Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2012 08:45 „Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. Atvinnumálin og framtíð byggðarinnar bar á góma en þrátt fyrir mikla uppbyggingu í fiskvinnslu á Vopnafirði og næga atvinnu á héraðið í varnarbaráttu að halda í unga fólkið. Vandinn, segir Þórunn, er að störfin eru einhæf. Það vantar meiri fjölbreytni. Hún spyr hvort ekki megi flytja meira af störfum hins opinbera út á land. Stóra tækifæri Norðausturlands segir hún þó í Gunnólfsvík í Finnafirði við Bakkaflóa þar sem sveitarfélögin hafa skipulagt stórskipahöfn og iðnaðarsvæði, fyrir norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslustöðvar. „Allar rannsóknir sem sveitarfélögin hafa verið að vinna að með iðnaðarráðuneyti benda til að Finnafjörður sé besti staðurinn fyrir höfn af þessu tagi," segir Þórunn. Hún varar við fordómum gagnvart olíuvinnslu og olíuhreinsistöðvum. „Það eru ekkert ógeðslegar byggingar, ef þú ferð að skoða það. Þetta getur verið snyrtilegt umhverfi, það þarf náttúrlega að standa vel að því öllu," segir oddvitinn. „Við höfum nóg land. Við höfum nóg svæði hérna fyrir þetta. Og hversvegna ekki reyna að byggja eitthvað hér upp á þessu horni til mótvægis við annað sem er á landinu. Og þetta er bara fyrir þjóðina alla mjög hagkvæmt og mikilvægt." -Finnst ykkur vera dálítil forræðishyggja fyrir sunnan gagnvart ykkur? „Já, mér finnst það. Og fólk er jafnvel að mynda sér skoðun á einhverjum grunni sem það áttar sig ekkert á. Það er með einhverja rómantíska sýn á að við getum bara verið hér heima í sveitinni og vappað úti og allir eigi að fara að tína fjallagrös og lifa á því. Við gerum það ekkert," segir Þórunn. „Það þarf að koma einhver alvöru atvinna og alvöru uppbygging. Við þurfum að fá störf líka fyrir menntaða fólkið út á land svo að fólkið okkar, sem fer og leitar sér menntunar, sjái sér leið til baka." Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
„Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. Atvinnumálin og framtíð byggðarinnar bar á góma en þrátt fyrir mikla uppbyggingu í fiskvinnslu á Vopnafirði og næga atvinnu á héraðið í varnarbaráttu að halda í unga fólkið. Vandinn, segir Þórunn, er að störfin eru einhæf. Það vantar meiri fjölbreytni. Hún spyr hvort ekki megi flytja meira af störfum hins opinbera út á land. Stóra tækifæri Norðausturlands segir hún þó í Gunnólfsvík í Finnafirði við Bakkaflóa þar sem sveitarfélögin hafa skipulagt stórskipahöfn og iðnaðarsvæði, fyrir norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslustöðvar. „Allar rannsóknir sem sveitarfélögin hafa verið að vinna að með iðnaðarráðuneyti benda til að Finnafjörður sé besti staðurinn fyrir höfn af þessu tagi," segir Þórunn. Hún varar við fordómum gagnvart olíuvinnslu og olíuhreinsistöðvum. „Það eru ekkert ógeðslegar byggingar, ef þú ferð að skoða það. Þetta getur verið snyrtilegt umhverfi, það þarf náttúrlega að standa vel að því öllu," segir oddvitinn. „Við höfum nóg land. Við höfum nóg svæði hérna fyrir þetta. Og hversvegna ekki reyna að byggja eitthvað hér upp á þessu horni til mótvægis við annað sem er á landinu. Og þetta er bara fyrir þjóðina alla mjög hagkvæmt og mikilvægt." -Finnst ykkur vera dálítil forræðishyggja fyrir sunnan gagnvart ykkur? „Já, mér finnst það. Og fólk er jafnvel að mynda sér skoðun á einhverjum grunni sem það áttar sig ekkert á. Það er með einhverja rómantíska sýn á að við getum bara verið hér heima í sveitinni og vappað úti og allir eigi að fara að tína fjallagrös og lifa á því. Við gerum það ekkert," segir Þórunn. „Það þarf að koma einhver alvöru atvinna og alvöru uppbygging. Við þurfum að fá störf líka fyrir menntaða fólkið út á land svo að fólkið okkar, sem fer og leitar sér menntunar, sjái sér leið til baka."
Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30