Innlent

Vilja fleiri daga í Elliðaánum

Hátt í 40 prósent umsækjenda um veiðileyfi hjá SVFR völdu Elliðaárnar sem fyrsta kost.
Hátt í 40 prósent umsækjenda um veiðileyfi hjá SVFR völdu Elliðaárnar sem fyrsta kost.
Vegna gríðarlegrar ásóknar félagsmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í veiðileyfi í Elliðaánum fyrir næsta sumar vill félagið fá að lengja veiðitímabilið frá því sem verið hefur á næstliðnum árum.

Að sögn Ólafs E. Jóhannssonar, formanns árnefndar, er hugmyndin að flýta opnun ánna frá 20. til 15. júní og lengja tímabilið næsta haust frá 31. ágúst til 15. september. Þessa haustdaga yrði aðeins veitt á flugu ofan Árbæjarstíflu og öllum laxi sleppt. Ólafur segir málið nú í höndum Orkuveitu Reykjavíkur sem væntanlega vísi því til Veiðimálastofnunar. Vel hefur veiðst í Elliðaánum undanfarin ár. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×