Fékk svartan hauspoka fyrir "gróft" brot Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. ágúst 2013 18:04 Áslaug spilar með stúlknaliðinu RSU Muddy en þær stöllur vissu ekki hvort þær hefðu náð áfram þegar Vísir náði af henni tali. Mynd/Áslaug Arna „Þetta var samsæri hjá dómurunum gegn mér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er stödd á Mýrarboltanum á Ísafirði sem fer fram nú um helgina. Fékk hún svartan hauspoka sem hún þurfti að spila með í tvær mínútur en að hennar mati átti hún pokann ekki skilið. „Þú færð svartan hauspoka fyrir grófara brot. Ég braut á mótspilara mínum – lítillega. Ég hélt þeim ágætlega fast frá boltanum,“ útskýrir hún hásum rómi eftir að hafa öskrað úr sér röddina í keppnum dagsins. „Ég var fyrst til að fá pokann í morgun í keppninni þetta árið.“ Hún segir stemninguna rosalega á hátíðinni. „Hér eru yfir hundrað lið og fullt af fólki,“ segir hún. „Veðrið er fínt, sólin kemur inn á milli og hlýjar okkur keppendunum sem erum drullug frá toppi til táar.“ Hún segir að tónlistin sé í botni á staðnum og að fólk dansi milli keppna. Mýrarboltinn á Ísafirði hefur orðið æ vinsælli síðustu ár. Í ár var tekið upp á því að fjölga völlum í átta og því keppa sextán lið á hverjum tíma. Íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hefur tvöfaldast yfir helgina. Í kvöld taka við böll og skemmtanir. Verður brenna í fjörunni á Suðurtanga og verða þar haldnir stórtónleikar þar sem Mugison, Sniglabandið og Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar koma fram. Að þeim loknum verður skotið upp flugeldum. Mýrarboltinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Þetta var samsæri hjá dómurunum gegn mér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er stödd á Mýrarboltanum á Ísafirði sem fer fram nú um helgina. Fékk hún svartan hauspoka sem hún þurfti að spila með í tvær mínútur en að hennar mati átti hún pokann ekki skilið. „Þú færð svartan hauspoka fyrir grófara brot. Ég braut á mótspilara mínum – lítillega. Ég hélt þeim ágætlega fast frá boltanum,“ útskýrir hún hásum rómi eftir að hafa öskrað úr sér röddina í keppnum dagsins. „Ég var fyrst til að fá pokann í morgun í keppninni þetta árið.“ Hún segir stemninguna rosalega á hátíðinni. „Hér eru yfir hundrað lið og fullt af fólki,“ segir hún. „Veðrið er fínt, sólin kemur inn á milli og hlýjar okkur keppendunum sem erum drullug frá toppi til táar.“ Hún segir að tónlistin sé í botni á staðnum og að fólk dansi milli keppna. Mýrarboltinn á Ísafirði hefur orðið æ vinsælli síðustu ár. Í ár var tekið upp á því að fjölga völlum í átta og því keppa sextán lið á hverjum tíma. Íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hefur tvöfaldast yfir helgina. Í kvöld taka við böll og skemmtanir. Verður brenna í fjörunni á Suðurtanga og verða þar haldnir stórtónleikar þar sem Mugison, Sniglabandið og Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar koma fram. Að þeim loknum verður skotið upp flugeldum.
Mýrarboltinn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira