Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf 12. nóvember 2012 06:00 Jakob Kristinsson Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. Aldrei hefur tekist að sanna að þolanda kynferðisofbeldis hafi verið byrlað nauðgunarlyf á Íslandi. Þetta segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði, sem hefur fengið sýni til rannsóknar frá lögreglunni í hvert sinn sem grunur vaknar um slíkt. Með nauðgunarlyfjum er átt við lyf á borð á við róhypnól, smjörsýru og ketamín. "En það er reyndar eitt lyf sem finnst býsna oft," segir Jakob. "Það er áfengi. Áfengi er algengasta nauðgunarlyfið." Rannsóknir á blóðsýnum þeirra sem telja sér hafa verið byrlað eitur hófust fyrir aldamót og hafa nokkur slík sýni borist Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum árlega síðan. Í fyrra barst 21 sýni, sex árið 2010 og fjórtán árið 2009. Fljót að hverfa úr blóðinuBjörgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki draga í efa að lyf af þessu tagi séu notuð í þessum tilgangi. Það sanni dæmi erlendis frá. Ástæða þess að þetta hefur aldrei sannast er hins vegar sú að sum lyfjanna hverfa mjög fljótt úr blóðinu og eru illgreinanleg. Jakob segir það reyndar lífseiga þjóðsögu að frægasta lyfið, róhypnól, sé svo óskaplega fljótt að hverfa. Sé það tekið í nógu miklu magni til að fólk verði rænulaust þá greinist það í nokkra daga á eftir, en vandamálið sé frekar það að fórnarlömb nauðgunar sem grunar að þeim hafi verið byrlað lyf leiti ekki til lögreglu fyrr en að þessum nokkrum dögum liðnum. Hann segir smjörsýruna erfiðari viðfangs. ?Smjörsýran er í okkur öllum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur verið erfitt að skera úr um hvenær hún er yfir eðlilegum mörkum og hvenær ekki.? Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira
Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. Aldrei hefur tekist að sanna að þolanda kynferðisofbeldis hafi verið byrlað nauðgunarlyf á Íslandi. Þetta segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði, sem hefur fengið sýni til rannsóknar frá lögreglunni í hvert sinn sem grunur vaknar um slíkt. Með nauðgunarlyfjum er átt við lyf á borð á við róhypnól, smjörsýru og ketamín. "En það er reyndar eitt lyf sem finnst býsna oft," segir Jakob. "Það er áfengi. Áfengi er algengasta nauðgunarlyfið." Rannsóknir á blóðsýnum þeirra sem telja sér hafa verið byrlað eitur hófust fyrir aldamót og hafa nokkur slík sýni borist Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum árlega síðan. Í fyrra barst 21 sýni, sex árið 2010 og fjórtán árið 2009. Fljót að hverfa úr blóðinuBjörgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki draga í efa að lyf af þessu tagi séu notuð í þessum tilgangi. Það sanni dæmi erlendis frá. Ástæða þess að þetta hefur aldrei sannast er hins vegar sú að sum lyfjanna hverfa mjög fljótt úr blóðinu og eru illgreinanleg. Jakob segir það reyndar lífseiga þjóðsögu að frægasta lyfið, róhypnól, sé svo óskaplega fljótt að hverfa. Sé það tekið í nógu miklu magni til að fólk verði rænulaust þá greinist það í nokkra daga á eftir, en vandamálið sé frekar það að fórnarlömb nauðgunar sem grunar að þeim hafi verið byrlað lyf leiti ekki til lögreglu fyrr en að þessum nokkrum dögum liðnum. Hann segir smjörsýruna erfiðari viðfangs. ?Smjörsýran er í okkur öllum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur verið erfitt að skera úr um hvenær hún er yfir eðlilegum mörkum og hvenær ekki.?
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Sjá meira