Innlent

Vegfarendum beint annað

Dæmi eru um að hestar fælist vegna hávaða frá vélknúnum fararskjótum.fréttablaðið/vilhelm
Dæmi eru um að hestar fælist vegna hávaða frá vélknúnum fararskjótum.fréttablaðið/vilhelm
Aðkoma bíla og götur umhverfis mótsstað Landsmóts hestamanna í Víðidal í Reykjavík anna ekki umferð þúsunda bíla. Umferðarstofa hefur því hvatt vegfarendur og íbúa í hverfinu umhverfis mótstaðinn til að hjóla eða ganga um svæðið, annars velja aðrar leiðir.

Lögregla hefur jafnframt lagt bann við því að bílstjórar leggi bílum í vegöxlum á kaflanum frá Jafnaseli að Suðurlandsvegi. Af öryggisástæðum verða yfirgefnir bílar fjarlægðir þaðan.

Þá er bifhjólamönnum bent á að aka ekki háværum hjólum um svæðið því dæmi eru um að knapar hafi slasast alvarlega þegar hestar þeirra hafa fælst vegna hávaða.- bþh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×