Reiðubúnir að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu 16. júní 2012 09:00 alþingi Hart var tekist á um þinglok í gær. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi en það tókst ekki. fréttablaðið/gva Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins buðu ríkisstjórnarflokkarnir stjórnarandstöðunni upp á samkomulag sem snerist um að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt fyrir sumarfrí en frumvörpum um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði frestað til hausts. Upphæð veiðigjaldsins yrði breytt og það lækkað niður í 13,2 milljarða. Atvinnuveganefnd hefur þegar lagt til lækkun frá frumvarpi ráðherra og er því ætlað að skila um 15 milljörðum króna á næsta ári, en upphaflegar tillögur ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir um fjórðungi hærri tölum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist samkomulag vera að nást í gær, en Framsóknarflokkurinn setti þá fyrirvara. Hverjir þeir eru er óljóst. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að dreifa greiðslum veiðigjaldsins yfir árið, en það er nokkuð sem útgerðin fór fram á. Ljóst er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggingu fyrir því að fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem lagt yrði að nýju fram á haustþingi, taki breytingum. Fjölmörg atriði í því eru umdeild og flokknum ekki að skapi. Hvernig samið yrði um slíkt er óljóst, enda óhægt um vik að binda hendur stjórnarflokkanna varðandi frumvarp sem leggja yrði fram að nýju í haust. Formenn flokkanna hittust í gærkvöldi klukkan 19 og fundurinn stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þing klárast í dag, hafi samkomulag náðst. Gerist það ekki, eru stjórnarþingmenn reiðubúnir til að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu og ganga strax til atkvæðagreiðslu, en níu þingmenn þarf til að það verði að veruleika. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt síðan 1949. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins buðu ríkisstjórnarflokkarnir stjórnarandstöðunni upp á samkomulag sem snerist um að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt fyrir sumarfrí en frumvörpum um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði frestað til hausts. Upphæð veiðigjaldsins yrði breytt og það lækkað niður í 13,2 milljarða. Atvinnuveganefnd hefur þegar lagt til lækkun frá frumvarpi ráðherra og er því ætlað að skila um 15 milljörðum króna á næsta ári, en upphaflegar tillögur ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir um fjórðungi hærri tölum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist samkomulag vera að nást í gær, en Framsóknarflokkurinn setti þá fyrirvara. Hverjir þeir eru er óljóst. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að dreifa greiðslum veiðigjaldsins yfir árið, en það er nokkuð sem útgerðin fór fram á. Ljóst er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggingu fyrir því að fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem lagt yrði að nýju fram á haustþingi, taki breytingum. Fjölmörg atriði í því eru umdeild og flokknum ekki að skapi. Hvernig samið yrði um slíkt er óljóst, enda óhægt um vik að binda hendur stjórnarflokkanna varðandi frumvarp sem leggja yrði fram að nýju í haust. Formenn flokkanna hittust í gærkvöldi klukkan 19 og fundurinn stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þing klárast í dag, hafi samkomulag náðst. Gerist það ekki, eru stjórnarþingmenn reiðubúnir til að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu og ganga strax til atkvæðagreiðslu, en níu þingmenn þarf til að það verði að veruleika. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt síðan 1949. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira