Gögn frá Langjökli sýna upphaf ísaldar 1. febrúar 2012 05:00 Rannsóknarmenn bora í Hvítárvatn í Langjökli. Mynd/Áslaug Geirdóttir Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. „Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tímasett litlu ísöldina nokkuð nákvæmlega, og það er ekki síst því að þakka að við getum notað árlögin á botni Hvítárvatns,“ segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvenær litla ísöldin hófst, og hafa margir talið að hún hafi byrjað um árið 1450. Einnig hefur verið deilt um hvers vegna hún hófst. Sumir tengja eldgosin við kólnunina, en aðrir tengja hana sólblettum. Rannsóknir íslensku og bandarísku vísindamannanna sýna að stór eldgos sem komu í kippum á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun í náttúrunni, segir Áslaug. Veðurfar á norðurhveli kólnaði verulega, meðalhitinn lækkaði um eina til tvær gráður. Þetta var kaldasta skeiðið síðustu átta þúsund ár, segir Áslaug. Eldgosin þeyttu upp miklu magni af brennisteinsögnum sem komu í veg fyrir að sólargeislar næðu til yfirborðs jarðar. Það eitt og sér dugir venjulega ekki til, segir Áslaug. Þó veður hafi kólnað í kjölfar eldgosa hafi kólnunin ekki varað lengur en í tvö til þrjú ár. Áhrifin af nokkrum stórum eldgosum urðu þau að hafís breiddist út á norðurhveli, sem hélt kuldanum lengur en eldgosin ein hefðu gert, segir Áslaug. „Þetta var orðin sjálfsviðhaldandi kólnun.“ Rannsókn á setlögum á botni Hvítárvatns við Langjökul sýndi að á tímabilinu 1275 til 1300, og aftur um árið 1450, voru setlögin óvenju þykk. Það sýnir að Langjökull var óvenju stór á þessum árum. Áslaug segir að það hafi ekki verið fyrr en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar á Baffinslandi og borkjörnum frá Grænlandsjökli að í ljós hafi komið að kólnunin var ekki staðbundin heldur náði yfir allt norðurhvel jarðar. Eldgosin fjögur sem komu af stað litlu ísöldinni urðu í hitabeltinu, en lítið er vitað um gosin, segir Áslaug. Eldgos urðu á Íslandi á þeim tíma sem kólnunin hófst, og því má segja að íslensk eldfjöll hafi hjálpað til við að kæla norðurhvel jarðar, þó ekki beri þau höfuðábyrgð. brjann@frettabladid.is Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. „Þetta er í fyrsta skipti sem við getum tímasett litlu ísöldina nokkuð nákvæmlega, og það er ekki síst því að þakka að við getum notað árlögin á botni Hvítárvatns,“ segir Áslaug Geirsdóttir, prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvenær litla ísöldin hófst, og hafa margir talið að hún hafi byrjað um árið 1450. Einnig hefur verið deilt um hvers vegna hún hófst. Sumir tengja eldgosin við kólnunina, en aðrir tengja hana sólblettum. Rannsóknir íslensku og bandarísku vísindamannanna sýna að stór eldgos sem komu í kippum á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun í náttúrunni, segir Áslaug. Veðurfar á norðurhveli kólnaði verulega, meðalhitinn lækkaði um eina til tvær gráður. Þetta var kaldasta skeiðið síðustu átta þúsund ár, segir Áslaug. Eldgosin þeyttu upp miklu magni af brennisteinsögnum sem komu í veg fyrir að sólargeislar næðu til yfirborðs jarðar. Það eitt og sér dugir venjulega ekki til, segir Áslaug. Þó veður hafi kólnað í kjölfar eldgosa hafi kólnunin ekki varað lengur en í tvö til þrjú ár. Áhrifin af nokkrum stórum eldgosum urðu þau að hafís breiddist út á norðurhveli, sem hélt kuldanum lengur en eldgosin ein hefðu gert, segir Áslaug. „Þetta var orðin sjálfsviðhaldandi kólnun.“ Rannsókn á setlögum á botni Hvítárvatns við Langjökul sýndi að á tímabilinu 1275 til 1300, og aftur um árið 1450, voru setlögin óvenju þykk. Það sýnir að Langjökull var óvenju stór á þessum árum. Áslaug segir að það hafi ekki verið fyrr en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar á Baffinslandi og borkjörnum frá Grænlandsjökli að í ljós hafi komið að kólnunin var ekki staðbundin heldur náði yfir allt norðurhvel jarðar. Eldgosin fjögur sem komu af stað litlu ísöldinni urðu í hitabeltinu, en lítið er vitað um gosin, segir Áslaug. Eldgos urðu á Íslandi á þeim tíma sem kólnunin hófst, og því má segja að íslensk eldfjöll hafi hjálpað til við að kæla norðurhvel jarðar, þó ekki beri þau höfuðábyrgð. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira