Drápsháhyrningurinn Tilikum mögulega á heimleið Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. nóvember 2013 19:54 Háhyrningurinn Tilikum, sem orðið hefur þremur einstaklingum að bana, hefur verið sýningagripur um áratuga skeið. Hann var veiddur við Íslandsstrendur snemma á níunda áratugnum og var fyrst um sinn í hvalalauginni í Hafnarfirði. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fengið fyrirspurn frá bandarísku fyrirtæki að Tilikum verði færður aftur heim í íslenska lögsögu. Fjallað er ítarlega um Tilikum í heimildarmyndinni Blackfish sem sýnd hefur verið á kvikmyndahátíðum í ár. Árið 2010 varð Tilikum þjálfara sínum Dawn Brancheu að bana í SeaWorld í sædýragarðinum. Tugir gesta urðu vitni af atvikinu þegar Tilikum dró Brancheu með sér á kaf þar til að hún drukknaði. Fréttamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson þekkir háhyrninginn Tilikum vel. Hann starfaði í Hvalalauginni í Hafnarfirði fyrir 30 árum þegar Tilikum var hér á landi. „Hér var ég með Tilikum, drápshvalnum mikla, að leiða hann hér um, hring eftir hring,“ segir Jakob. Honum líst ágætlega á að fá háhyrninginn aftur heim til Íslands.Jakob Bjarnar Grétarsson.„Nú er verið að skoða það hvort ekki sé rétt að senda hann heim. Ég fagna því auðvitað, að vera kannski að fara að hitta á ný þennan vin. Kannski var ég einmitt að leiða Tilikum hér í lauginni á sínum tíma. Ég myndi auðvitað taka á móti honum en segja ,skamm skamm, svona gerir maður ekki Tilikum',“ segir Jakob Bjarnar og bætir við: „Ég var að ræða við Gísla Víkingsson hvalasérfræðing um þetta mál í morgun. Honum líst ekki vel á þetta og það væri ekki til fagnaðar að reyna að láta svona sirkusdýr aðlagast aftur náttúrunni. Ég heyrði hugmynd í dag um að það væri kannski hægt að setja Tilikum í Kolgrafarfjörð. Það væru tvær flugur í einu höggi.“ Tengdar fréttir Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Háhyrningurinn Tilikum, sem orðið hefur þremur einstaklingum að bana, hefur verið sýningagripur um áratuga skeið. Hann var veiddur við Íslandsstrendur snemma á níunda áratugnum og var fyrst um sinn í hvalalauginni í Hafnarfirði. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fengið fyrirspurn frá bandarísku fyrirtæki að Tilikum verði færður aftur heim í íslenska lögsögu. Fjallað er ítarlega um Tilikum í heimildarmyndinni Blackfish sem sýnd hefur verið á kvikmyndahátíðum í ár. Árið 2010 varð Tilikum þjálfara sínum Dawn Brancheu að bana í SeaWorld í sædýragarðinum. Tugir gesta urðu vitni af atvikinu þegar Tilikum dró Brancheu með sér á kaf þar til að hún drukknaði. Fréttamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson þekkir háhyrninginn Tilikum vel. Hann starfaði í Hvalalauginni í Hafnarfirði fyrir 30 árum þegar Tilikum var hér á landi. „Hér var ég með Tilikum, drápshvalnum mikla, að leiða hann hér um, hring eftir hring,“ segir Jakob. Honum líst ágætlega á að fá háhyrninginn aftur heim til Íslands.Jakob Bjarnar Grétarsson.„Nú er verið að skoða það hvort ekki sé rétt að senda hann heim. Ég fagna því auðvitað, að vera kannski að fara að hitta á ný þennan vin. Kannski var ég einmitt að leiða Tilikum hér í lauginni á sínum tíma. Ég myndi auðvitað taka á móti honum en segja ,skamm skamm, svona gerir maður ekki Tilikum',“ segir Jakob Bjarnar og bætir við: „Ég var að ræða við Gísla Víkingsson hvalasérfræðing um þetta mál í morgun. Honum líst ekki vel á þetta og það væri ekki til fagnaðar að reyna að láta svona sirkusdýr aðlagast aftur náttúrunni. Ég heyrði hugmynd í dag um að það væri kannski hægt að setja Tilikum í Kolgrafarfjörð. Það væru tvær flugur í einu höggi.“
Tengdar fréttir Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09