Snýr Blofeld aftur í James Bond-myndirnar? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. nóvember 2013 09:36 Donald Pleasence lék Blofeld í kvikmyndinni You Only Live Twice árið 1967. Framleiðendur kvikmyndanna um spæjarann James Bond hafa nú loksins fengið rétt til að nota eina af þekktustu persónum seríunnar, sjálfan Ernst Stavro Blofeld. Blofeld, sem er auðþekkjanlegur á öri í andliti og strýkur gjarnan ketti, birtist síðast í kvikmyndinni Never Say Never Again árið 1983, en hún er ekki hluti af kvikmyndaseríu MGM. Forsaga málsins er sú að Kevin nokkur McClory höfðaði mál á hendur Ian Fleming, höfundi skáldsagnanna um James Bond, eftir að Fleming studdist við handrit sem hann skrifaði í samstarfi við McClory við gerð bókarinnar Thunderball. Í kjölfarið var McClory titlaður meðframleiðandi kvikmyndarinnar Thunderball og reyndist það framleiðendum myndanna erfitt að nota persónuna án samþykkis McClory. Til dæmis var Blofeld aldrei nefndur á nafn í kvikmyndinni For Your Eyes Only frá árinu 1981, en í myndinni fleygir Bond persónu sem líkist Blofeld niður í reykháf. Nú hafa framleiðendurnir komist að samkomulegi við fjölskyldu McClorys, en hann lést árið 2006. Fjölskyldan hefur selt MGM-kvikmyndaverinu réttinn að Thunderball og opnast þar með á þann möguleika að nota persónu Blofelds á ný.Blofeld og aðstoðarkona hans myrtu eiginkonu James Bond í kvikmyndinni On Her Majesty's Secret Service frá árinu 1969. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Framleiðendur kvikmyndanna um spæjarann James Bond hafa nú loksins fengið rétt til að nota eina af þekktustu persónum seríunnar, sjálfan Ernst Stavro Blofeld. Blofeld, sem er auðþekkjanlegur á öri í andliti og strýkur gjarnan ketti, birtist síðast í kvikmyndinni Never Say Never Again árið 1983, en hún er ekki hluti af kvikmyndaseríu MGM. Forsaga málsins er sú að Kevin nokkur McClory höfðaði mál á hendur Ian Fleming, höfundi skáldsagnanna um James Bond, eftir að Fleming studdist við handrit sem hann skrifaði í samstarfi við McClory við gerð bókarinnar Thunderball. Í kjölfarið var McClory titlaður meðframleiðandi kvikmyndarinnar Thunderball og reyndist það framleiðendum myndanna erfitt að nota persónuna án samþykkis McClory. Til dæmis var Blofeld aldrei nefndur á nafn í kvikmyndinni For Your Eyes Only frá árinu 1981, en í myndinni fleygir Bond persónu sem líkist Blofeld niður í reykháf. Nú hafa framleiðendurnir komist að samkomulegi við fjölskyldu McClorys, en hann lést árið 2006. Fjölskyldan hefur selt MGM-kvikmyndaverinu réttinn að Thunderball og opnast þar með á þann möguleika að nota persónu Blofelds á ný.Blofeld og aðstoðarkona hans myrtu eiginkonu James Bond í kvikmyndinni On Her Majesty's Secret Service frá árinu 1969. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira