Hörðustu árásir Ísraela á Gasaströndina í fjögur ár 15. nóvember 2012 05:00 Fjöldi manns streymdi að eftir að árás var gerð á bifreið Ahmeds Jabari í Gasaborg. nordicphotos/aFP Yfirmaður herafla Hamas-samtakanna var fyrsta skotmark ísraelska hersins í nýrri hrinu árása gegn herskáum Palestínumönnum á Gasa. Hamas segja Ísraela hafa „opnað gáttir eigin vítis“ með árásunum. Ahmed Jabari, æðsti yfirmaður herafla Hamas-samtakanna, lét lífið þegar gerð var loftárás á Gasaborg síðdegis í gær. Sonur hans lét einnig lífið í árásinni. Fleiri árásir á að minnsta kosti tuttugu staði í Gasaborg og víðar á Gasaströnd fylgdu í kjölfarið. Ísraelar segja þetta upphafið að frekari hernaði gegn herskáum hópum Palestínumanna á Gasa, einkum þó Hamas-samtökunum. Allt benti til þess að langvarandi átök við Palestínumenn væru í uppsiglingu og Ísraelsher segist ekki útiloka landhernað í beinu framhaldi. Fjöldi manna safnaðist saman í Gasaborg í gær stuttu eftir árásina á Jabari og hvatti til hefndarárása gegn Ísrael. „Hernámsveldið hefur opnað gáttir eigin vítis,“ segir í yfirlýsingu frá Essedine el Kassam-herdeildunum, herafla Hamas-samtakanna, sem Jabari var í forystu fyrir. Aðrir hópar herskárra Palestínumanna hóta hefndum og segja engar hömlur verða á viðbrögðunum. Ísraelsk stjórnvöld hafa beðið alla íbúa í fjörutíu kílómetra radíus í kringum Gasa-svæðið að halda sig innandyra í dag af ótta við hefndaraðgerðir. Vitni segja að Jabari hafi verið á ferð í bifreið sinni í Gasaborg þegar sprengja féll á bifreiðina. Hann hefur lengi verið efstur á lista þeirra Palestínumanna sem Ísraelar vilja losna við. Utanríkisráðherrar Arababandalagsins munu koma saman til fundar vegna árásanna í Kaíró á laugardag. Þá hafa Egyptar kallað sendiherra sinn heim frá Ísrael. Ísraelski herinn réttlætir árásirnar með því að herskáir Palestínumenn á Gasaströnd hafi undanfarið skotið hundruðum sprengjuflauga yfir landamærin til Ísraels. Íbúar nálægt landamærunum hafi búið við þessa ógn árum saman. Að sögn ísraelska hersins var árásunum einkum ætlað að eyðileggja skotflaugabúnað Palestínumanna. „Jabari bar ábyrgð á því að fjármagna og stýra hernaðaraðgerðum og árásum gegn Ísrael,“ segir í tilkynningu frá ísraelsku öryggisstofnuninni Shin Bet. „Með því að ryðja honum úr vegi í dag eru send skilaboð til yfirmanna Hamas á Gasa um að ef þeir halda áfram að styðja hryðjuverk gegn Ísrael, þá mun það bitna á þeim sjálfum.“ Hamas-samtökin hafa farið með stjórn á Gasaströnd undanfarin ár, en Ísraelar hafa á meðan haldið Gasa í herkví með þeim afleiðingum að atvinnulíf þar er allt lamað og lífskjör í lágmarki. gudsteinn@frettabladid.is stigur@frettabladid.is Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Yfirmaður herafla Hamas-samtakanna var fyrsta skotmark ísraelska hersins í nýrri hrinu árása gegn herskáum Palestínumönnum á Gasa. Hamas segja Ísraela hafa „opnað gáttir eigin vítis“ með árásunum. Ahmed Jabari, æðsti yfirmaður herafla Hamas-samtakanna, lét lífið þegar gerð var loftárás á Gasaborg síðdegis í gær. Sonur hans lét einnig lífið í árásinni. Fleiri árásir á að minnsta kosti tuttugu staði í Gasaborg og víðar á Gasaströnd fylgdu í kjölfarið. Ísraelar segja þetta upphafið að frekari hernaði gegn herskáum hópum Palestínumanna á Gasa, einkum þó Hamas-samtökunum. Allt benti til þess að langvarandi átök við Palestínumenn væru í uppsiglingu og Ísraelsher segist ekki útiloka landhernað í beinu framhaldi. Fjöldi manna safnaðist saman í Gasaborg í gær stuttu eftir árásina á Jabari og hvatti til hefndarárása gegn Ísrael. „Hernámsveldið hefur opnað gáttir eigin vítis,“ segir í yfirlýsingu frá Essedine el Kassam-herdeildunum, herafla Hamas-samtakanna, sem Jabari var í forystu fyrir. Aðrir hópar herskárra Palestínumanna hóta hefndum og segja engar hömlur verða á viðbrögðunum. Ísraelsk stjórnvöld hafa beðið alla íbúa í fjörutíu kílómetra radíus í kringum Gasa-svæðið að halda sig innandyra í dag af ótta við hefndaraðgerðir. Vitni segja að Jabari hafi verið á ferð í bifreið sinni í Gasaborg þegar sprengja féll á bifreiðina. Hann hefur lengi verið efstur á lista þeirra Palestínumanna sem Ísraelar vilja losna við. Utanríkisráðherrar Arababandalagsins munu koma saman til fundar vegna árásanna í Kaíró á laugardag. Þá hafa Egyptar kallað sendiherra sinn heim frá Ísrael. Ísraelski herinn réttlætir árásirnar með því að herskáir Palestínumenn á Gasaströnd hafi undanfarið skotið hundruðum sprengjuflauga yfir landamærin til Ísraels. Íbúar nálægt landamærunum hafi búið við þessa ógn árum saman. Að sögn ísraelska hersins var árásunum einkum ætlað að eyðileggja skotflaugabúnað Palestínumanna. „Jabari bar ábyrgð á því að fjármagna og stýra hernaðaraðgerðum og árásum gegn Ísrael,“ segir í tilkynningu frá ísraelsku öryggisstofnuninni Shin Bet. „Með því að ryðja honum úr vegi í dag eru send skilaboð til yfirmanna Hamas á Gasa um að ef þeir halda áfram að styðja hryðjuverk gegn Ísrael, þá mun það bitna á þeim sjálfum.“ Hamas-samtökin hafa farið með stjórn á Gasaströnd undanfarin ár, en Ísraelar hafa á meðan haldið Gasa í herkví með þeim afleiðingum að atvinnulíf þar er allt lamað og lífskjör í lágmarki. gudsteinn@frettabladid.is stigur@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira