Þarf ekki að vera flókið að stilla til friðar 15. júní 2012 13:00 Boðskapur friðar Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í Kúveit, kom hingað til að kynna boðskap friðar. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma, er hér í baksýn.Fréttablaðið/GVA „Eitt af okkar markmiðum er að svara þeirri spurningu hvernig við getum breytt hugarfari múslíma til að haga sér með þeim hætti að það gefi góða og rétta mynd af íslam." Þetta segir Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í trúmálaráðuneyti Kúveit. Hann var staddur hér á landi í byrjun viku til að hitta trúbræður sína í Félagi múslíma á Íslandi en hann hitti jafnframt biskup Íslands og forsvarsmenn innanríkisráðuneytisins á meðan dvöl hans stóð. Dr. Elgarawi er í forsvari fyrir átaki stjórnvalda í Kúveit til að leggja áherslu á hófsemi í iðkun íslams og að leysa ágreiningsmál milli ólíkra samfélagshópa með samræðum á grundvelli sameiginlegra gilda og hófsemi. „Hófsemi þýðir gæska, umburðarlyndi, réttlæti, friður og ást. Allt þetta liggur að hinu sama. Við höfum borið þennan boðskap út til margra landa þar sem múslímar búa með öðrum hópum, bæði múslímum og öðrum. Okkar stefna er að virða þá sem eru annarrar skoðunar en við og vinna með þeim." Átakið hófst fyrir um fjórum til fimm árum þegar stjórnvöld í Kúveit horfðu upp á aukna róttækni í hópi unga fólksins þar í landi. „Við sáum að ekki gekk að taka á þessum málum með hörku og ákváðum þess í stað að ræða vandamálið við unga fólkið á grundvelli trúar og gilda. Við settumst niður með þeim og það gekk afar vel og út frá því ákváðum við að nota þessa aðferð víðar." Dr. Elgarawi segir verkefnið hafa gengið afar vel. Meðal annars hafi hann nýlega hitt fólk í Tsjetsjeníu og Rússlandi, þar sem öfgahópar hafa fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Fyrir þeirra atbeina hafi verið reist miðstöð um hófsemi í Moskvu og í síðustu viku undirritaði Elgarawi viljayfirlýsingu við forseta Tsjetsjeníu um að reyna að sætta stríðandi öfl með samræðum. Elgarawi sagði að ekki þyrfti að vera flókið að stilla til friðar og bæta heiminn. „Aðrir hópar eru líka manneskjur og frændur okkar, afkomendur Adams og Evu. Í íslam eru góð gildi alveg eins og í kristni, gyðingdómi og búddisma. Við getum unnið saman í gegnum þessi grundvallargildi. Ég virði trú annarra og býst við að þeir virði mína, en okkar sýn er sú að við getum öll unnið saman á grundvelli þes sem sameinar okkur." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
„Eitt af okkar markmiðum er að svara þeirri spurningu hvernig við getum breytt hugarfari múslíma til að haga sér með þeim hætti að það gefi góða og rétta mynd af íslam." Þetta segir Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í trúmálaráðuneyti Kúveit. Hann var staddur hér á landi í byrjun viku til að hitta trúbræður sína í Félagi múslíma á Íslandi en hann hitti jafnframt biskup Íslands og forsvarsmenn innanríkisráðuneytisins á meðan dvöl hans stóð. Dr. Elgarawi er í forsvari fyrir átaki stjórnvalda í Kúveit til að leggja áherslu á hófsemi í iðkun íslams og að leysa ágreiningsmál milli ólíkra samfélagshópa með samræðum á grundvelli sameiginlegra gilda og hófsemi. „Hófsemi þýðir gæska, umburðarlyndi, réttlæti, friður og ást. Allt þetta liggur að hinu sama. Við höfum borið þennan boðskap út til margra landa þar sem múslímar búa með öðrum hópum, bæði múslímum og öðrum. Okkar stefna er að virða þá sem eru annarrar skoðunar en við og vinna með þeim." Átakið hófst fyrir um fjórum til fimm árum þegar stjórnvöld í Kúveit horfðu upp á aukna róttækni í hópi unga fólksins þar í landi. „Við sáum að ekki gekk að taka á þessum málum með hörku og ákváðum þess í stað að ræða vandamálið við unga fólkið á grundvelli trúar og gilda. Við settumst niður með þeim og það gekk afar vel og út frá því ákváðum við að nota þessa aðferð víðar." Dr. Elgarawi segir verkefnið hafa gengið afar vel. Meðal annars hafi hann nýlega hitt fólk í Tsjetsjeníu og Rússlandi, þar sem öfgahópar hafa fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Fyrir þeirra atbeina hafi verið reist miðstöð um hófsemi í Moskvu og í síðustu viku undirritaði Elgarawi viljayfirlýsingu við forseta Tsjetsjeníu um að reyna að sætta stríðandi öfl með samræðum. Elgarawi sagði að ekki þyrfti að vera flókið að stilla til friðar og bæta heiminn. „Aðrir hópar eru líka manneskjur og frændur okkar, afkomendur Adams og Evu. Í íslam eru góð gildi alveg eins og í kristni, gyðingdómi og búddisma. Við getum unnið saman í gegnum þessi grundvallargildi. Ég virði trú annarra og býst við að þeir virði mína, en okkar sýn er sú að við getum öll unnið saman á grundvelli þes sem sameinar okkur." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira