Fæðing á Skype á stærstu forritunarkeppni heims 16. júlí 2012 05:00 Liðsmenn Radiant Games ásamt Gunnþóru og nýfæddu dótturinni samankomin eftir atburði sem hafa einkennst af fjarlægð, tækni og gleði. Fréttablaðið/stefán "Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks. "Ég varð vitni af því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin," segir Guðmundur. "Ég get ekki þakkað Skype þetta nóg og ég á eftir að senda þeim tölvupóst." Hann kynnti leikinn Robert´s Quest fyrir stjörnuprýddri dómnefnd ásamt Hauki Steini Logasyni, Axel Erni Sigurðssyni og Sveini Fannari Kristjánssyni en þeir hafa unnið dag og nótt að leiknum frá áramótum. Guðmundur nemur við Margmiðlunarskólann en hinir eru nemar við HR. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi verkefnisins og fylgdi þeim út. "Larry Hryb, sem er yfir Xbox LIVE, var dómari og tók í höndina á mér af fyrra bragði og einn aðaldómarinn lofaði grafíkina hástert við mig," nefnir hann kátur. "Leikurinn fjallar um íkornan Róbert sem breytir orkugjöfum mengaðrar borgar í endurnýjanlega. Markmið þeirra er að börn spili leikinn til skemmtunar og fræðist ómeðvitað. "Ef hann væri ekki skemmtilegur gætum við alveg eins rétt börnum bækling um græna orku og það les enginn," segir nýbakaði faðirinn. Hann eignaðist dóttur aðfaranótt 6. júlí með konu sinni Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur, þá tiltölulega nýlentur í Ástralíu. "Það var bara heppni að þetta fór af stað klukkan hálf átta fyrsta morguninn í Sidney því hann var enn sofandi upp á herbergi," segir Gunnþóra sem hringdi á hótelið í mikilli geðshræringur en sími Guðmundar virkaði ekki. Fyrir brottför hafði hún reynt öll húsráð til að koma stúlkunni í heiminn en eftir að hann fór af landi brott tóku við öfug húsráð án árangurs. "Systir mín og mamma voru með í fæðingunni og önnur sá til þess að skjárinn ferðaðist með mér. "Fyrsta fjölskyldumyndin er af okkur mæðgunum í rúminu og honum í tölvuskjá með heyrnatól, hún er ómótstæðileg," segir hún. hallfridur@frettabladid.is Leikjavísir Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
"Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks. "Ég varð vitni af því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin," segir Guðmundur. "Ég get ekki þakkað Skype þetta nóg og ég á eftir að senda þeim tölvupóst." Hann kynnti leikinn Robert´s Quest fyrir stjörnuprýddri dómnefnd ásamt Hauki Steini Logasyni, Axel Erni Sigurðssyni og Sveini Fannari Kristjánssyni en þeir hafa unnið dag og nótt að leiknum frá áramótum. Guðmundur nemur við Margmiðlunarskólann en hinir eru nemar við HR. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi verkefnisins og fylgdi þeim út. "Larry Hryb, sem er yfir Xbox LIVE, var dómari og tók í höndina á mér af fyrra bragði og einn aðaldómarinn lofaði grafíkina hástert við mig," nefnir hann kátur. "Leikurinn fjallar um íkornan Róbert sem breytir orkugjöfum mengaðrar borgar í endurnýjanlega. Markmið þeirra er að börn spili leikinn til skemmtunar og fræðist ómeðvitað. "Ef hann væri ekki skemmtilegur gætum við alveg eins rétt börnum bækling um græna orku og það les enginn," segir nýbakaði faðirinn. Hann eignaðist dóttur aðfaranótt 6. júlí með konu sinni Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur, þá tiltölulega nýlentur í Ástralíu. "Það var bara heppni að þetta fór af stað klukkan hálf átta fyrsta morguninn í Sidney því hann var enn sofandi upp á herbergi," segir Gunnþóra sem hringdi á hótelið í mikilli geðshræringur en sími Guðmundar virkaði ekki. Fyrir brottför hafði hún reynt öll húsráð til að koma stúlkunni í heiminn en eftir að hann fór af landi brott tóku við öfug húsráð án árangurs. "Systir mín og mamma voru með í fæðingunni og önnur sá til þess að skjárinn ferðaðist með mér. "Fyrsta fjölskyldumyndin er af okkur mæðgunum í rúminu og honum í tölvuskjá með heyrnatól, hún er ómótstæðileg," segir hún. hallfridur@frettabladid.is
Leikjavísir Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira