Innlent

Rannsóknin langt komin

Mennirnir tveir dulbjuggu sig og fóru yfir girðingu til að komst upp í flugvél á leið til Kaupmannahafnar.
Mennirnir tveir dulbjuggu sig og fóru yfir girðingu til að komst upp í flugvél á leið til Kaupmannahafnar. Fréttablaðið/Valli
Rannsókn lögreglu á máli ungu mannanna, sem fóru í leyfisleysi inn á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli og þaðan upp í flugvél, er langt komin og henni ætti að ljúka á næstunni.

„Þetta er enn til meðferðar hjá okkur en við leggjum áherslu á að hraða rannsókn málsins,“ segir Jóhannes Jensson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum í samtali við Fréttablaðið.

Mennirnir tveir fundust við öryggiseftirlit áhafnarmeðlima fyrir flug til Kaupmannahafnar. Þeir voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var sleppt eftir yfirheyrslur.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×