Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2012 20:15 Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Þátt frá heimsókn Stöðvar 2 á svæðið, sem sýndur var í Íslandi í dag, má sjá hér. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. Ístak fékk verkið í alútboði og fól íslenskum verkfræðistofum hönnun, Eflu og Verkís. Meginþorri 170 starfsmanna Ístaks á Grænlandi er þó ekki í bænum heldur í óbyggðum sextíu kílómetra í burtu - þar sem verið er að reisa virkjuna, - og þangað liggur enginn vegur. Okkur er því boðið að ganga um borð í farþegabátinn Blika, en satt að segja líst okkur hæfilega á blikuna. Höfnin er nefnilega full af ísjökum, og þegar við siglum út á Diskóflóa taka bara við ennþá stærri jakar, - og sagan segir okkur að jakarnir héðan geta sökkt heimsins stærstu farþegaskipum. En það er bót í máli að stálbáturinn Smyrill ryður leiðina á undan og okkur er sagt að skrokkurinn eigi að þola höggin þegar við rekumst utan í jakana. Ekki spillir að Ístaksmenn hafa þaulvana grænlenska skipstjóra í sínum röðum til að stýra um þessar klakaslóðir. Sá sem stjórnar framkvæmdum Ístaks á Grænlandi er Gísli H. Guðmundsson og hann fræðir okkur um erfiðleikana við að koma starfsmönnum á vinnustaðinn. Siglingaleiðin liggur fyrst norður með strönd Diskóflóa en síðan er beygt inn á djúpan fjörð, Pakitsoq-fjörðinn, um þrönga straumröst, og þessa leið hafa Ístaksmenn þurfa að flytja, - ekki bara allan mannskapinn, - heldur hvert einasta tæki og tól, túrbínur og trukka, já og heilu vinnubúðirnar, á prömmum, bátum og skipum. Þarna eru Ístaksmenn búnir að vinna í tvö og hálft ár. Þarna iðar allt af lífi og í fréttum Stöðvar 2 sáum við þegar sprengt var síðasta haftið í frárennsligöngum virkjunarinnar sem að mestu verður neðanjarðar. Háspennulína er komin frá virkjuninni yfir fjöllin fimmtíu kílómetra leið til bæjarins og þar fagna ráðamenn því að fá rafmagnið en fyrsta túrbínan verður gangsett fyrir jól. Aflvélarnar verða þrjár, samtals upp á 22,5 megavött. Nick Nielsen, yfirmaður framkvæmda og umhverfismála í Ilulissat, segir að virkjunin hafi mikla þýðingu. „Ég get ekki fundið neitt neikvætt við þetta. Vatnsaflsstöðin hefur einungis jákvæð áhrif," segir Nick Nielsen. „Þá verðum við ekki eins háð olíu og þessi endurnýjanlega orka er jú græn orka. Hún er vissulega frábær fyrir umhverfið og okkur sem búum hérna. Við munum ekki nýta alla framleiðslugetuna en bærinn stækkar vissulega. Þannig tryggjum við orku fyrir framtíðina." Áfram verður fjallað um líf og störf Íslendinganna á Grænlandi í Íslandi í dag á Stöð 2 annaðkvöld. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Þátt frá heimsókn Stöðvar 2 á svæðið, sem sýndur var í Íslandi í dag, má sjá hér. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. Ístak fékk verkið í alútboði og fól íslenskum verkfræðistofum hönnun, Eflu og Verkís. Meginþorri 170 starfsmanna Ístaks á Grænlandi er þó ekki í bænum heldur í óbyggðum sextíu kílómetra í burtu - þar sem verið er að reisa virkjuna, - og þangað liggur enginn vegur. Okkur er því boðið að ganga um borð í farþegabátinn Blika, en satt að segja líst okkur hæfilega á blikuna. Höfnin er nefnilega full af ísjökum, og þegar við siglum út á Diskóflóa taka bara við ennþá stærri jakar, - og sagan segir okkur að jakarnir héðan geta sökkt heimsins stærstu farþegaskipum. En það er bót í máli að stálbáturinn Smyrill ryður leiðina á undan og okkur er sagt að skrokkurinn eigi að þola höggin þegar við rekumst utan í jakana. Ekki spillir að Ístaksmenn hafa þaulvana grænlenska skipstjóra í sínum röðum til að stýra um þessar klakaslóðir. Sá sem stjórnar framkvæmdum Ístaks á Grænlandi er Gísli H. Guðmundsson og hann fræðir okkur um erfiðleikana við að koma starfsmönnum á vinnustaðinn. Siglingaleiðin liggur fyrst norður með strönd Diskóflóa en síðan er beygt inn á djúpan fjörð, Pakitsoq-fjörðinn, um þrönga straumröst, og þessa leið hafa Ístaksmenn þurfa að flytja, - ekki bara allan mannskapinn, - heldur hvert einasta tæki og tól, túrbínur og trukka, já og heilu vinnubúðirnar, á prömmum, bátum og skipum. Þarna eru Ístaksmenn búnir að vinna í tvö og hálft ár. Þarna iðar allt af lífi og í fréttum Stöðvar 2 sáum við þegar sprengt var síðasta haftið í frárennsligöngum virkjunarinnar sem að mestu verður neðanjarðar. Háspennulína er komin frá virkjuninni yfir fjöllin fimmtíu kílómetra leið til bæjarins og þar fagna ráðamenn því að fá rafmagnið en fyrsta túrbínan verður gangsett fyrir jól. Aflvélarnar verða þrjár, samtals upp á 22,5 megavött. Nick Nielsen, yfirmaður framkvæmda og umhverfismála í Ilulissat, segir að virkjunin hafi mikla þýðingu. „Ég get ekki fundið neitt neikvætt við þetta. Vatnsaflsstöðin hefur einungis jákvæð áhrif," segir Nick Nielsen. „Þá verðum við ekki eins háð olíu og þessi endurnýjanlega orka er jú græn orka. Hún er vissulega frábær fyrir umhverfið og okkur sem búum hérna. Við munum ekki nýta alla framleiðslugetuna en bærinn stækkar vissulega. Þannig tryggjum við orku fyrir framtíðina." Áfram verður fjallað um líf og störf Íslendinganna á Grænlandi í Íslandi í dag á Stöð 2 annaðkvöld.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira