Skeljungur þagði um ósöluhæfan áburð 5. janúar 2012 04:00 Skeljungur sagði í fréttatilkynningu 3. janúar að fyrirtækið leggi áherslu á að uppfylla öll skilyrði íslenskra reglugerða um áburðarframleiðslu og líti málið alvarlegum augum. Fyrirtækið seldi 11 þúsund tonn af áburði í sumar vitandi að hann var ósöluhæfur. Skeljungi, jafnt sem Matvælastofnun, var ljóst á vormánuðum að áburður sem kominn var til landsins var ósöluhæfur. Þrátt fyrir það var tekin ákvörðun um selja áburðinn. Eins og bbl.is greindi frá í desember og fréttastofa Rúv á þriðjudag, var kadmíummagn í áburði sem Skeljungur flytur inn ríflega tvöfalt það sem leyfilegt er. Reglugerðir kveða skýrt á um að innflytjendur þurfi að votta að kadmíuminnihald áburðar skuli vera samkvæmt reglum áður en sala hans hefst. Þarf innflytjandi að leggja fram þar til gerða yfirlýsingu til Matvælastofnunar. Skal hún fylgja vörunni til heildsala og kaupandi á rétt á að sjá hana. Þetta atriði kemur skýrt fram á eyðublaði sem má finna á heimasíðu Matvælastofnunar: Yfirlýsing. Kadmíuminnihald áburðar. Valgeir Bjarnason, sérfræðingur áburðar- og fóðureftirlits hjá Matvælastofnun, hefur staðfest að vitað var á vormánuðum að áburðurinn stóðst ekki kröfur en það var látið óátalið að hann yrði notaður. Því var 11 þúsund tonnum af þessum áburði dreift í sumar. Í viðtali við Fréttablaðið sagði hann að vissulega bæri Skeljungur ábyrgð á þeirri vöru sem seld er og fyrirtækið hafi allan tímann haft sömu upplýsingar og stofnunin. Skeljungur gerði grein fyrir því í yfirlýsingu á þriðjudag að bændum hefði verið greint frá því bréflega í desember hvers kyns var. Fyrirtækið hafði hins vegar vitneskju um hátt kadmíum-magn áburðarins áður en honum var dreift, þótt það hafi ekki komið fram í upphaflegri fréttatilkynningu eftir að málið komst í hámæli. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við forsvarsmenn Skeljungs til að afla upplýsinga frá fyrirtækinu um tæknileg atriði við innflutninginn og þá hvenær þeim varð ljóst að áburðurinn var ósöluhæfur. Skeljungur brást við með því að senda út fréttatilkynningu til allra fjölmiðla síðdegis í gær. Þar kemur fram að vissulega hafi verið ljóst allt frá upphafi að áburðurinn var ósöluhæfur. Eins að fyrirtækið beri „að sjálfsögðu ábyrgð á öllum þeim vörum sem fyrirtækið dreifir, bæði gagnvart viðskiptavinum sínum og yfirvöldum, í samræmi við íslensk lög“. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál. Þar er lagt til að skerpt verði á frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnvalda, og þá eftirlitsstofnana eins og Matvælastofnunar, til að veita almenningi upplýsingar um mengun. svavar@frettabladid.is Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Sjá meira
Skeljungi, jafnt sem Matvælastofnun, var ljóst á vormánuðum að áburður sem kominn var til landsins var ósöluhæfur. Þrátt fyrir það var tekin ákvörðun um selja áburðinn. Eins og bbl.is greindi frá í desember og fréttastofa Rúv á þriðjudag, var kadmíummagn í áburði sem Skeljungur flytur inn ríflega tvöfalt það sem leyfilegt er. Reglugerðir kveða skýrt á um að innflytjendur þurfi að votta að kadmíuminnihald áburðar skuli vera samkvæmt reglum áður en sala hans hefst. Þarf innflytjandi að leggja fram þar til gerða yfirlýsingu til Matvælastofnunar. Skal hún fylgja vörunni til heildsala og kaupandi á rétt á að sjá hana. Þetta atriði kemur skýrt fram á eyðublaði sem má finna á heimasíðu Matvælastofnunar: Yfirlýsing. Kadmíuminnihald áburðar. Valgeir Bjarnason, sérfræðingur áburðar- og fóðureftirlits hjá Matvælastofnun, hefur staðfest að vitað var á vormánuðum að áburðurinn stóðst ekki kröfur en það var látið óátalið að hann yrði notaður. Því var 11 þúsund tonnum af þessum áburði dreift í sumar. Í viðtali við Fréttablaðið sagði hann að vissulega bæri Skeljungur ábyrgð á þeirri vöru sem seld er og fyrirtækið hafi allan tímann haft sömu upplýsingar og stofnunin. Skeljungur gerði grein fyrir því í yfirlýsingu á þriðjudag að bændum hefði verið greint frá því bréflega í desember hvers kyns var. Fyrirtækið hafði hins vegar vitneskju um hátt kadmíum-magn áburðarins áður en honum var dreift, þótt það hafi ekki komið fram í upphaflegri fréttatilkynningu eftir að málið komst í hámæli. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við forsvarsmenn Skeljungs til að afla upplýsinga frá fyrirtækinu um tæknileg atriði við innflutninginn og þá hvenær þeim varð ljóst að áburðurinn var ósöluhæfur. Skeljungur brást við með því að senda út fréttatilkynningu til allra fjölmiðla síðdegis í gær. Þar kemur fram að vissulega hafi verið ljóst allt frá upphafi að áburðurinn var ósöluhæfur. Eins að fyrirtækið beri „að sjálfsögðu ábyrgð á öllum þeim vörum sem fyrirtækið dreifir, bæði gagnvart viðskiptavinum sínum og yfirvöldum, í samræmi við íslensk lög“. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál. Þar er lagt til að skerpt verði á frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnvalda, og þá eftirlitsstofnana eins og Matvælastofnunar, til að veita almenningi upplýsingar um mengun. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels