Fjórir ákærðir fyrir umboðssvik 14. desember 2012 00:01 Ákærður Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, sem var stærsti eigandi Glitnis við fall bankans, er sá eini hinna ákærðu í málinu sem starfaði ekki hjá Glitni. fréttablaðið/hörður Sérstakur saksóknari gaf á miðvikudag út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni í svokölluðu Aurum Holding-máli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúast ákærurnar um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus og Magnús eru ákærðir sem aðalmenn en Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn. Réttarstöðu Pálma Haraldssonar hefur verið breytt í réttarstöðu vitnis. Hann hafði um tíma réttarstöðu sakbornings. Við þeim brotum sem ákært er fyrir getur legið allt að sex ára fangelsisdómur. Þetta er í annað sinn sem Lárus Welding er ákærður fyrir meint umboðssvik. Í byrjun þessarar viku lauk málarekstri í hinu svokallaða Vafningsmáli þar sem farið er fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir honum vegna umboðssvika. Niðurstöðu í því máli er að vænta 28. desember næstkomandi.Tveir milljarðar til Pálma og Jóns Rannsókn málsins hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Þann 16. nóvember 2010 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara húsleitir á fjölmörgum stöðum, handtók menn og boðaði aðra til yfirheyrslu vegna fimm sundurgreindra mála sem tengjast Glitni sem það var með til rannsóknar. Á meðal þeirra mála var sex milljarða króna lánveiting Glitnis til FS38 ehf., félags í eigu Pálma Haraldssonar, í júlí 2008. Lánið var notað til að kaupa eignarhlut Fons, sem var einnig í eigu Pálma, í Aurum Holding, sem á bresku verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Eftir að lánið var greitt út notaði FS38 fjóra milljarða króna af því til að gera upp vanskil Pálma Haraldssonar en tveir milljarðar króna voru færðir inn á hlaupareikning Fons. Þaðan var einn milljarður króna færður inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Samkvæmt tölvupósti sem Pálmi sendi starfsmönnum Glitnis við undirbúning lánveitingarinnar átti afgangur hennar að vera frír „til ráðstöfunar fyrir Fons“. Það var um einn milljarður króna. Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni og þjónustaði meðal annars félög í eigu Jóns Ásgeirs, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis og sat í áhættunefnd hans, komu báðir að veitingu lánsins til FS38. Selt aftur til Glitnis fyrir krónu Samhliða lánasamningnum gerðu Glitnir og Fons með sér samning um sölurétt Fons á FS38 til Glitnis á eina krónu. Þann 30. desember 2008 tilkynnti Fons um að félagið hygðist nýta sér þennan sölurétt. Þannig komst FS38 í eigu Glitnis sem sat uppi með sex milljarða króna lánið og hlutabréfin í Aurum sem keypt höfðu verið. Þegar lánið var á gjalddaga í júlí 2009 var ekki hægt að greiða það. Slitastjórn Glitnis hefur metið virði Aurum-bréfanna á þeim tíma sem ekkert. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þeirra milljarða sem greiddir voru til Pálma hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í mars 2011 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara umfangsmikla húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, og lagði meðal annars hald á gögn sem tengdust þeirri millifærslu. Tæpt ár tók að fá þau gögn afhent frá lúxemborgskum yfirvöldum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skiptu þessi gögn miklu máli fyrir rannsókn Aurum-málsins. Rannsóknarfasa málsins lauk fyrir þó nokkru síðan en dregist hefur að taka ákvörðun um hvort ákæra ætti og hverja. Aurum Holding málið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Sérstakur saksóknari gaf á miðvikudag út ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni í svokölluðu Aurum Holding-máli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúast ákærurnar um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Lárus og Magnús eru ákærðir sem aðalmenn en Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn. Réttarstöðu Pálma Haraldssonar hefur verið breytt í réttarstöðu vitnis. Hann hafði um tíma réttarstöðu sakbornings. Við þeim brotum sem ákært er fyrir getur legið allt að sex ára fangelsisdómur. Þetta er í annað sinn sem Lárus Welding er ákærður fyrir meint umboðssvik. Í byrjun þessarar viku lauk málarekstri í hinu svokallaða Vafningsmáli þar sem farið er fram á fimm og hálfs árs fangelsi yfir honum vegna umboðssvika. Niðurstöðu í því máli er að vænta 28. desember næstkomandi.Tveir milljarðar til Pálma og Jóns Rannsókn málsins hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Þann 16. nóvember 2010 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara húsleitir á fjölmörgum stöðum, handtók menn og boðaði aðra til yfirheyrslu vegna fimm sundurgreindra mála sem tengjast Glitni sem það var með til rannsóknar. Á meðal þeirra mála var sex milljarða króna lánveiting Glitnis til FS38 ehf., félags í eigu Pálma Haraldssonar, í júlí 2008. Lánið var notað til að kaupa eignarhlut Fons, sem var einnig í eigu Pálma, í Aurum Holding, sem á bresku verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Eftir að lánið var greitt út notaði FS38 fjóra milljarða króna af því til að gera upp vanskil Pálma Haraldssonar en tveir milljarðar króna voru færðir inn á hlaupareikning Fons. Þaðan var einn milljarður króna færður inn á persónulegan hlaupareikning Jóns Ásgeirs. Samkvæmt tölvupósti sem Pálmi sendi starfsmönnum Glitnis við undirbúning lánveitingarinnar átti afgangur hennar að vera frír „til ráðstöfunar fyrir Fons“. Það var um einn milljarður króna. Bjarni Jóhannesson, sem var viðskiptastjóri hjá Glitni og þjónustaði meðal annars félög í eigu Jóns Ásgeirs, og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis og sat í áhættunefnd hans, komu báðir að veitingu lánsins til FS38. Selt aftur til Glitnis fyrir krónu Samhliða lánasamningnum gerðu Glitnir og Fons með sér samning um sölurétt Fons á FS38 til Glitnis á eina krónu. Þann 30. desember 2008 tilkynnti Fons um að félagið hygðist nýta sér þennan sölurétt. Þannig komst FS38 í eigu Glitnis sem sat uppi með sex milljarða króna lánið og hlutabréfin í Aurum sem keypt höfðu verið. Þegar lánið var á gjalddaga í júlí 2009 var ekki hægt að greiða það. Slitastjórn Glitnis hefur metið virði Aurum-bréfanna á þeim tíma sem ekkert. Heimildir Fréttablaðsins herma að annar þeirra milljarða sem greiddir voru til Pálma hafi ratað inn á reikning í Kaupþingi í Lúxemborg. Í mars 2011 framkvæmdi embætti sérstaks saksóknara umfangsmikla húsleit í bankanum, sem nú heitir Banque Havilland, og lagði meðal annars hald á gögn sem tengdust þeirri millifærslu. Tæpt ár tók að fá þau gögn afhent frá lúxemborgskum yfirvöldum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skiptu þessi gögn miklu máli fyrir rannsókn Aurum-málsins. Rannsóknarfasa málsins lauk fyrir þó nokkru síðan en dregist hefur að taka ákvörðun um hvort ákæra ætti og hverja.
Aurum Holding málið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira