Innanríkisráðherra beitir sér gegn áformum Huang Nubos 27. júlí 2012 06:30 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að ríkisstjórnin afturkalli leyfi sem veitt hafa verið um ívilnanir vegna fyrirhugaðra áforma kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubos um leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann mun taka málið upp í ríkisstjórn á þriðjudag. Samkvæmt lögum er aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) óheimilt að festa kaup á landi eða leigja til lengri tíma en þriggja ára. Árið 2010 voru sett lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og Ögmundur segir að í þeim sé að finna lagaákvæði sem geri mögulegt að smjúga fram hjá þeirri almennu lagareglu. „Það er frá þessu ákvæði sem verið er að veita undanþágu, þannig að kínversk auðsamsteypa verður ígildi íslensks fyrirtækis.“ Ögmundur gerði fyrirvara við málið þegar það var afgreitt úr ríkisstjórn í júní. Hann segir mikilvægt að taka þessi mál til endurskoðunar, ekki síst í ljósi þeirrar þróunar sem virðist stefna í. „Við þurfum að endurskoða þessar ívilnanir og aðkomu Kínverja að kaupum eða leigu á landi og svo er augljóst að við þurfum að taka upp viðræður við sveitarfélögin á Norðausturlandi um framtíðarþróun.“ Ögmundur segir eitt mikilvægasta verkefnið nú um stundir að bregðast skynsamlega við beiðnum erlendra auðmanna og fyrirtækja sem vilja fjárfesta hér á landi. Við inngönguna í EES hafi ekki verið gengið eins langt og hægt var til að halda eignarhaldi á landi innan landsteinanna. Þetta þurfi að taka til endurskoðunar. Hann segir nauðsynlegt að sýna varfærni þegar kemur að fjöreggi Íslands; eignarhaldi á landi og auðlindum. Málið nú minni óþægilega mikið á það sem gerðist í aðdraganda hrunsins þegar nánast allt samfélagið gapti upp í fjármálamenn sem ætluðu að leggja heiminn að fótum sér. „Ég sé að umboðsmaður Nubos hér á landi segir að eðlilegt sé að stórþjóðir á borð við Kínverja hafi, sem stórveldi, áhuga á að hafa hönd í bagga með ákvarðanatöku, til dæmis varðandi stórskipahöfn og olíuhreinsunarstöð á Norðausturlandi. Þá spyr ég á móti, en hvað með íslenska ríkið? Er ekki nauðsynlegt að við sem þjóð og sem ríki gætum hagsmuna okkar inn í framtíðina?“- kóp /sjá síðu 12 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að ríkisstjórnin afturkalli leyfi sem veitt hafa verið um ívilnanir vegna fyrirhugaðra áforma kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubos um leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann mun taka málið upp í ríkisstjórn á þriðjudag. Samkvæmt lögum er aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) óheimilt að festa kaup á landi eða leigja til lengri tíma en þriggja ára. Árið 2010 voru sett lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og Ögmundur segir að í þeim sé að finna lagaákvæði sem geri mögulegt að smjúga fram hjá þeirri almennu lagareglu. „Það er frá þessu ákvæði sem verið er að veita undanþágu, þannig að kínversk auðsamsteypa verður ígildi íslensks fyrirtækis.“ Ögmundur gerði fyrirvara við málið þegar það var afgreitt úr ríkisstjórn í júní. Hann segir mikilvægt að taka þessi mál til endurskoðunar, ekki síst í ljósi þeirrar þróunar sem virðist stefna í. „Við þurfum að endurskoða þessar ívilnanir og aðkomu Kínverja að kaupum eða leigu á landi og svo er augljóst að við þurfum að taka upp viðræður við sveitarfélögin á Norðausturlandi um framtíðarþróun.“ Ögmundur segir eitt mikilvægasta verkefnið nú um stundir að bregðast skynsamlega við beiðnum erlendra auðmanna og fyrirtækja sem vilja fjárfesta hér á landi. Við inngönguna í EES hafi ekki verið gengið eins langt og hægt var til að halda eignarhaldi á landi innan landsteinanna. Þetta þurfi að taka til endurskoðunar. Hann segir nauðsynlegt að sýna varfærni þegar kemur að fjöreggi Íslands; eignarhaldi á landi og auðlindum. Málið nú minni óþægilega mikið á það sem gerðist í aðdraganda hrunsins þegar nánast allt samfélagið gapti upp í fjármálamenn sem ætluðu að leggja heiminn að fótum sér. „Ég sé að umboðsmaður Nubos hér á landi segir að eðlilegt sé að stórþjóðir á borð við Kínverja hafi, sem stórveldi, áhuga á að hafa hönd í bagga með ákvarðanatöku, til dæmis varðandi stórskipahöfn og olíuhreinsunarstöð á Norðausturlandi. Þá spyr ég á móti, en hvað með íslenska ríkið? Er ekki nauðsynlegt að við sem þjóð og sem ríki gætum hagsmuna okkar inn í framtíðina?“- kóp /sjá síðu 12
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent