Hárið - bók eftir Theodóru Mjöll hárgreiðslukonu hefur nú verið prentuð í annað sinn en fyrsta upplag bókarinnar hefur þegar selst upp að sögn Álfrúnar G. Guðrúnardóttur hjá bókaútgáfunni Sölku. Bókin hefur notið gríðarlegra vinsælda og selst í þúsundum eintaka. Saga Sig tók allar myndirnar í bókinni.