Byggir myndina á blaðamannaheiminum Álfrún Pálsdóttir skrifar 18. febrúar 2013 09:00 „Mig langaði einfaldlega að tala við íslenska áhorfendur og er mjög spenntur fyrir að loksins sýna afraksturinn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Gunnarsson. Fyrsta íslenska mynd hans, Þetta reddast, verður frumsýnd þann 1. mars. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki og var tekin upp sumarið 2009 í Reykjavík og Búrfellsvirkjun. Ástæðan fyrir því að myndin er fyrst núna á leiðinni í kvikmyndahús er að sögn Barkar sú að myndin fékk einstaklega langan tíma í klippiherberginu. „Þetta hefur verið löng fæðing því myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ segir Börkur sem er ánægður með útkomuna og vonar að áhorfendur séu sama sinnis. Þetta reddast er fyrsta íslenska mynd Barkar en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið. Börkur hefur áður gert tékknesku myndina Sterkt kaffi sem vakti mikla lukku bæði þar úti og hér heima, er hún var frumsýnd 2004. Börkur var búinn að skapa sér nafn og koma sér vel fyrir Tékklandi en hugurinn leitaði heim. „Það var allt annað að sýna myndina hérna heima en úti í Tékklandi og ég fann að mig langaði að gera íslenskt bíó. Ég er hvergi nærri hættur og er með eitt handrit í styrktarferli núna.“ Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem þarf að sanna sig í einkalífinu sem og vinnunni. Börkur hefur sjálfur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir söguþráðinn á blaðamannaheiminum. „Það eru allir miðlar með sína alka og maður kannast alveg við týpuna. Þetta er myndarlegur og hrokafullur maður sem lifir sig svo inn í töffarann og karlmennskuna að það verður aulalegt. Ég er svolítið að endurspegla hvernig ég upplifði stemninguna á Íslandi þegar ég flutti heim árið 2005. Hrokinn var allsráðandi og mikill metingur á ýmsum vígstöðum í samfélaginu,“ segir Börkur. Hann flokkar myndina sem gaman drama. „Þetta er mynd fyrir alla, fjallar bæði um samskipti kynjanna og samskiptin við áfengið, en hvort tveggja getur reynst mörgum ansi snúið dæmi.“ Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Mig langaði einfaldlega að tala við íslenska áhorfendur og er mjög spenntur fyrir að loksins sýna afraksturinn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Gunnarsson. Fyrsta íslenska mynd hans, Þetta reddast, verður frumsýnd þann 1. mars. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki og var tekin upp sumarið 2009 í Reykjavík og Búrfellsvirkjun. Ástæðan fyrir því að myndin er fyrst núna á leiðinni í kvikmyndahús er að sögn Barkar sú að myndin fékk einstaklega langan tíma í klippiherberginu. „Þetta hefur verið löng fæðing því myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ segir Börkur sem er ánægður með útkomuna og vonar að áhorfendur séu sama sinnis. Þetta reddast er fyrsta íslenska mynd Barkar en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið. Börkur hefur áður gert tékknesku myndina Sterkt kaffi sem vakti mikla lukku bæði þar úti og hér heima, er hún var frumsýnd 2004. Börkur var búinn að skapa sér nafn og koma sér vel fyrir Tékklandi en hugurinn leitaði heim. „Það var allt annað að sýna myndina hérna heima en úti í Tékklandi og ég fann að mig langaði að gera íslenskt bíó. Ég er hvergi nærri hættur og er með eitt handrit í styrktarferli núna.“ Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem þarf að sanna sig í einkalífinu sem og vinnunni. Börkur hefur sjálfur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir söguþráðinn á blaðamannaheiminum. „Það eru allir miðlar með sína alka og maður kannast alveg við týpuna. Þetta er myndarlegur og hrokafullur maður sem lifir sig svo inn í töffarann og karlmennskuna að það verður aulalegt. Ég er svolítið að endurspegla hvernig ég upplifði stemninguna á Íslandi þegar ég flutti heim árið 2005. Hrokinn var allsráðandi og mikill metingur á ýmsum vígstöðum í samfélaginu,“ segir Börkur. Hann flokkar myndina sem gaman drama. „Þetta er mynd fyrir alla, fjallar bæði um samskipti kynjanna og samskiptin við áfengið, en hvort tveggja getur reynst mörgum ansi snúið dæmi.“
Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“