Segja ríkisstarfsfólki mútað með punktum hjá Icelandair 2. júní 2012 06:15 Icelandair Talsmaður Iceland Express telur að hvatinn sé augljós fyrir ríkisstarfsmenn að panta sér far með Icelandair og fá vildarpunkta.Fréttablaðið/anton Iceland Express hefur kært útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Félagið fullyrðir að kjör helsta keppinautarins, Icelandair, séu langtum lakari en þau sem Iceland Express hafi boðið og að með þeim sé auk þess verið að bera fé á opinbera starfsmenn. Útboðið tók til flugs á Evrópska efnahagssvæðinu og var auglýst í mars í fyrra. Ríkiskaup tóku tilboðum frá Iceland Express og Icelandair, þrátt fyrir ólík kjör, og töldu þau bæði hagstæð. Iceland Express fékk ekki upplýsingar um tilboð Icelandair fyrr en eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljós kom að Icelandair hefði að jafnaði boðið um þrefalt hærra verð, misjafnt eftir flugleiðum, en Iceland Express. Mesti munurinn var 281 prósent, eða nærri fjórfalt verð, en sá minnsti 176 prósent. Í kærunni er furðu lýst á því að Ríkiskaup hafi metið það tilboð hagstætt, þegar mun hagstæðara tilboð Iceland Express lá fyrir. Þá gagnrýnir Iceland Express líka að Icelandair hafi verið leyft að bjóða marga ólíka bókunarklassa, þrátt fyrir að útboðslýsingin hafi kveðið á um að einungis mætti bjóða flug á almennu farrými. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir alvarlegustu athugasemdina hins vegar snúa að því að opinberir starfsmenn skuli fá vildarpunkta hjá Icelandair í eigin reikning ef þeir nota þjónustuna. „Það heitir auðvitað bara á fínu máli að bera fé á opinbera starfsmenn og sums staðar er það kallað mútur," segir Heimir. „Ríkið, ólíkt mörgum öðrum ríkisstjórnum, rekur ekki sína eigin ferðaskrifstofu sem opinberir starfsmenn bóka sig hjá og sér um að finna ódýrustu kjörin, heldur bóka þeir sig sjálfir," segir Heimir. „Það gefur augaleið að samkeppnisstaðan er mjög skökk ef opinber starfsmaður sér fram á það að geta eignast sjálfur – persónulega – fjölda punkta sem duga honum, og jafnvel fjölskyldunni ef hann ferðast mikið fyrir ríkið, til að fara frítt í sumarfrí og kaupa varning í flugvélum Icelandair." Enda hafi komið á daginn að ríkið skipti nánast ekkert við Iceland Express. Einungis forsetaembættið og í örfáum tilvikum utanríkisráðuneytið hafi gert það. „Það þýðir að skattborgarar eru að greiða tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir vildarpunkta opinberra starfsmanna," segir Heimir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði ekki séð kæruna og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Icelandair hefði þó fylgt útboðslýsingunni í einu og öllu.stigur@frettabladid.is Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Iceland Express hefur kært útboð um rammasamning fyrir flug hins opinbera til Kærunefndar útboðsmála. Félagið fullyrðir að kjör helsta keppinautarins, Icelandair, séu langtum lakari en þau sem Iceland Express hafi boðið og að með þeim sé auk þess verið að bera fé á opinbera starfsmenn. Útboðið tók til flugs á Evrópska efnahagssvæðinu og var auglýst í mars í fyrra. Ríkiskaup tóku tilboðum frá Iceland Express og Icelandair, þrátt fyrir ólík kjör, og töldu þau bæði hagstæð. Iceland Express fékk ekki upplýsingar um tilboð Icelandair fyrr en eftir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljós kom að Icelandair hefði að jafnaði boðið um þrefalt hærra verð, misjafnt eftir flugleiðum, en Iceland Express. Mesti munurinn var 281 prósent, eða nærri fjórfalt verð, en sá minnsti 176 prósent. Í kærunni er furðu lýst á því að Ríkiskaup hafi metið það tilboð hagstætt, þegar mun hagstæðara tilboð Iceland Express lá fyrir. Þá gagnrýnir Iceland Express líka að Icelandair hafi verið leyft að bjóða marga ólíka bókunarklassa, þrátt fyrir að útboðslýsingin hafi kveðið á um að einungis mætti bjóða flug á almennu farrými. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir alvarlegustu athugasemdina hins vegar snúa að því að opinberir starfsmenn skuli fá vildarpunkta hjá Icelandair í eigin reikning ef þeir nota þjónustuna. „Það heitir auðvitað bara á fínu máli að bera fé á opinbera starfsmenn og sums staðar er það kallað mútur," segir Heimir. „Ríkið, ólíkt mörgum öðrum ríkisstjórnum, rekur ekki sína eigin ferðaskrifstofu sem opinberir starfsmenn bóka sig hjá og sér um að finna ódýrustu kjörin, heldur bóka þeir sig sjálfir," segir Heimir. „Það gefur augaleið að samkeppnisstaðan er mjög skökk ef opinber starfsmaður sér fram á það að geta eignast sjálfur – persónulega – fjölda punkta sem duga honum, og jafnvel fjölskyldunni ef hann ferðast mikið fyrir ríkið, til að fara frítt í sumarfrí og kaupa varning í flugvélum Icelandair." Enda hafi komið á daginn að ríkið skipti nánast ekkert við Iceland Express. Einungis forsetaembættið og í örfáum tilvikum utanríkisráðuneytið hafi gert það. „Það þýðir að skattborgarar eru að greiða tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir vildarpunkta opinberra starfsmanna," segir Heimir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafði ekki séð kæruna og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Icelandair hefði þó fylgt útboðslýsingunni í einu og öllu.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira