Þvinga á fram gögn um brjóstastækkanir 27. janúar 2012 03:15 Guðbjartur Hannesson Velferðarráðherra mun beita sér fyrir lagabreytingum til að krefja lýtalækna um að afhenda landlæknisembættinu upplýsingar, leysist málin ekki á næstunni. Hópur lýtalækna neitar landlækni enn um upplýsingar varðandi brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á sjúklingum sínum frá árinu 2000. Þeir hafa leitað með málið til Persónuverndar. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir afstöðu sína í málinu afar skýra. „Ef við ætlum að hafa eftirlit með því hvað fagfólk með lögvarin starfsréttindi er að gera við líkama fólks, án þess að vera hluti af hinu opinbera heilbrigðiskerfi og skilmálunum þar, þá virkar þetta kerfi aldrei,“ segir hann. „Það getur ekki verið svo að við megum vita minna um mannslíkamann heldur en bílana okkar ef fréttist af gallaðri vöru. Við munum því skoða þetta mjög alvarlega og ef þar vantar lagastoð til að fylgja því eftir, þá þarf að skoða hvernig við getum breytt þeim lögum.“ Guðbjartur segir það algerlega óhugsandi að heilbrigðisyfirvöld geti ekki gripið til tafarlausra aðgerða með fullum stuðningi lækna til að vernda íbúa landsins þegar mál eins og það í kringum PIP-púðana koma upp. „Því þetta eru ekki bara fyrirtæki, þetta eru menn sem starfa undir læknaeiði og eru með réttindi umfram alla aðra til að sinna ákveðnum verkum,“ segir hann. „Það er eins gott að þeir standi undir því og ég treysti á að þeir muni gera það.“ Tveir lýtalæknar af þeim tólf sem landlæknir krafði um upplýsingar fyrir lok síðustu viku, hafa skilað inn gögnum. Að sögn Geirs Gunnlaugssonar landlæknis eru þau gögn þó „ekki fullkomin“. Hann er ekki sammála túlkun læknanna, sem telja að trúnaður milli læknis og sjúklings vegi þyngra en réttur landlæknisembættisins til upplýsinga til að sinna eftirlitsskyldu sinni. „Við erum að vinna í því að grípa til aðgerða til að fá þessar upplýsingar og munum skilgreina ferlið mjög vel,“ segir hann. „Allar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu á landinu eiga að vera aðgengilegar á hverjum tíma til að vita hvað fer fram í heilbrigðiskerfinu og það er fjöldi lækna sem styður okkur í þeirri afstöðu. Við munum fá niðurstöðu í þessu máli.“ Ekki náðist í Ottó Guðjónsson, formann Félags lýtalækna. sunna@frettabladid.is Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Velferðarráðherra mun beita sér fyrir lagabreytingum til að krefja lýtalækna um að afhenda landlæknisembættinu upplýsingar, leysist málin ekki á næstunni. Hópur lýtalækna neitar landlækni enn um upplýsingar varðandi brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á sjúklingum sínum frá árinu 2000. Þeir hafa leitað með málið til Persónuverndar. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir afstöðu sína í málinu afar skýra. „Ef við ætlum að hafa eftirlit með því hvað fagfólk með lögvarin starfsréttindi er að gera við líkama fólks, án þess að vera hluti af hinu opinbera heilbrigðiskerfi og skilmálunum þar, þá virkar þetta kerfi aldrei,“ segir hann. „Það getur ekki verið svo að við megum vita minna um mannslíkamann heldur en bílana okkar ef fréttist af gallaðri vöru. Við munum því skoða þetta mjög alvarlega og ef þar vantar lagastoð til að fylgja því eftir, þá þarf að skoða hvernig við getum breytt þeim lögum.“ Guðbjartur segir það algerlega óhugsandi að heilbrigðisyfirvöld geti ekki gripið til tafarlausra aðgerða með fullum stuðningi lækna til að vernda íbúa landsins þegar mál eins og það í kringum PIP-púðana koma upp. „Því þetta eru ekki bara fyrirtæki, þetta eru menn sem starfa undir læknaeiði og eru með réttindi umfram alla aðra til að sinna ákveðnum verkum,“ segir hann. „Það er eins gott að þeir standi undir því og ég treysti á að þeir muni gera það.“ Tveir lýtalæknar af þeim tólf sem landlæknir krafði um upplýsingar fyrir lok síðustu viku, hafa skilað inn gögnum. Að sögn Geirs Gunnlaugssonar landlæknis eru þau gögn þó „ekki fullkomin“. Hann er ekki sammála túlkun læknanna, sem telja að trúnaður milli læknis og sjúklings vegi þyngra en réttur landlæknisembættisins til upplýsinga til að sinna eftirlitsskyldu sinni. „Við erum að vinna í því að grípa til aðgerða til að fá þessar upplýsingar og munum skilgreina ferlið mjög vel,“ segir hann. „Allar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu á landinu eiga að vera aðgengilegar á hverjum tíma til að vita hvað fer fram í heilbrigðiskerfinu og það er fjöldi lækna sem styður okkur í þeirri afstöðu. Við munum fá niðurstöðu í þessu máli.“ Ekki náðist í Ottó Guðjónsson, formann Félags lýtalækna. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira