Eldri sjónvörp þurfa stafræna móttakara Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Nýjustu sjónvarpstæki eru með innbyggða móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eldri tæki þurfa sérstaka móttakara sem kosta frá sjö upp undir tuttugu þúsund krónur. Fréttablaðið/Stefán Nokkur kostnaður getur fallið til hjá fólki þegar látið verður af hliðrænni (analog) útsendingu sjónvarpsefnis í lofti fyrir lok næsta árs. Þeir sem til þessa hafa tekið á móti útsendingu sjónvarps „með gamla laginu“, með því að tengja sjónvarpið í hefðbundið loftnet, þurfa hið minnsta að fjárfesta í móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eftir ákvörðun kærunefndar útboðsmála 25. febrúar síðastliðinn gekk Ríkisútvarpið (RÚV) til samninga við Fjarskipti hf. (Vodafone) um stafræna sjónvarpsdreifingu á landsvísu. Norska fjarskiptafyrirtækið Norkring AS kærði útboð RÚV í janúar. Með ákvörðun sinni hafnaði kærunefndin kröfu fyrirtækisins um að gerð samnings milli RÚV og Vodafone yrði stöðvuð. Endanleg niðurstaða um aðra liði í kæru Norkrings liggur ekki fyrir. Samkvæmt fjarskiptaáætlun hættir RÚV rekstri hliðræna sjónvarpsdreifikerfisins fyrir lok næsta árs. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og staðgengill útvarpsstjóra, segir mikinn kostnað fólginn í því að reka tvö dreifikerfi. Við bætist svo að hliðræna kerfið sé gamalt. „Í því eru gamlir sendar og kerfið komið að fótum fram,“ segir hann. Landið sé seinna en almennt gangi og gerist í Evrópu að kveðja hliðræna dreifikerfið. Hrunið segir Bjarni að hafi seinkað fyrirætlunum RÚV um að skipta yfir í stafræna dreifingu. „Svo seinkaði þessi kæra Norkring ferlinu aðeins hjá okkur. Þegar samningurinn liggur fyrir þá gengur þetta, til þess að gera, hratt fyrir sig.“ Bjarni segir ætíð ákveðið tregðulögmál tengt tækniframförum. „Ef pólitíkin hefði fengið að ráða breytingunni úr svarthvítu yfir í lit á sínum tíma þá er óvíst hvenær við hefðum farið að senda út í lit,“ segir hann. Erfitt er að átta sig á hvað breytingin snertir marga beint, því fjölmargir taka nú á móti sjónvarpssendingu um ADSL, ljósleiðara eða sambærilegar tengingar. Þá er RÚV með í örbylgjuútsendingum á suðvesturhorni landsins. Bjarni segir fólk áfram geta notað UHF-loftnetsgreiður sínar, svo fremi sem þær vísi í rétta átt, til að nema stafrænu útsendinguna, en það þurfi hins vegar að fá sér sérstakan móttakara til að útsendingin skili sér í sjónvarpið. Allra nýjustu sjónvörp eru þó með slíkan móttakara innbyggðan. Lausleg könnun í raftækjaverslunum leiðir í ljós að slíkir móttakarar kosta frá sjö upp í um 20 þúsund krónur þeir tæknilegustu. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Nokkur kostnaður getur fallið til hjá fólki þegar látið verður af hliðrænni (analog) útsendingu sjónvarpsefnis í lofti fyrir lok næsta árs. Þeir sem til þessa hafa tekið á móti útsendingu sjónvarps „með gamla laginu“, með því að tengja sjónvarpið í hefðbundið loftnet, þurfa hið minnsta að fjárfesta í móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eftir ákvörðun kærunefndar útboðsmála 25. febrúar síðastliðinn gekk Ríkisútvarpið (RÚV) til samninga við Fjarskipti hf. (Vodafone) um stafræna sjónvarpsdreifingu á landsvísu. Norska fjarskiptafyrirtækið Norkring AS kærði útboð RÚV í janúar. Með ákvörðun sinni hafnaði kærunefndin kröfu fyrirtækisins um að gerð samnings milli RÚV og Vodafone yrði stöðvuð. Endanleg niðurstaða um aðra liði í kæru Norkrings liggur ekki fyrir. Samkvæmt fjarskiptaáætlun hættir RÚV rekstri hliðræna sjónvarpsdreifikerfisins fyrir lok næsta árs. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og staðgengill útvarpsstjóra, segir mikinn kostnað fólginn í því að reka tvö dreifikerfi. Við bætist svo að hliðræna kerfið sé gamalt. „Í því eru gamlir sendar og kerfið komið að fótum fram,“ segir hann. Landið sé seinna en almennt gangi og gerist í Evrópu að kveðja hliðræna dreifikerfið. Hrunið segir Bjarni að hafi seinkað fyrirætlunum RÚV um að skipta yfir í stafræna dreifingu. „Svo seinkaði þessi kæra Norkring ferlinu aðeins hjá okkur. Þegar samningurinn liggur fyrir þá gengur þetta, til þess að gera, hratt fyrir sig.“ Bjarni segir ætíð ákveðið tregðulögmál tengt tækniframförum. „Ef pólitíkin hefði fengið að ráða breytingunni úr svarthvítu yfir í lit á sínum tíma þá er óvíst hvenær við hefðum farið að senda út í lit,“ segir hann. Erfitt er að átta sig á hvað breytingin snertir marga beint, því fjölmargir taka nú á móti sjónvarpssendingu um ADSL, ljósleiðara eða sambærilegar tengingar. Þá er RÚV með í örbylgjuútsendingum á suðvesturhorni landsins. Bjarni segir fólk áfram geta notað UHF-loftnetsgreiður sínar, svo fremi sem þær vísi í rétta átt, til að nema stafrænu útsendinguna, en það þurfi hins vegar að fá sér sérstakan móttakara til að útsendingin skili sér í sjónvarpið. Allra nýjustu sjónvörp eru þó með slíkan móttakara innbyggðan. Lausleg könnun í raftækjaverslunum leiðir í ljós að slíkir móttakarar kosta frá sjö upp í um 20 þúsund krónur þeir tæknilegustu.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent