Innlent

Frambjóðendur opni bókhaldið

Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær.

Þóra Arnórsdóttir birtir á heimasíðu sinni yfirlit yfir fjárframlög, en hefur ekki birt sundurliðað bókhald. Hún hafði í gær fengið tæpar tólf milljónir í styrki, fimm styrkir voru yfir 200 þúsundum. Samkvæmt lögum þarf að tilgreina öll framlög yfir þeirri upphæð.

Ari Trausti Guðmundsson hefur ekki birt neinar upplýsingar um fjárframlög sem framboð hans hefur fengið, og það hefur Ólafur Ragnar Grímsson ekki heldur gert. - þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×