan móttakara til að útsendingin skili sér í sjónvarpið. Allra nýjustu sjónvörp eru þó með slíkan móttakara innbyggðan. Lausleg könnun í raftækjaverslunum leiðir í ljós að slíkir móttakarar kosta frá sjö upp í um 20 þúsund krónur þeir tæknilegustu.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira