Samskiptaleysi olli því að finnska stúlkan flúði vinnuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júní 2012 10:18 Konan réði sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Mynd/Getty Mál Maiju, finnsku stúlkunnar sem fór ósátt frá starfi á bóndabæ á Íslandi, skýrist fyrst og fremst af samskiptaleysi, segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi. Vísir sagði frá málinu í morgun. „Mér finnst óeðlilegt að það hafi ekki verið haft samband við okkur við vinnslu fréttarinnar vegna þess að þetta horfir ekki við okkur sem sá skandall sem það virðist vera í þessari frétt," segir Stefán. Eins og Vísir greindi frá réði konan sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Samkvæmt samningi átti hún að vinna á átta tíma vöktum og eiga tvo frídaga í viku. Í rauninni þurfti hún að vinna 12 tíma vaktir án þess að fá borgaða yfirvinnu og bóndinn tjáði henni hvað frídagana varðaði að hann myndi sjálfur ákveða hvenær hún fengi að taka þá. Stefán segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vinnuveitandinn ekki verið nógu skýr um það hvernig ástandið var á þessum tíma á sveitabænum, í byrjun sumars. Hann hafi ekki komið nógu hreint fram um það. „Það er skiljanlegt að það kraumi óánægja þegar svo verður. En við sjáum ekki annað en að það hafi verið tímabundið," segir Stefán. Stefán segir að starfsemin hafi bara verið nýhafin og þá finnist sér skiljanlegt að það séu aðeins lengri vaktir. „Með betri samskiptum hefði þetta ekki verið neitt mál," ítrekar Stefán. Stefán segir að það komi af og til fyrir að starfsmenn sem komi á vegum NordJobb kvarti undan álagi. „Þessi bransi gengur mikið út á að vinnuálagið miðast dálítið við fjölda ferðamanna og ef það kemur hópur þá þarf að ræsa starfsfólkið svolítið. Við hvetjum því fólk til þess að vera með traustar vakatatöflur," segir Stefán. Hann segir það því geta komið fyrir að starfsfólk sé misnotað og farið sé á svig við samninga, en hann man ekki eftir tilteknum dæmum. Hann tekur líka fram að það séu ekki allir sem geti unnið miklar tarnir. Hann segist skilja Maiju vel. „Ég skil fullkomlega að þessi stúlka hafi verið ósátt því að hún vill náttúrlega bara hafa sitt á hreinu," segir Stefán. Hann segist ekki vita til þess að hún sé komin í nýja vinnu. „Nordjobb sendi hana til að tala við vinnuveitanda í gær, en ég veit ekki alveg hvernig það lukkaðist. Við erum að treysta á að hún fái vinnu á næstu dögum," segir Stefán. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Mál Maiju, finnsku stúlkunnar sem fór ósátt frá starfi á bóndabæ á Íslandi, skýrist fyrst og fremst af samskiptaleysi, segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi. Vísir sagði frá málinu í morgun. „Mér finnst óeðlilegt að það hafi ekki verið haft samband við okkur við vinnslu fréttarinnar vegna þess að þetta horfir ekki við okkur sem sá skandall sem það virðist vera í þessari frétt," segir Stefán. Eins og Vísir greindi frá réði konan sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Samkvæmt samningi átti hún að vinna á átta tíma vöktum og eiga tvo frídaga í viku. Í rauninni þurfti hún að vinna 12 tíma vaktir án þess að fá borgaða yfirvinnu og bóndinn tjáði henni hvað frídagana varðaði að hann myndi sjálfur ákveða hvenær hún fengi að taka þá. Stefán segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vinnuveitandinn ekki verið nógu skýr um það hvernig ástandið var á þessum tíma á sveitabænum, í byrjun sumars. Hann hafi ekki komið nógu hreint fram um það. „Það er skiljanlegt að það kraumi óánægja þegar svo verður. En við sjáum ekki annað en að það hafi verið tímabundið," segir Stefán. Stefán segir að starfsemin hafi bara verið nýhafin og þá finnist sér skiljanlegt að það séu aðeins lengri vaktir. „Með betri samskiptum hefði þetta ekki verið neitt mál," ítrekar Stefán. Stefán segir að það komi af og til fyrir að starfsmenn sem komi á vegum NordJobb kvarti undan álagi. „Þessi bransi gengur mikið út á að vinnuálagið miðast dálítið við fjölda ferðamanna og ef það kemur hópur þá þarf að ræsa starfsfólkið svolítið. Við hvetjum því fólk til þess að vera með traustar vakatatöflur," segir Stefán. Hann segir það því geta komið fyrir að starfsfólk sé misnotað og farið sé á svig við samninga, en hann man ekki eftir tilteknum dæmum. Hann tekur líka fram að það séu ekki allir sem geti unnið miklar tarnir. Hann segist skilja Maiju vel. „Ég skil fullkomlega að þessi stúlka hafi verið ósátt því að hún vill náttúrlega bara hafa sitt á hreinu," segir Stefán. Hann segist ekki vita til þess að hún sé komin í nýja vinnu. „Nordjobb sendi hana til að tala við vinnuveitanda í gær, en ég veit ekki alveg hvernig það lukkaðist. Við erum að treysta á að hún fái vinnu á næstu dögum," segir Stefán.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira