Alvarlegt ef Reykjanesbær afsalar sér meirihlutavaldi í HS veitum Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 18:37 Formaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt ef Reykjanesbær ætli að afsala sér meirihlutavaldi í HS veitum. En á næstu dögum verður skrifað undir samkomulag um sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum til einkaaðila sem þar með eignast í fyrsta skipti hlut í vatnsveitu. Neysluvatnið okkar, bæði kalda og heita vatnið, hefur hingað til verið í eigu almennings. En nú er það að gerast að einkaaðili er að eignast um þriðjungs hlut í HS veitum m.a. fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar. Samningar liggja fyrir um sölu 15 prósenta hluts Reykjanesbæjar annars vegar og 15 prósenta hluts Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar í HS veitum og smærri sveitarfélög sem eiga hvort um sig allt að 0,5 prósenta hlut selja einnig til Úrsusar sem er félag í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að þar með sé stigið fyrsta skrefið til almennrar einkavæðingar vatnsveitna. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum,“ sagði Sóley í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarna sé verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bóhaldstrikk fyrir Orkuveituna. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn hafa staðið fyrir lagabreytingum árið 2008 sem tryggðu að veitur yrðu alltaf í meirihlutaeign opinberra aðila en áður hafi engin takmörk verið í þeim efnum. Þá hafi verið settar skorður á möguleika þeirra til að hækka gjaldskrár. „Það sem er áhyggjuefni varðandi fréttir af þessu tiltekna máli er ef menn eru að gera hluthafasamkomulag til að komast hjá því að virða lagaákvæði um skyldur opinberra aðila sem meirihlutaeiganda í veitufyrirtæki,“ segir Árni Páll. Sterk rök séu fyrir því að veitufyrirtæki séu í opinberri eigu og á það hafi Samfylkingin lagt áherslu í þeim sveitarfélögum þar sem hún hafi verið í meirihluta. „Og ég er ekki sannfærður um að það standist lögin eins og þau eru úr garði gerð ef meirihlutaeigendur, sem samkvæmt lögum þurfa að vera opinberir aðilar, eru að afsala sér ákvörðunarvaldi sínu sem þeim er fært með lögunum,“ segir Árni Páll.Finnst þér þá að það þurfi að skoða hvort þarna er verið að brjóta á þessum lögum?„Það er alveg ótvírætt að við verðum að skoða þann þátt málsins þegar þing kemur saman,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt ef Reykjanesbær ætli að afsala sér meirihlutavaldi í HS veitum. En á næstu dögum verður skrifað undir samkomulag um sölu á um þriðjungs hlut í HS veitum til einkaaðila sem þar með eignast í fyrsta skipti hlut í vatnsveitu. Neysluvatnið okkar, bæði kalda og heita vatnið, hefur hingað til verið í eigu almennings. En nú er það að gerast að einkaaðili er að eignast um þriðjungs hlut í HS veitum m.a. fyrir tilstuðlan Reykjavíkurborgar. Samningar liggja fyrir um sölu 15 prósenta hluts Reykjanesbæjar annars vegar og 15 prósenta hluts Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar í HS veitum og smærri sveitarfélög sem eiga hvort um sig allt að 0,5 prósenta hlut selja einnig til Úrsusar sem er félag í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis. Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að þar með sé stigið fyrsta skrefið til almennrar einkavæðingar vatnsveitna. „Það er mjög skrýtið að Samfylking og Besti flokkur skuli vera að standa fyrir þessum gjörningi. Vissulega hefur þetta skammtímaáhrif á fjárhag Orkuveitunnar.En það er verið að fórna þarna mjög ríkum almannahagsmunum,“ sagði Sóley í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þarna sé verið að fórna almannahagsmunum fyrir skammtíma bóhaldstrikk fyrir Orkuveituna. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn hafa staðið fyrir lagabreytingum árið 2008 sem tryggðu að veitur yrðu alltaf í meirihlutaeign opinberra aðila en áður hafi engin takmörk verið í þeim efnum. Þá hafi verið settar skorður á möguleika þeirra til að hækka gjaldskrár. „Það sem er áhyggjuefni varðandi fréttir af þessu tiltekna máli er ef menn eru að gera hluthafasamkomulag til að komast hjá því að virða lagaákvæði um skyldur opinberra aðila sem meirihlutaeiganda í veitufyrirtæki,“ segir Árni Páll. Sterk rök séu fyrir því að veitufyrirtæki séu í opinberri eigu og á það hafi Samfylkingin lagt áherslu í þeim sveitarfélögum þar sem hún hafi verið í meirihluta. „Og ég er ekki sannfærður um að það standist lögin eins og þau eru úr garði gerð ef meirihlutaeigendur, sem samkvæmt lögum þurfa að vera opinberir aðilar, eru að afsala sér ákvörðunarvaldi sínu sem þeim er fært með lögunum,“ segir Árni Páll.Finnst þér þá að það þurfi að skoða hvort þarna er verið að brjóta á þessum lögum?„Það er alveg ótvírætt að við verðum að skoða þann þátt málsins þegar þing kemur saman,“ segir formaður Samfylkingarinnar.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira