Innlent

Landsdómsmálið kostaði ríkið tæpar 118 milljónir

Kostnaður ríkisins vegna landsdómsmálsins gegn Geir Haarde í ár og í fyrra nam samtals tæpum 118 milljónum króna.

Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Ragnheiði E. Árnadóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Alþingi.

Upphæðin skiptist þannig að kostnaður við dómstólinn sjálfan, þ.e. laun dómara, starfsmanna og kostnaður vegna húsnæðis nam rúmlega 92 milljónum króna en laun verjenda Geirs Haarde sem landsdómur dæmdi ríkið til að greiða námu rúmlega 25 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×