Segja ríkisstarfsfólki mútað með punktum hjá Icelandair 2. júní 2012 06:15 Icelandair Talsmaður Iceland Express telur að hvatinn sé augljós fyrir ríkisstarfsmenn að panta sér far með Icelandair og fá vildarpunkta.Fréttablaðið/anton Iceland Express hefur kært útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Félagið fullyrðir að kjör helsta keppinautarins, Icelandair, séu langtum lakari en þau sem Iceland Express hafi boðið og að með þeim sé auk þess verið að bera fé á opinbera starfsmenn. Útboðið tók til flugs á Evrópska efnahagssvæðinu og var auglýst í mars í fyrra. Ríkiskaup tóku tilboðum frá Iceland Express og Icelandair, þrátt fyrir ólík kjör, og töldu þau bæði hagstæð. Iceland Express fékk ekki upplýsingar um tilboð Icelandair fyrr en eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljós kom að Icelandair hefði að jafnaði boðið um þrefalt hærra verð, misjafnt eftir flugleiðum, en Iceland Express. Mesti munurinn var 281 prósent, eða nærri fjórfalt verð, en sá minnsti 176 prósent. Í kærunni er furðu lýst á því að Ríkiskaup hafi metið það tilboð hagstætt, þegar mun hagstæðara tilboð Iceland Express lá fyrir. Þá gagnrýnir Iceland Express líka að Icelandair hafi verið leyft að bjóða marga ólíka bókunarklassa, þrátt fyrir að útboðslýsingin hafi kveðið á um að einungis mætti bjóða flug á almennu farrými. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir alvarlegustu athugasemdina hins vegar snúa að því að opinberir starfsmenn skuli fá vildarpunkta hjá Icelandair í eigin reikning ef þeir nota þjónustuna. „Það heitir auðvitað bara á fínu máli að bera fé á opinbera starfsmenn og sums staðar er það kallað mútur," segir Heimir. „Ríkið, ólíkt mörgum öðrum ríkisstjórnum, rekur ekki sína eigin ferðaskrifstofu sem opinberir starfsmenn bóka sig hjá og sér um að finna ódýrustu kjörin, heldur bóka þeir sig sjálfir," segir Heimir. „Það gefur augaleið að samkeppnisstaðan er mjög skökk ef opinber starfsmaður sér fram á það að geta eignast sjálfur – persónulega – fjölda punkta sem duga honum, og jafnvel fjölskyldunni ef hann ferðast mikið fyrir ríkið, til að fara frítt í sumarfrí og kaupa varning í flugvélum Icelandair." Enda hafi komið á daginn að ríkið skipti nánast ekkert við Iceland Express. Einungis forsetaembættið og í örfáum tilvikum utanríkisráðuneytið hafi gert það. „Það þýðir að skattborgarar eru að greiða tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir vildarpunkta opinberra starfsmanna," segir Heimir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði ekki séð kæruna og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Icelandair hefði þó fylgt útboðslýsingunni í einu og öllu.stigur@frettabladid.is Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Iceland Express hefur kært útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Félagið fullyrðir að kjör helsta keppinautarins, Icelandair, séu langtum lakari en þau sem Iceland Express hafi boðið og að með þeim sé auk þess verið að bera fé á opinbera starfsmenn. Útboðið tók til flugs á Evrópska efnahagssvæðinu og var auglýst í mars í fyrra. Ríkiskaup tóku tilboðum frá Iceland Express og Icelandair, þrátt fyrir ólík kjör, og töldu þau bæði hagstæð. Iceland Express fékk ekki upplýsingar um tilboð Icelandair fyrr en eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljós kom að Icelandair hefði að jafnaði boðið um þrefalt hærra verð, misjafnt eftir flugleiðum, en Iceland Express. Mesti munurinn var 281 prósent, eða nærri fjórfalt verð, en sá minnsti 176 prósent. Í kærunni er furðu lýst á því að Ríkiskaup hafi metið það tilboð hagstætt, þegar mun hagstæðara tilboð Iceland Express lá fyrir. Þá gagnrýnir Iceland Express líka að Icelandair hafi verið leyft að bjóða marga ólíka bókunarklassa, þrátt fyrir að útboðslýsingin hafi kveðið á um að einungis mætti bjóða flug á almennu farrými. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir alvarlegustu athugasemdina hins vegar snúa að því að opinberir starfsmenn skuli fá vildarpunkta hjá Icelandair í eigin reikning ef þeir nota þjónustuna. „Það heitir auðvitað bara á fínu máli að bera fé á opinbera starfsmenn og sums staðar er það kallað mútur," segir Heimir. „Ríkið, ólíkt mörgum öðrum ríkisstjórnum, rekur ekki sína eigin ferðaskrifstofu sem opinberir starfsmenn bóka sig hjá og sér um að finna ódýrustu kjörin, heldur bóka þeir sig sjálfir," segir Heimir. „Það gefur augaleið að samkeppnisstaðan er mjög skökk ef opinber starfsmaður sér fram á það að geta eignast sjálfur – persónulega – fjölda punkta sem duga honum, og jafnvel fjölskyldunni ef hann ferðast mikið fyrir ríkið, til að fara frítt í sumarfrí og kaupa varning í flugvélum Icelandair." Enda hafi komið á daginn að ríkið skipti nánast ekkert við Iceland Express. Einungis forsetaembættið og í örfáum tilvikum utanríkisráðuneytið hafi gert það. „Það þýðir að skattborgarar eru að greiða tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir vildarpunkta opinberra starfsmanna," segir Heimir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði ekki séð kæruna og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Icelandair hefði þó fylgt útboðslýsingunni í einu og öllu.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira