Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. október 2013 16:41 Hugleikur Dagsson og Grýlumyndirnar fyrir og eftir ritskoðun Facebook. „Það er mjög gott að þetta sé leyft,“ segir Hugleikur Dagsson, listamaður, um ákvörðun samskiptasíðunnar Facebook að aflétta banni sem sett var á myndbönd sem sýna þegar fólk er myrt á hrottafenginn hátt, til að mynda hálshöggvið. Hugleikur telur að ástæður bannsins hafi verið barnaverndarsjónarmið. „Ég hef það fyrir reglu þegar fólk spyr „hvað með börnin?“ að segja þeim að foreldrar eigi mun frekar að spyrja sjálfa sig en aðra um börnin. Foreldrar eiga sjálfir að passa börnin sín,“ segir Hugleikur í samtali við Vísi. Hann segir að ef börn sjái eitthvað hrottafengið á tölvunni þá sé það foreldra þeirra að stöðva það frekar en einhvers samskiptamiðils. Hugleikur missti aðganginn að síðunni sinni í apríl, ásamt því sem myndir eftir hann hafa verið fjarlægðar af Facebook, þegar fólk kvartar yfir því sem það telur vera gróft efni frá honum. „Skapahárin á Grýlu móðguðu einhvern í fyrra. Mér finnst það nú ekkert sérstaklega gróft, það verður náttúrulega allt dúllulegt en ekki gróft þegar spýtukallar eru að gera eitthvað,“ segir Hugleikur. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa ákvörðun Facebook og Hugleikur. Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og netsérfræðingur, segir Facebook opið fyrir notendur allt niður í 13 ára gamla og ljóst sé að notendur eru oft og tíðum yngri en það. „Nú á að fara að leyfa þarna efni sem til að mynda framleiðendur kvikmynda og tölvuleikja setja sérstök aldurstakmörk á,“ segir Þórlaug. Hún tekur fram að hún sé alls ekki hlynnt ritskoðun en hún telji að þarna sé verið að ganga gegn samfélagssáttmála sem sé til staðar um að við verndum börnin okkar fyrir grófu efni. Það séu til margar rannsóknir sem sýni minnkað tilfinninganæmi hjá börnum sem horfa á mjög gróft efni. „Ef það á að leyfa þetta verður Facebook að koma með tæknilega lausn á því hvernig eigi að skilgreina hvaða efni sé fyrir fullorðna og hvað fyrir börn,“ segir Þórlaug. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
„Það er mjög gott að þetta sé leyft,“ segir Hugleikur Dagsson, listamaður, um ákvörðun samskiptasíðunnar Facebook að aflétta banni sem sett var á myndbönd sem sýna þegar fólk er myrt á hrottafenginn hátt, til að mynda hálshöggvið. Hugleikur telur að ástæður bannsins hafi verið barnaverndarsjónarmið. „Ég hef það fyrir reglu þegar fólk spyr „hvað með börnin?“ að segja þeim að foreldrar eigi mun frekar að spyrja sjálfa sig en aðra um börnin. Foreldrar eiga sjálfir að passa börnin sín,“ segir Hugleikur í samtali við Vísi. Hann segir að ef börn sjái eitthvað hrottafengið á tölvunni þá sé það foreldra þeirra að stöðva það frekar en einhvers samskiptamiðils. Hugleikur missti aðganginn að síðunni sinni í apríl, ásamt því sem myndir eftir hann hafa verið fjarlægðar af Facebook, þegar fólk kvartar yfir því sem það telur vera gróft efni frá honum. „Skapahárin á Grýlu móðguðu einhvern í fyrra. Mér finnst það nú ekkert sérstaklega gróft, það verður náttúrulega allt dúllulegt en ekki gróft þegar spýtukallar eru að gera eitthvað,“ segir Hugleikur. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa ákvörðun Facebook og Hugleikur. Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og netsérfræðingur, segir Facebook opið fyrir notendur allt niður í 13 ára gamla og ljóst sé að notendur eru oft og tíðum yngri en það. „Nú á að fara að leyfa þarna efni sem til að mynda framleiðendur kvikmynda og tölvuleikja setja sérstök aldurstakmörk á,“ segir Þórlaug. Hún tekur fram að hún sé alls ekki hlynnt ritskoðun en hún telji að þarna sé verið að ganga gegn samfélagssáttmála sem sé til staðar um að við verndum börnin okkar fyrir grófu efni. Það séu til margar rannsóknir sem sýni minnkað tilfinninganæmi hjá börnum sem horfa á mjög gróft efni. „Ef það á að leyfa þetta verður Facebook að koma með tæknilega lausn á því hvernig eigi að skilgreina hvaða efni sé fyrir fullorðna og hvað fyrir börn,“ segir Þórlaug.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira