Aldrei tekist að greina nauðgunarlyf 12. nóvember 2012 06:00 Jakob Kristinsson Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. Aldrei hefur tekist að sanna að þolanda kynferðisofbeldis hafi verið byrlað nauðgunarlyf á Íslandi. Þetta segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði, sem hefur fengið sýni til rannsóknar frá lögreglunni í hvert sinn sem grunur vaknar um slíkt. Með nauðgunarlyfjum er átt við lyf á borð á við róhypnól, smjörsýru og ketamín. "En það er reyndar eitt lyf sem finnst býsna oft," segir Jakob. "Það er áfengi. Áfengi er algengasta nauðgunarlyfið." Rannsóknir á blóðsýnum þeirra sem telja sér hafa verið byrlað eitur hófust fyrir aldamót og hafa nokkur slík sýni borist Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum árlega síðan. Í fyrra barst 21 sýni, sex árið 2010 og fjórtán árið 2009. Fljót að hverfa úr blóðinuBjörgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki draga í efa að lyf af þessu tagi séu notuð í þessum tilgangi. Það sanni dæmi erlendis frá. Ástæða þess að þetta hefur aldrei sannast er hins vegar sú að sum lyfjanna hverfa mjög fljótt úr blóðinu og eru illgreinanleg. Jakob segir það reyndar lífseiga þjóðsögu að frægasta lyfið, róhypnól, sé svo óskaplega fljótt að hverfa. Sé það tekið í nógu miklu magni til að fólk verði rænulaust þá greinist það í nokkra daga á eftir, en vandamálið sé frekar það að fórnarlömb nauðgunar sem grunar að þeim hafi verið byrlað lyf leiti ekki til lögreglu fyrr en að þessum nokkrum dögum liðnum. Hann segir smjörsýruna erfiðari viðfangs. ?Smjörsýran er í okkur öllum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur verið erfitt að skera úr um hvenær hún er yfir eðlilegum mörkum og hvenær ekki.? Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Rannsakendum hefur aldrei tekist að greina leifar af nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota á Íslandi. Í fyrra var 21 sýni sent til rannsóknar. Prófessor segir áfengi vera algengasta nauðgunarlyfið. Aldrei hefur tekist að sanna að þolanda kynferðisofbeldis hafi verið byrlað nauðgunarlyf á Íslandi. Þetta segir Jakob Kristinsson, prófessor í eiturefnafræði, sem hefur fengið sýni til rannsóknar frá lögreglunni í hvert sinn sem grunur vaknar um slíkt. Með nauðgunarlyfjum er átt við lyf á borð á við róhypnól, smjörsýru og ketamín. "En það er reyndar eitt lyf sem finnst býsna oft," segir Jakob. "Það er áfengi. Áfengi er algengasta nauðgunarlyfið." Rannsóknir á blóðsýnum þeirra sem telja sér hafa verið byrlað eitur hófust fyrir aldamót og hafa nokkur slík sýni borist Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræðum árlega síðan. Í fyrra barst 21 sýni, sex árið 2010 og fjórtán árið 2009. Fljót að hverfa úr blóðinuBjörgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki draga í efa að lyf af þessu tagi séu notuð í þessum tilgangi. Það sanni dæmi erlendis frá. Ástæða þess að þetta hefur aldrei sannast er hins vegar sú að sum lyfjanna hverfa mjög fljótt úr blóðinu og eru illgreinanleg. Jakob segir það reyndar lífseiga þjóðsögu að frægasta lyfið, róhypnól, sé svo óskaplega fljótt að hverfa. Sé það tekið í nógu miklu magni til að fólk verði rænulaust þá greinist það í nokkra daga á eftir, en vandamálið sé frekar það að fórnarlömb nauðgunar sem grunar að þeim hafi verið byrlað lyf leiti ekki til lögreglu fyrr en að þessum nokkrum dögum liðnum. Hann segir smjörsýruna erfiðari viðfangs. ?Smjörsýran er í okkur öllum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það getur verið erfitt að skera úr um hvenær hún er yfir eðlilegum mörkum og hvenær ekki.?
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira