Samskiptaleysi olli því að finnska stúlkan flúði vinnuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júní 2012 10:18 Konan réði sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Mynd/Getty Mál Maiju, finnsku stúlkunnar sem fór ósátt frá starfi á bóndabæ á Íslandi, skýrist fyrst og fremst af samskiptaleysi, segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi. Vísir sagði frá málinu í morgun. „Mér finnst óeðlilegt að það hafi ekki verið haft samband við okkur við vinnslu fréttarinnar vegna þess að þetta horfir ekki við okkur sem sá skandall sem það virðist vera í þessari frétt," segir Stefán. Eins og Vísir greindi frá réði konan sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Samkvæmt samningi átti hún að vinna á átta tíma vöktum og eiga tvo frídaga í viku. Í rauninni þurfti hún að vinna 12 tíma vaktir án þess að fá borgaða yfirvinnu og bóndinn tjáði henni hvað frídagana varðaði að hann myndi sjálfur ákveða hvenær hún fengi að taka þá. Stefán segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vinnuveitandinn ekki verið nógu skýr um það hvernig ástandið var á þessum tíma á sveitabænum, í byrjun sumars. Hann hafi ekki komið nógu hreint fram um það. „Það er skiljanlegt að það kraumi óánægja þegar svo verður. En við sjáum ekki annað en að það hafi verið tímabundið," segir Stefán. Stefán segir að starfsemin hafi bara verið nýhafin og þá finnist sér skiljanlegt að það séu aðeins lengri vaktir. „Með betri samskiptum hefði þetta ekki verið neitt mál," ítrekar Stefán. Stefán segir að það komi af og til fyrir að starfsmenn sem komi á vegum NordJobb kvarti undan álagi. „Þessi bransi gengur mikið út á að vinnuálagið miðast dálítið við fjölda ferðamanna og ef það kemur hópur þá þarf að ræsa starfsfólkið svolítið. Við hvetjum því fólk til þess að vera með traustar vakatatöflur," segir Stefán. Hann segir það því geta komið fyrir að starfsfólk sé misnotað og farið sé á svig við samninga, en hann man ekki eftir tilteknum dæmum. Hann tekur líka fram að það séu ekki allir sem geti unnið miklar tarnir. Hann segist skilja Maiju vel. „Ég skil fullkomlega að þessi stúlka hafi verið ósátt því að hún vill náttúrlega bara hafa sitt á hreinu," segir Stefán. Hann segist ekki vita til þess að hún sé komin í nýja vinnu. „Nordjobb sendi hana til að tala við vinnuveitanda í gær, en ég veit ekki alveg hvernig það lukkaðist. Við erum að treysta á að hún fái vinnu á næstu dögum," segir Stefán. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Mál Maiju, finnsku stúlkunnar sem fór ósátt frá starfi á bóndabæ á Íslandi, skýrist fyrst og fremst af samskiptaleysi, segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi. Vísir sagði frá málinu í morgun. „Mér finnst óeðlilegt að það hafi ekki verið haft samband við okkur við vinnslu fréttarinnar vegna þess að þetta horfir ekki við okkur sem sá skandall sem það virðist vera í þessari frétt," segir Stefán. Eins og Vísir greindi frá réði konan sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Samkvæmt samningi átti hún að vinna á átta tíma vöktum og eiga tvo frídaga í viku. Í rauninni þurfti hún að vinna 12 tíma vaktir án þess að fá borgaða yfirvinnu og bóndinn tjáði henni hvað frídagana varðaði að hann myndi sjálfur ákveða hvenær hún fengi að taka þá. Stefán segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vinnuveitandinn ekki verið nógu skýr um það hvernig ástandið var á þessum tíma á sveitabænum, í byrjun sumars. Hann hafi ekki komið nógu hreint fram um það. „Það er skiljanlegt að það kraumi óánægja þegar svo verður. En við sjáum ekki annað en að það hafi verið tímabundið," segir Stefán. Stefán segir að starfsemin hafi bara verið nýhafin og þá finnist sér skiljanlegt að það séu aðeins lengri vaktir. „Með betri samskiptum hefði þetta ekki verið neitt mál," ítrekar Stefán. Stefán segir að það komi af og til fyrir að starfsmenn sem komi á vegum NordJobb kvarti undan álagi. „Þessi bransi gengur mikið út á að vinnuálagið miðast dálítið við fjölda ferðamanna og ef það kemur hópur þá þarf að ræsa starfsfólkið svolítið. Við hvetjum því fólk til þess að vera með traustar vakatatöflur," segir Stefán. Hann segir það því geta komið fyrir að starfsfólk sé misnotað og farið sé á svig við samninga, en hann man ekki eftir tilteknum dæmum. Hann tekur líka fram að það séu ekki allir sem geti unnið miklar tarnir. Hann segist skilja Maiju vel. „Ég skil fullkomlega að þessi stúlka hafi verið ósátt því að hún vill náttúrlega bara hafa sitt á hreinu," segir Stefán. Hann segist ekki vita til þess að hún sé komin í nýja vinnu. „Nordjobb sendi hana til að tala við vinnuveitanda í gær, en ég veit ekki alveg hvernig það lukkaðist. Við erum að treysta á að hún fái vinnu á næstu dögum," segir Stefán.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira