Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. október 2013 16:41 Hugleikur Dagsson og Grýlumyndirnar fyrir og eftir ritskoðun Facebook. „Það er mjög gott að þetta sé leyft,“ segir Hugleikur Dagsson, listamaður, um ákvörðun samskiptasíðunnar Facebook að aflétta banni sem sett var á myndbönd sem sýna þegar fólk er myrt á hrottafenginn hátt, til að mynda hálshöggvið. Hugleikur telur að ástæður bannsins hafi verið barnaverndarsjónarmið. „Ég hef það fyrir reglu þegar fólk spyr „hvað með börnin?“ að segja þeim að foreldrar eigi mun frekar að spyrja sjálfa sig en aðra um börnin. Foreldrar eiga sjálfir að passa börnin sín,“ segir Hugleikur í samtali við Vísi. Hann segir að ef börn sjái eitthvað hrottafengið á tölvunni þá sé það foreldra þeirra að stöðva það frekar en einhvers samskiptamiðils. Hugleikur missti aðganginn að síðunni sinni í apríl, ásamt því sem myndir eftir hann hafa verið fjarlægðar af Facebook, þegar fólk kvartar yfir því sem það telur vera gróft efni frá honum. „Skapahárin á Grýlu móðguðu einhvern í fyrra. Mér finnst það nú ekkert sérstaklega gróft, það verður náttúrulega allt dúllulegt en ekki gróft þegar spýtukallar eru að gera eitthvað,“ segir Hugleikur. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa ákvörðun Facebook og Hugleikur. Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og netsérfræðingur, segir Facebook opið fyrir notendur allt niður í 13 ára gamla og ljóst sé að notendur eru oft og tíðum yngri en það. „Nú á að fara að leyfa þarna efni sem til að mynda framleiðendur kvikmynda og tölvuleikja setja sérstök aldurstakmörk á,“ segir Þórlaug. Hún tekur fram að hún sé alls ekki hlynnt ritskoðun en hún telji að þarna sé verið að ganga gegn samfélagssáttmála sem sé til staðar um að við verndum börnin okkar fyrir grófu efni. Það séu til margar rannsóknir sem sýni minnkað tilfinninganæmi hjá börnum sem horfa á mjög gróft efni. „Ef það á að leyfa þetta verður Facebook að koma með tæknilega lausn á því hvernig eigi að skilgreina hvaða efni sé fyrir fullorðna og hvað fyrir börn,“ segir Þórlaug. Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Það er mjög gott að þetta sé leyft,“ segir Hugleikur Dagsson, listamaður, um ákvörðun samskiptasíðunnar Facebook að aflétta banni sem sett var á myndbönd sem sýna þegar fólk er myrt á hrottafenginn hátt, til að mynda hálshöggvið. Hugleikur telur að ástæður bannsins hafi verið barnaverndarsjónarmið. „Ég hef það fyrir reglu þegar fólk spyr „hvað með börnin?“ að segja þeim að foreldrar eigi mun frekar að spyrja sjálfa sig en aðra um börnin. Foreldrar eiga sjálfir að passa börnin sín,“ segir Hugleikur í samtali við Vísi. Hann segir að ef börn sjái eitthvað hrottafengið á tölvunni þá sé það foreldra þeirra að stöðva það frekar en einhvers samskiptamiðils. Hugleikur missti aðganginn að síðunni sinni í apríl, ásamt því sem myndir eftir hann hafa verið fjarlægðar af Facebook, þegar fólk kvartar yfir því sem það telur vera gróft efni frá honum. „Skapahárin á Grýlu móðguðu einhvern í fyrra. Mér finnst það nú ekkert sérstaklega gróft, það verður náttúrulega allt dúllulegt en ekki gróft þegar spýtukallar eru að gera eitthvað,“ segir Hugleikur. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessa ákvörðun Facebook og Hugleikur. Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og netsérfræðingur, segir Facebook opið fyrir notendur allt niður í 13 ára gamla og ljóst sé að notendur eru oft og tíðum yngri en það. „Nú á að fara að leyfa þarna efni sem til að mynda framleiðendur kvikmynda og tölvuleikja setja sérstök aldurstakmörk á,“ segir Þórlaug. Hún tekur fram að hún sé alls ekki hlynnt ritskoðun en hún telji að þarna sé verið að ganga gegn samfélagssáttmála sem sé til staðar um að við verndum börnin okkar fyrir grófu efni. Það séu til margar rannsóknir sem sýni minnkað tilfinninganæmi hjá börnum sem horfa á mjög gróft efni. „Ef það á að leyfa þetta verður Facebook að koma með tæknilega lausn á því hvernig eigi að skilgreina hvaða efni sé fyrir fullorðna og hvað fyrir börn,“ segir Þórlaug.
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira