Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í þríbýlishúsi í austurborginni í gærkvöldi. Þar voru um það bil 30 kannabisplöntur á byrjunarstigi ræktunar og var eigandinn á staðnum þegar lögreglu bar að. Skýrsla var tekin af honum og telst málið upplýst, en lögreglan lagði hald á plönturnar og búnað til rækturnar.
Kannabis í austurborginni
