Grét og hló þegar hún kom á Suðurpólinn Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 18. janúar 2013 12:40 Vilborg Arna Gissurardóttir á göngunni. Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. Vilborg lauk göngunni um ellefuleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma en þá hafði hún lagt um 1140 kílómetra að baki. „Maður sér pólinn í töluverði fjarlægð áður en maður kemur að honum og maður fer að hugsa á síðustu metrunum, kólómetrunum. Þá er maður að fara yfir ferðina þannig að til skiptis þá brosir maður og svo koma tárin inn á milli og svo nær maður áfangastað og þá er í raun og veru bara vinna við að koma tjaldbúðum upp og þess háttar. En maður er alveg gríðarlega glaður í hjartanu. Í gær þegar ég skíðaði út að fánaborginni þá kemur sérstök tilfinning í hjartað," segir Vilborg. Vilborg er fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn en hún hafði mikla ánægju af að hitta og spjalla við fólk á áfangastað. „Ég er búin að vera úti í um 60 daga og hef hitt eina manneskju á leiðinni þannig að það er ótrúleg gaman og gott að vera komin í samfélag við fleira fólk," segir hún. Hún segist vera við góða heilsu þrátt fyrir að það hafi skipst á skin og skúrir á göngunni. „Ef það verður veður í dag þá verð ég sótt á pólinn og þá mun ég dvelja í búðum ALE væntanlega til 22. janúar, þá er næsta flug af suðurskautinu. Þá á ég flug nokkrum dögum seinna til Chile og verð væntanlega komin 26. eða 27. heim til Íslands," bætir hún við. Forseti Íslands sendi Vilborgu heillaóskir í morgun og var hún snortin þegar fréttamaður las fyrir hana orðsendinguna. „Vá æðislegt, frábært. Þetta yljar manni um hjartarætur," segir hún. Vilborgar Örnu gekk á Pólinn í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans og er hægt að heita á hana í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á lifsspor.is. Nú þegar hafa rúmar sjö milljónir safnast. „Ég er rosalega stolt og mér finnst þetta bara æðislegt og ég vil þakka öllum kærlega fyrir að taka þátt," segir Vilborg Arna Gissurardóttir. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir grét bæði og hló þegar hún sá Suðurpólinn í gærkvöldi eftir að hafa verið ein á göngu í um tvo mánuði. Hún verður sótt á pólinn í dag ef veður leyfir en kemur líklega ekki heim fyrr en eftir rúma viku. Vilborg lauk göngunni um ellefuleytið í gærkvöldi að íslenskum tíma en þá hafði hún lagt um 1140 kílómetra að baki. „Maður sér pólinn í töluverði fjarlægð áður en maður kemur að honum og maður fer að hugsa á síðustu metrunum, kólómetrunum. Þá er maður að fara yfir ferðina þannig að til skiptis þá brosir maður og svo koma tárin inn á milli og svo nær maður áfangastað og þá er í raun og veru bara vinna við að koma tjaldbúðum upp og þess háttar. En maður er alveg gríðarlega glaður í hjartanu. Í gær þegar ég skíðaði út að fánaborginni þá kemur sérstök tilfinning í hjartað," segir Vilborg. Vilborg er fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn en hún hafði mikla ánægju af að hitta og spjalla við fólk á áfangastað. „Ég er búin að vera úti í um 60 daga og hef hitt eina manneskju á leiðinni þannig að það er ótrúleg gaman og gott að vera komin í samfélag við fleira fólk," segir hún. Hún segist vera við góða heilsu þrátt fyrir að það hafi skipst á skin og skúrir á göngunni. „Ef það verður veður í dag þá verð ég sótt á pólinn og þá mun ég dvelja í búðum ALE væntanlega til 22. janúar, þá er næsta flug af suðurskautinu. Þá á ég flug nokkrum dögum seinna til Chile og verð væntanlega komin 26. eða 27. heim til Íslands," bætir hún við. Forseti Íslands sendi Vilborgu heillaóskir í morgun og var hún snortin þegar fréttamaður las fyrir hana orðsendinguna. „Vá æðislegt, frábært. Þetta yljar manni um hjartarætur," segir hún. Vilborgar Örnu gekk á Pólinn í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans og er hægt að heita á hana í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á lifsspor.is. Nú þegar hafa rúmar sjö milljónir safnast. „Ég er rosalega stolt og mér finnst þetta bara æðislegt og ég vil þakka öllum kærlega fyrir að taka þátt," segir Vilborg Arna Gissurardóttir.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira