Sannleikurinn um snípinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. september 2013 14:45 Sophia Wallace vinnur að verkefni sem hún nefnir Sníplæsi 101. Mynd/Sophia Wallace Sophia Wallace, listakona frá New York, vill að heimurinn viti allt um snípinn og þannig „snípsvæða“ umræðuna. Hvatinn að baki verkefnisins er sú fáfræði sem ríkir um þetta merkilega líffæri. „Það er hneykslanlegt að snípurinn var fyrst uppgötvaður árið 1998. En í raun hefur hann kannski aldrei verið uppgötvaður því það er enn svo lítið vitað um kvenlíkamann,“ segir Sophia í viðtali við The Huffington Post.Sophia segir snípinn vera eina líkamshluta mannsins sem gegnir eingöngu því hlutverki að vekja ánægju. Hún bendir á að þetta sé ekki bara lítill hnappur sem falinn er á milli fótleggja kvenna heldur stórt, innvortis líffæri sem fáir þekkja. „Það er skrýtin mótsögn að annars vegar er kvenlíkaminn notaður sem táknmynd fyrir kynlíf í auglýsingum, listum og erótísku efni. Hins vegar kemur hið eina og sanna kynfæri konunnar, snípurinn, ekkert til sögunnar. Konum finnst meira að segja vandræðalegt að biðja bólfélaga sinn um að sinna snípnum. Mér finnst alveg fáránlegt að þetta sé staðan árið 2013,“ segir Sophia. Á síðasta ári hóf Sophia vinnu að margmiðlunarverkefni sem hún kallar sníplæsi (e. cliteracy). Henni fannst sníplæsi vera viðeigandi orð því það segir svo mikið um málið. „Það sýnir fram á það ólæsi og þá vanfærni sem er gagnvart kvenlíkamanum,“ segir Sophia. Í myndbandinu útskýrir Sophia betur sníplæsi og verkefnin sem hún hefur unnið í tengslum við það. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sophia Wallace, listakona frá New York, vill að heimurinn viti allt um snípinn og þannig „snípsvæða“ umræðuna. Hvatinn að baki verkefnisins er sú fáfræði sem ríkir um þetta merkilega líffæri. „Það er hneykslanlegt að snípurinn var fyrst uppgötvaður árið 1998. En í raun hefur hann kannski aldrei verið uppgötvaður því það er enn svo lítið vitað um kvenlíkamann,“ segir Sophia í viðtali við The Huffington Post.Sophia segir snípinn vera eina líkamshluta mannsins sem gegnir eingöngu því hlutverki að vekja ánægju. Hún bendir á að þetta sé ekki bara lítill hnappur sem falinn er á milli fótleggja kvenna heldur stórt, innvortis líffæri sem fáir þekkja. „Það er skrýtin mótsögn að annars vegar er kvenlíkaminn notaður sem táknmynd fyrir kynlíf í auglýsingum, listum og erótísku efni. Hins vegar kemur hið eina og sanna kynfæri konunnar, snípurinn, ekkert til sögunnar. Konum finnst meira að segja vandræðalegt að biðja bólfélaga sinn um að sinna snípnum. Mér finnst alveg fáránlegt að þetta sé staðan árið 2013,“ segir Sophia. Á síðasta ári hóf Sophia vinnu að margmiðlunarverkefni sem hún kallar sníplæsi (e. cliteracy). Henni fannst sníplæsi vera viðeigandi orð því það segir svo mikið um málið. „Það sýnir fram á það ólæsi og þá vanfærni sem er gagnvart kvenlíkamanum,“ segir Sophia. Í myndbandinu útskýrir Sophia betur sníplæsi og verkefnin sem hún hefur unnið í tengslum við það.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira