Innlent

Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar

Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu.

Herdís Þorgeirsdóttir hélt innblásna ræðu um peningapólitík og sagði svo að Þóra talaði um látleysi á sama tíma og Þóru-dagurinn væri haldinn hátíðlegur um allt land. Hún spurði svo hvað það kostaði. Þóra skaut þá inní að það kostaði ekki krónu fyrir framboðið.

„Hvað þá með auglýsingarnar?" spurði Herdís. Þóra svaraði þá að bragði að kostnaðurinn væri um 1746 þúsund krónur.

Taka skal fram að um er að ræða heildarauglýsingakostnað Þóru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×