Kjósendur seinni að velja á milli flokka Brjánn Jónasson skrifar 4. apríl 2013 12:00 Kjósendur draga það sífellt lengur að ákveða hvaða flokkur fær atkvæði þeirra í kosningum. Í síðustu kosningum ákvað nærri helmingur kjósenda sig í síðustu vikunni fyrir kosningar. „Það sem virðist vera að gerast er að fólk er lengur að ákveða sig endanlega,“ segir Svandís Nína Jónsdóttir, sem starfar sem tölfræðingur hjá Rannís. Hún heldur erindi um skoðanakannanir tengdar þingkosningum á opnum fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga á Sólon í kvöld, og vitnar meðal annars í rannsóknir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerðar eru eftir hverjar þingkosningar. Alls ákváðu 28 prósent kjósenda hvað þeir ætluðu að kjósa í kosningunum árið 2009 á kjördag. Þá ákváðu nítján prósent til viðbótar sig ekki fyrr en í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Tæplega helmingur kjósenda, um 47 prósent, ákvað sig því ekki fyrr en innan við vika var í kosningarnar. „Þetta þýðir ekki að fólk sé algerlega óákveðið fram að þeim tíma, en þetta fólk tekur endanlega ákvörðun mjög seint,“ segir Svandís. Hún segir að þróunin sé að verða sú að sífellt fleiri taki ákvörðun á síðustu stundu. Í kosningunum 2003 tóku 28 prósent ákvörðun innan við viku frá kosningum. Hlutfallið var komið í 35 prósent fyrir kosningarnar 2007, og 47 prósent fyrir síðustu kosningar. „Þetta þýðir að flokkarnir hafa tækifæri til að ná til fólks alveg fram að kjördegi,“ segir Svandís. Hún segir að þessi þróun gæti skýrst af því að fólk sé opnara fyrir atburðum líðandi stundar, eða að það fylgist betur með allt fram að kosningum. Konur eru líklegri en karlar til að draga það að taka ákvörðun. Alls tók 51 prósent kvenna ákvörðun innan við viku fyrir síðustu kosningar, samanborið við 44 prósent karla. Svandís segir þetta hafa sýnt sig í könnunum, konur séu almennt varkárari, og að því er virðist tregari til að gefa upp ákvörðun sína. Kosningar 2013 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Kjósendur draga það sífellt lengur að ákveða hvaða flokkur fær atkvæði þeirra í kosningum. Í síðustu kosningum ákvað nærri helmingur kjósenda sig í síðustu vikunni fyrir kosningar. „Það sem virðist vera að gerast er að fólk er lengur að ákveða sig endanlega,“ segir Svandís Nína Jónsdóttir, sem starfar sem tölfræðingur hjá Rannís. Hún heldur erindi um skoðanakannanir tengdar þingkosningum á opnum fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga á Sólon í kvöld, og vitnar meðal annars í rannsóknir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerðar eru eftir hverjar þingkosningar. Alls ákváðu 28 prósent kjósenda hvað þeir ætluðu að kjósa í kosningunum árið 2009 á kjördag. Þá ákváðu nítján prósent til viðbótar sig ekki fyrr en í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Tæplega helmingur kjósenda, um 47 prósent, ákvað sig því ekki fyrr en innan við vika var í kosningarnar. „Þetta þýðir ekki að fólk sé algerlega óákveðið fram að þeim tíma, en þetta fólk tekur endanlega ákvörðun mjög seint,“ segir Svandís. Hún segir að þróunin sé að verða sú að sífellt fleiri taki ákvörðun á síðustu stundu. Í kosningunum 2003 tóku 28 prósent ákvörðun innan við viku frá kosningum. Hlutfallið var komið í 35 prósent fyrir kosningarnar 2007, og 47 prósent fyrir síðustu kosningar. „Þetta þýðir að flokkarnir hafa tækifæri til að ná til fólks alveg fram að kjördegi,“ segir Svandís. Hún segir að þessi þróun gæti skýrst af því að fólk sé opnara fyrir atburðum líðandi stundar, eða að það fylgist betur með allt fram að kosningum. Konur eru líklegri en karlar til að draga það að taka ákvörðun. Alls tók 51 prósent kvenna ákvörðun innan við viku fyrir síðustu kosningar, samanborið við 44 prósent karla. Svandís segir þetta hafa sýnt sig í könnunum, konur séu almennt varkárari, og að því er virðist tregari til að gefa upp ákvörðun sína.
Kosningar 2013 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira