Féll næstum í gildru alþjóðlegra þrjóta 23. ágúst 2012 05:30 Einar Skúlason Auglýsing á íslensku vefsölutorgi rataði fyrir augu erlendra glæpamanna sem reyndu að ræna fé af Einari Skúlasyni, notanda á sölutorginu. Glæpamaðurinn þóttist vera norskur en vildi að Einar borgaði flutningskostnað til Barcelona. Íslenskur notandi vefsölutorgsins Bland.is var nærri því búinn að láta leiða sig í gildru þegar hann auglýsti eftir kaupanda að gamalli smábifreið á vefnum. Kaupandinn þóttist vera norskur en var í raun glæpamaður einhvers staðar úti í heimi. „Ég held að hann sé ekki í Noregi,“ segir Einar Skúlason, en hann auglýsti gamlan Volkswagen til sölu á vefnum. Kaupandinn reyndist hins vegar ekki allur þar sem hann var séður. „Hann gæti verið hver sem er. Hann kynnti sig með mjög norsku nafni svo ég efaðist ekkert um hann. Til að byrja með grunaði mig ekki neitt. Það var bara í lokin sem ég áttaði mig á að eitthvað væri í gangi.“ Auglýsing Einars hafði verið á vefnum í nokkra daga áður en fyrirspurn kom frá manni sem sagðist vera Norðmaður. „Hann vildi hafa samskiptin í tölvupóstformi því það tæki styttri tíma,“ segir Einar. „Við fórum þá að skiptast á bréfum og hann vildi fá fleiri myndir af bílnum. Ég sendi honum þær en svo vildi hann alltaf meiri og meiri upplýsingar svo þetta tók svolítinn tíma. Ætli ég hafi ekki verið í á aðra viku að ræða við hann.“ Sá „norski“ ákvað á endanum að kaupa bílinn og flytja hann til Noregs. Einari þótti það strax skjóta skökku við enda þarfnast bíllinn töluverðs viðhalds og kominn til ára sinna. „Hann vildi svo fá að vita nákvæmt verð í norskum krónum og nota PayPal.“ Kaupandinn sagðist ætla að greiða inn á biðreikning hjá PayPal sem er greiðsluþjónusta á veraldarvefnum. Greiðsluna fengi Einar svo um leið og hann borgaði flutningsgjaldið. „Ég átti að borga inn á einhvern reikning hjá skipafélagi í Barcelona,“ segir Einar. „Þá náttúrulega runnu á mig tvær grímur svo ég hafði samband við PayPal en þeir könnuðust ekki við neina biðreikninga. Ég áframsendi á þá tölvupóst sem átti að vera frá PayPal. Það var bara svindl, bara afrit af útlitinu á pappírum frá PayPal.“ PayPal sagði Einari að hann hefði hjálpað til að við að uppræta skipulagða glæpastarfsemi. Greiðsluþjónustan hefur síðan rannsakað málið. Ekki náðist í forsvarsmann Bland.is við vinnslu fréttarinnar. birgirh@frettabladid.is Þekkir þú til? Sendu okkur ábendingu á meira@frettabladid.is Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Auglýsing á íslensku vefsölutorgi rataði fyrir augu erlendra glæpamanna sem reyndu að ræna fé af Einari Skúlasyni, notanda á sölutorginu. Glæpamaðurinn þóttist vera norskur en vildi að Einar borgaði flutningskostnað til Barcelona. Íslenskur notandi vefsölutorgsins Bland.is var nærri því búinn að láta leiða sig í gildru þegar hann auglýsti eftir kaupanda að gamalli smábifreið á vefnum. Kaupandinn þóttist vera norskur en var í raun glæpamaður einhvers staðar úti í heimi. „Ég held að hann sé ekki í Noregi,“ segir Einar Skúlason, en hann auglýsti gamlan Volkswagen til sölu á vefnum. Kaupandinn reyndist hins vegar ekki allur þar sem hann var séður. „Hann gæti verið hver sem er. Hann kynnti sig með mjög norsku nafni svo ég efaðist ekkert um hann. Til að byrja með grunaði mig ekki neitt. Það var bara í lokin sem ég áttaði mig á að eitthvað væri í gangi.“ Auglýsing Einars hafði verið á vefnum í nokkra daga áður en fyrirspurn kom frá manni sem sagðist vera Norðmaður. „Hann vildi hafa samskiptin í tölvupóstformi því það tæki styttri tíma,“ segir Einar. „Við fórum þá að skiptast á bréfum og hann vildi fá fleiri myndir af bílnum. Ég sendi honum þær en svo vildi hann alltaf meiri og meiri upplýsingar svo þetta tók svolítinn tíma. Ætli ég hafi ekki verið í á aðra viku að ræða við hann.“ Sá „norski“ ákvað á endanum að kaupa bílinn og flytja hann til Noregs. Einari þótti það strax skjóta skökku við enda þarfnast bíllinn töluverðs viðhalds og kominn til ára sinna. „Hann vildi svo fá að vita nákvæmt verð í norskum krónum og nota PayPal.“ Kaupandinn sagðist ætla að greiða inn á biðreikning hjá PayPal sem er greiðsluþjónusta á veraldarvefnum. Greiðsluna fengi Einar svo um leið og hann borgaði flutningsgjaldið. „Ég átti að borga inn á einhvern reikning hjá skipafélagi í Barcelona,“ segir Einar. „Þá náttúrulega runnu á mig tvær grímur svo ég hafði samband við PayPal en þeir könnuðust ekki við neina biðreikninga. Ég áframsendi á þá tölvupóst sem átti að vera frá PayPal. Það var bara svindl, bara afrit af útlitinu á pappírum frá PayPal.“ PayPal sagði Einari að hann hefði hjálpað til að við að uppræta skipulagða glæpastarfsemi. Greiðsluþjónustan hefur síðan rannsakað málið. Ekki náðist í forsvarsmann Bland.is við vinnslu fréttarinnar. birgirh@frettabladid.is Þekkir þú til? Sendu okkur ábendingu á meira@frettabladid.is
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira