Snýr Blofeld aftur í James Bond-myndirnar? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. nóvember 2013 09:36 Donald Pleasence lék Blofeld í kvikmyndinni You Only Live Twice árið 1967. Framleiðendur kvikmyndanna um spæjarann James Bond hafa nú loksins fengið rétt til að nota eina af þekktustu persónum seríunnar, sjálfan Ernst Stavro Blofeld. Blofeld, sem er auðþekkjanlegur á öri í andliti og strýkur gjarnan ketti, birtist síðast í kvikmyndinni Never Say Never Again árið 1983, en hún er ekki hluti af kvikmyndaseríu MGM. Forsaga málsins er sú að Kevin nokkur McClory höfðaði mál á hendur Ian Fleming, höfundi skáldsagnanna um James Bond, eftir að Fleming studdist við handrit sem hann skrifaði í samstarfi við McClory við gerð bókarinnar Thunderball. Í kjölfarið var McClory titlaður meðframleiðandi kvikmyndarinnar Thunderball og reyndist það framleiðendum myndanna erfitt að nota persónuna án samþykkis McClory. Til dæmis var Blofeld aldrei nefndur á nafn í kvikmyndinni For Your Eyes Only frá árinu 1981, en í myndinni fleygir Bond persónu sem líkist Blofeld niður í reykháf. Nú hafa framleiðendurnir komist að samkomulegi við fjölskyldu McClorys, en hann lést árið 2006. Fjölskyldan hefur selt MGM-kvikmyndaverinu réttinn að Thunderball og opnast þar með á þann möguleika að nota persónu Blofelds á ný.Blofeld og aðstoðarkona hans myrtu eiginkonu James Bond í kvikmyndinni On Her Majesty's Secret Service frá árinu 1969. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Framleiðendur kvikmyndanna um spæjarann James Bond hafa nú loksins fengið rétt til að nota eina af þekktustu persónum seríunnar, sjálfan Ernst Stavro Blofeld. Blofeld, sem er auðþekkjanlegur á öri í andliti og strýkur gjarnan ketti, birtist síðast í kvikmyndinni Never Say Never Again árið 1983, en hún er ekki hluti af kvikmyndaseríu MGM. Forsaga málsins er sú að Kevin nokkur McClory höfðaði mál á hendur Ian Fleming, höfundi skáldsagnanna um James Bond, eftir að Fleming studdist við handrit sem hann skrifaði í samstarfi við McClory við gerð bókarinnar Thunderball. Í kjölfarið var McClory titlaður meðframleiðandi kvikmyndarinnar Thunderball og reyndist það framleiðendum myndanna erfitt að nota persónuna án samþykkis McClory. Til dæmis var Blofeld aldrei nefndur á nafn í kvikmyndinni For Your Eyes Only frá árinu 1981, en í myndinni fleygir Bond persónu sem líkist Blofeld niður í reykháf. Nú hafa framleiðendurnir komist að samkomulegi við fjölskyldu McClorys, en hann lést árið 2006. Fjölskyldan hefur selt MGM-kvikmyndaverinu réttinn að Thunderball og opnast þar með á þann möguleika að nota persónu Blofelds á ný.Blofeld og aðstoðarkona hans myrtu eiginkonu James Bond í kvikmyndinni On Her Majesty's Secret Service frá árinu 1969. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira