Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur Boði Logason skrifar 23. apríl 2012 14:46 Geir ræddi við blaðamenn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. mynd/frikki þór „Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var þungur á brún og heitt í hamsi þegar hann ræddi við fréttamenn. „Það er sýknað þegar kemur að öllum efnisatriðum í málinu. Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu, og svo vægilegt er það, að ekki er refsað fyrir það. Þetta smáatriði er formsatriði og formbrot. Sá dómur er fáránlegur, og reyndar er hann meira en það - hann er sprenghlægilegur. Það er verulega merkilegt að níu dómarar í Landsdómi dæmi fyrir slíkt formbrot. Ef ég hef verið sekur um að brjóta stjórnarskránna, hvað þetta varðar, þá hafa allir forsætisráðherrar landsins frá því að Íslendingar fengu fullveldi, gerst sekir um það sama. Ég er sekur fyrir hönd þeirra alla," sagði Geir. Þá sagði hann að það væri stórfurðulegt að pólitíkin í landinu hefði laumað sér inn í þennan virðulega dómstól. „Ég lýsti því yfir þegar þetta mál var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms og reis ekki gegn því trausti. Pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn, frekar en hrein lögfræðileg atriði." Geir sendi frá sér yfirlýsingu sem má lesa í viðhengi með þessari frétt. Landsdómur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
„Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var þungur á brún og heitt í hamsi þegar hann ræddi við fréttamenn. „Það er sýknað þegar kemur að öllum efnisatriðum í málinu. Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu, og svo vægilegt er það, að ekki er refsað fyrir það. Þetta smáatriði er formsatriði og formbrot. Sá dómur er fáránlegur, og reyndar er hann meira en það - hann er sprenghlægilegur. Það er verulega merkilegt að níu dómarar í Landsdómi dæmi fyrir slíkt formbrot. Ef ég hef verið sekur um að brjóta stjórnarskránna, hvað þetta varðar, þá hafa allir forsætisráðherrar landsins frá því að Íslendingar fengu fullveldi, gerst sekir um það sama. Ég er sekur fyrir hönd þeirra alla," sagði Geir. Þá sagði hann að það væri stórfurðulegt að pólitíkin í landinu hefði laumað sér inn í þennan virðulega dómstól. „Ég lýsti því yfir þegar þetta mál var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms og reis ekki gegn því trausti. Pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn, frekar en hrein lögfræðileg atriði." Geir sendi frá sér yfirlýsingu sem má lesa í viðhengi með þessari frétt.
Landsdómur Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira