Margir berjast um öruggu sætin 22. nóvember 2012 06:00 asf Línur verða æ skýrari fyrir alþingiskosningarnar í vor og um helgina ræðst hvernig skipað verður á lista Sjálfstæðisflokksins í þremur kjördæmum; báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Norðvesturkjördæmi. Þá kjósa félagar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um frambjóðendur í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi. Sé litið til skoðanakannana má áætla sem svo að fækka muni í þingliði Vinstri grænna, en fjölga hjá Sjálfstæðisflokknum. Slagurinn um efstu sætin hjá báðum flokkum verður því nokkuð spennandi. Nýskráningar mikilvægar Þátttaka í prófkjörum hefur ekki verið mikil í þessari lotu, þetta á milli 30 til 40 prósent. Við slíkar aðstæður skipta nýskráningar miklu máli. Um 900 skráðir félagar voru í Vinstri grænum í Kraganum áður en ákveðið var að halda forval. Þegar kjörskrá var lokað höfðu 300 bæst við. Svo það sé sett í samhengi þá kusu 738 í forvalinu fyrir fjórum árum síðan. Gera má ráð fyrir því að nýir félagar mæti mun fremur á kjörstað, þeir eru að skrá sig í flokkana til að taka þátt í forvalinu. Nýskráningar geta því skipt sköpum varðandi úrslitin. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem skipaði efsta sæti listans síðast, gefur ekki kost á sér á ný. Ögmundur Jónasson, sem færði sig úr Reykjavík og skipaði 2. sætið síðast, sækist nú eftir 1. sætinu. Ögmundur er þungavigtarmaður í flokknum og ráðherra og fyrir fram hefði átt að vera auðvelt að bóka sigur hans. Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður, sækist einnig eftir fyrsta sætinu. Hann þykir hafa verið duglegur að rækta tengsl á kjörtímabilinu, en heimildarmönnum Fréttablaðsins ber saman um að Ögmundur hafi ekki sinnt kjördæminu nægjanlega vel. Hvort það dugir Ólafi til að skjóta Ögmundi ref fyrir rass skal ósagt látið. Ögmundur þykir hafa skorað prik hjá flokksmönnum með málflutningi sínum um framferði Ísraelsmanna í Palestínu og ekki sakar að Björn Bjarnason hefur snuprað hann fyrir. Flokkurinn fékk tvo þingmenn í síðustu kosningum en trauðla á hann fleiri en einn öruggan þingmann nú. Hvað verður um uppbótarsæti er erfitt að spá um. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Margrét Pétursdóttir sækjast eftir öðru sætinu. Líklegt verður að teljast að sá þeirra Ögmundar og Ólafs sem ekki nær fyrsta sætinu endi í þriðja sæti listans. Formaður framtíðarinnar? Baráttan um efstu sætin á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er hörð. Illugi Gunnarsson skipaði efsta sætið í Norðurkjördæminu síðast og sækist áfram eftir efsta sæti. Geir H. Haarde, sem skipaði efsta sætið í Reykjavík suður, er hins vegar horfinn á braut. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi hefur komið sterk inn í slaginn og sækist eftir fyrsta sætinu. Hún hefur verið áberandi í prófkjörinu, en nokkur deyfð hefur reyndar verið yfir slagnum. Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson sækjast eftir öðru sætinu. Það gæti nýst þeim til að komast upp yfir það þeirra Illuga og Hönnu Birnu sem ekki hreppir fyrsta sætið. Staða Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, þykir hafa veikst eftir prófkjörið í Kraganum. Margir horfa til Hönnu Birnu sem framtíðarleiðtoga, en hún tapaði fyrir Bjarna á landsfundi í fyrra. Þá hefur Illugi einnig verið nefndur til sögunnar, en hann er einn af nánustu samstarfsmönnum Bjarna. Margir eru um hituna í önnur sæti listans og útlit fyrir spennandi prófkjör. Forystuskipti? Lengi vel leit út fyrir litla spennu í forvali Vinstri grænna í Reykjavík, en ákvörðun Björns Vals Gíslasonar um að færa sig suður hefur hleypt fjöri í leikinn. Tilkoma hans þýðir að fimm þingmenn sækjast eftir efstu tveimur sætunum í hvoru kjördæminu fyrir sig. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins, þykir sitja á sárs höfði og vera örugg með góða kosningu. Heimildir Fréttablaðsins herma að í hennar herbúðum sé tilkomu Björns Vals tekið nokkuð vel. Stuðningsmenn Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra eru hins vegar meira uggandi yfir komu hans. Ef framboð Björns Vals heggur skarð í hennar fylgi, en Katrín fær góða kosningu, stimplar Katrín sig inn sem framtíðarleiðtogi flokksins og þyngra verður undir fæti fyrir Svandísi hvað það varðar. Þá má velta því fyrir sér hvort góð útkoma Björns Vals gæti gert hann að varaformannskandídat þegar Steingrímur stígur til hliðar, en varla er flutningur hans suður án samþykkis formannsins. Árni Þór Sigurðsson og Álfheiður Ingadóttir sækjast bæði eftir öðru sæti á listunum tveimur. Vinstri græn eiga fjóra þingmenn í Reykjavík. Úrslit kosninga gætu vel orðið þau að hann fái einn kjördæma kjörinn mann í hvoru kjördæmi og varhugavert er að treysta á uppbótarmenn í hvoru kjördæmi fyrir sig, hvað þá báðum. Tvöfalt kjördæmisráð Ásbjörn Óttarsson, sem skipaði efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi síðast, gefur ekki kost á sér. Einar K. Guðfinnsson hefur lýst yfir áhuga á að leiða listann. Flokkurinn mun beita svokallaðri röðun við val á lista. Það þýðir að fundur tvöfalds kjördæmisráðs kýs fyrst um efsta sæti listans. Þá er óskað eftir framboðum í annað sæti og þeir sem ekki hlutu kosningu í fyrsta sætið geta gefið kost á sér í það. Þannig gengur það niður listann. Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Línur verða æ skýrari fyrir alþingiskosningarnar í vor og um helgina ræðst hvernig skipað verður á lista Sjálfstæðisflokksins í þremur kjördæmum; báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Norðvesturkjördæmi. Þá kjósa félagar í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um frambjóðendur í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi. Sé litið til skoðanakannana má áætla sem svo að fækka muni í þingliði Vinstri grænna, en fjölga hjá Sjálfstæðisflokknum. Slagurinn um efstu sætin hjá báðum flokkum verður því nokkuð spennandi. Nýskráningar mikilvægar Þátttaka í prófkjörum hefur ekki verið mikil í þessari lotu, þetta á milli 30 til 40 prósent. Við slíkar aðstæður skipta nýskráningar miklu máli. Um 900 skráðir félagar voru í Vinstri grænum í Kraganum áður en ákveðið var að halda forval. Þegar kjörskrá var lokað höfðu 300 bæst við. Svo það sé sett í samhengi þá kusu 738 í forvalinu fyrir fjórum árum síðan. Gera má ráð fyrir því að nýir félagar mæti mun fremur á kjörstað, þeir eru að skrá sig í flokkana til að taka þátt í forvalinu. Nýskráningar geta því skipt sköpum varðandi úrslitin. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sem skipaði efsta sæti listans síðast, gefur ekki kost á sér á ný. Ögmundur Jónasson, sem færði sig úr Reykjavík og skipaði 2. sætið síðast, sækist nú eftir 1. sætinu. Ögmundur er þungavigtarmaður í flokknum og ráðherra og fyrir fram hefði átt að vera auðvelt að bóka sigur hans. Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður, sækist einnig eftir fyrsta sætinu. Hann þykir hafa verið duglegur að rækta tengsl á kjörtímabilinu, en heimildarmönnum Fréttablaðsins ber saman um að Ögmundur hafi ekki sinnt kjördæminu nægjanlega vel. Hvort það dugir Ólafi til að skjóta Ögmundi ref fyrir rass skal ósagt látið. Ögmundur þykir hafa skorað prik hjá flokksmönnum með málflutningi sínum um framferði Ísraelsmanna í Palestínu og ekki sakar að Björn Bjarnason hefur snuprað hann fyrir. Flokkurinn fékk tvo þingmenn í síðustu kosningum en trauðla á hann fleiri en einn öruggan þingmann nú. Hvað verður um uppbótarsæti er erfitt að spá um. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Margrét Pétursdóttir sækjast eftir öðru sætinu. Líklegt verður að teljast að sá þeirra Ögmundar og Ólafs sem ekki nær fyrsta sætinu endi í þriðja sæti listans. Formaður framtíðarinnar? Baráttan um efstu sætin á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er hörð. Illugi Gunnarsson skipaði efsta sætið í Norðurkjördæminu síðast og sækist áfram eftir efsta sæti. Geir H. Haarde, sem skipaði efsta sætið í Reykjavík suður, er hins vegar horfinn á braut. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi hefur komið sterk inn í slaginn og sækist eftir fyrsta sætinu. Hún hefur verið áberandi í prófkjörinu, en nokkur deyfð hefur reyndar verið yfir slagnum. Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson sækjast eftir öðru sætinu. Það gæti nýst þeim til að komast upp yfir það þeirra Illuga og Hönnu Birnu sem ekki hreppir fyrsta sætið. Staða Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, þykir hafa veikst eftir prófkjörið í Kraganum. Margir horfa til Hönnu Birnu sem framtíðarleiðtoga, en hún tapaði fyrir Bjarna á landsfundi í fyrra. Þá hefur Illugi einnig verið nefndur til sögunnar, en hann er einn af nánustu samstarfsmönnum Bjarna. Margir eru um hituna í önnur sæti listans og útlit fyrir spennandi prófkjör. Forystuskipti? Lengi vel leit út fyrir litla spennu í forvali Vinstri grænna í Reykjavík, en ákvörðun Björns Vals Gíslasonar um að færa sig suður hefur hleypt fjöri í leikinn. Tilkoma hans þýðir að fimm þingmenn sækjast eftir efstu tveimur sætunum í hvoru kjördæminu fyrir sig. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins, þykir sitja á sárs höfði og vera örugg með góða kosningu. Heimildir Fréttablaðsins herma að í hennar herbúðum sé tilkomu Björns Vals tekið nokkuð vel. Stuðningsmenn Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra eru hins vegar meira uggandi yfir komu hans. Ef framboð Björns Vals heggur skarð í hennar fylgi, en Katrín fær góða kosningu, stimplar Katrín sig inn sem framtíðarleiðtogi flokksins og þyngra verður undir fæti fyrir Svandísi hvað það varðar. Þá má velta því fyrir sér hvort góð útkoma Björns Vals gæti gert hann að varaformannskandídat þegar Steingrímur stígur til hliðar, en varla er flutningur hans suður án samþykkis formannsins. Árni Þór Sigurðsson og Álfheiður Ingadóttir sækjast bæði eftir öðru sæti á listunum tveimur. Vinstri græn eiga fjóra þingmenn í Reykjavík. Úrslit kosninga gætu vel orðið þau að hann fái einn kjördæma kjörinn mann í hvoru kjördæmi og varhugavert er að treysta á uppbótarmenn í hvoru kjördæmi fyrir sig, hvað þá báðum. Tvöfalt kjördæmisráð Ásbjörn Óttarsson, sem skipaði efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi síðast, gefur ekki kost á sér. Einar K. Guðfinnsson hefur lýst yfir áhuga á að leiða listann. Flokkurinn mun beita svokallaðri röðun við val á lista. Það þýðir að fundur tvöfalds kjördæmisráðs kýs fyrst um efsta sæti listans. Þá er óskað eftir framboðum í annað sæti og þeir sem ekki hlutu kosningu í fyrsta sætið geta gefið kost á sér í það. Þannig gengur það niður listann.
Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira