Innlent

Gormlaga dýr fannst í sjónum

Hornkórall Þessi kórall er á meðal þess sem hafsbotninn geymir hér við land. mynd/Svanhildur Egilsdóttir
Hornkórall Þessi kórall er á meðal þess sem hafsbotninn geymir hér við land. mynd/Svanhildur Egilsdóttir
Leiðangursmenn frá Hafrannsóknastofnun urðu margs vísari eftir að hafa nýtt neðansjávarmyndavélina á allt að 730 metra dýpi fyrr í sumar. Í leiðangrinum tókst meðal annars að mynda svokallaðan þyrnikóral í fyrsta skipti hér við land, segir Steinunn Hilma Ólafsdóttir leiðangursstjóri.

Þar að auki náðust myndir af gormlaga dýri sem ekki er vitað með vissu hvert er. Trjónufiskur brá sér einnig fyrir linsuna en hann fannst einungis á undir 700 metra dýpi. Myndefni var safnað af botninum á fimmtán stöðum á Háfadjúpi og Reynisdjúpi sem eru sunnan við landið. Auk dýralífs minnti neyslusamfélagið líka á sig við hafsbotn. Til dæmis náðust myndir af bylgjupappa og plastpoka á um 500 metra dýpi.

- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×