Eldri sjónvörp þurfa stafræna móttakara Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Nýjustu sjónvarpstæki eru með innbyggða móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eldri tæki þurfa sérstaka móttakara sem kosta frá sjö upp undir tuttugu þúsund krónur. Fréttablaðið/Stefán Nokkur kostnaður getur fallið til hjá fólki þegar látið verður af hliðrænni (analog) útsendingu sjónvarpsefnis í lofti fyrir lok næsta árs. Þeir sem til þessa hafa tekið á móti útsendingu sjónvarps „með gamla laginu“, með því að tengja sjónvarpið í hefðbundið loftnet, þurfa hið minnsta að fjárfesta í móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eftir ákvörðun kærunefndar útboðsmála 25. febrúar síðastliðinn gekk Ríkisútvarpið (RÚV) til samninga við Fjarskipti hf. (Vodafone) um stafræna sjónvarpsdreifingu á landsvísu. Norska fjarskiptafyrirtækið Norkring AS kærði útboð RÚV í janúar. Með ákvörðun sinni hafnaði kærunefndin kröfu fyrirtækisins um að gerð samnings milli RÚV og Vodafone yrði stöðvuð. Endanleg niðurstaða um aðra liði í kæru Norkrings liggur ekki fyrir. Samkvæmt fjarskiptaáætlun hættir RÚV rekstri hliðræna sjónvarpsdreifikerfisins fyrir lok næsta árs. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og staðgengill útvarpsstjóra, segir mikinn kostnað fólginn í því að reka tvö dreifikerfi. Við bætist svo að hliðræna kerfið sé gamalt. „Í því eru gamlir sendar og kerfið komið að fótum fram,“ segir hann. Landið sé seinna en almennt gangi og gerist í Evrópu að kveðja hliðræna dreifikerfið. Hrunið segir Bjarni að hafi seinkað fyrirætlunum RÚV um að skipta yfir í stafræna dreifingu. „Svo seinkaði þessi kæra Norkring ferlinu aðeins hjá okkur. Þegar samningurinn liggur fyrir þá gengur þetta, til þess að gera, hratt fyrir sig.“ Bjarni segir ætíð ákveðið tregðulögmál tengt tækniframförum. „Ef pólitíkin hefði fengið að ráða breytingunni úr svarthvítu yfir í lit á sínum tíma þá er óvíst hvenær við hefðum farið að senda út í lit,“ segir hann. Erfitt er að átta sig á hvað breytingin snertir marga beint, því fjölmargir taka nú á móti sjónvarpssendingu um ADSL, ljósleiðara eða sambærilegar tengingar. Þá er RÚV með í örbylgjuútsendingum á suðvesturhorni landsins. Bjarni segir fólk áfram geta notað UHF-loftnetsgreiður sínar, svo fremi sem þær vísi í rétta átt, til að nema stafrænu útsendinguna, en það þurfi hins vegar að fá sér sérstakan móttakara til að útsendingin skili sér í sjónvarpið. Allra nýjustu sjónvörp eru þó með slíkan móttakara innbyggðan. Lausleg könnun í raftækjaverslunum leiðir í ljós að slíkir móttakarar kosta frá sjö upp í um 20 þúsund krónur þeir tæknilegustu. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Nokkur kostnaður getur fallið til hjá fólki þegar látið verður af hliðrænni (analog) útsendingu sjónvarpsefnis í lofti fyrir lok næsta árs. Þeir sem til þessa hafa tekið á móti útsendingu sjónvarps „með gamla laginu“, með því að tengja sjónvarpið í hefðbundið loftnet, þurfa hið minnsta að fjárfesta í móttakara fyrir stafræna (DVB-T) útsendingu. Eftir ákvörðun kærunefndar útboðsmála 25. febrúar síðastliðinn gekk Ríkisútvarpið (RÚV) til samninga við Fjarskipti hf. (Vodafone) um stafræna sjónvarpsdreifingu á landsvísu. Norska fjarskiptafyrirtækið Norkring AS kærði útboð RÚV í janúar. Með ákvörðun sinni hafnaði kærunefndin kröfu fyrirtækisins um að gerð samnings milli RÚV og Vodafone yrði stöðvuð. Endanleg niðurstaða um aðra liði í kæru Norkrings liggur ekki fyrir. Samkvæmt fjarskiptaáætlun hættir RÚV rekstri hliðræna sjónvarpsdreifikerfisins fyrir lok næsta árs. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og staðgengill útvarpsstjóra, segir mikinn kostnað fólginn í því að reka tvö dreifikerfi. Við bætist svo að hliðræna kerfið sé gamalt. „Í því eru gamlir sendar og kerfið komið að fótum fram,“ segir hann. Landið sé seinna en almennt gangi og gerist í Evrópu að kveðja hliðræna dreifikerfið. Hrunið segir Bjarni að hafi seinkað fyrirætlunum RÚV um að skipta yfir í stafræna dreifingu. „Svo seinkaði þessi kæra Norkring ferlinu aðeins hjá okkur. Þegar samningurinn liggur fyrir þá gengur þetta, til þess að gera, hratt fyrir sig.“ Bjarni segir ætíð ákveðið tregðulögmál tengt tækniframförum. „Ef pólitíkin hefði fengið að ráða breytingunni úr svarthvítu yfir í lit á sínum tíma þá er óvíst hvenær við hefðum farið að senda út í lit,“ segir hann. Erfitt er að átta sig á hvað breytingin snertir marga beint, því fjölmargir taka nú á móti sjónvarpssendingu um ADSL, ljósleiðara eða sambærilegar tengingar. Þá er RÚV með í örbylgjuútsendingum á suðvesturhorni landsins. Bjarni segir fólk áfram geta notað UHF-loftnetsgreiður sínar, svo fremi sem þær vísi í rétta átt, til að nema stafrænu útsendinguna, en það þurfi hins vegar að fá sér sérstakan móttakara til að útsendingin skili sér í sjónvarpið. Allra nýjustu sjónvörp eru þó með slíkan móttakara innbyggðan. Lausleg könnun í raftækjaverslunum leiðir í ljós að slíkir móttakarar kosta frá sjö upp í um 20 þúsund krónur þeir tæknilegustu.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira