Draumur um barn í lausu lofti vegna tafa 19. maí 2012 11:00 Óánægð Tinna og Marinó geta ekki sótt um barn vegna þess að þau komast ekki á nauðsynlegt námskeið á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Mynd/finnbogi Marinósson „Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að til standi að tilkynna félagsmönnum nú um helgina að komið sé að því að ganga á varasjóð félagsins. „Í reglugerð segir að félaginu beri að haga rekstri sínum þannig að ef það verður lagt niður séu til fjármunir til að fylgja eftir þeim umsóknum sem kunna að vera til staðar þegar starfsemin hættir," útskýrir Hörður. „Núna er félagið í lokunarfasa – eða frágangsferli. Það þýðir að þegar þessi sjóður er upp urinn, einhvern tímann í haust, þá er ekki lengur neitt svigrúm til að starfa." Tinna og maður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson, fengu forsamþykki frá íslenskum stjórnvöldum fyrir ættleiðingu í mars en lengra komast þau ekki vegna þess að seta á námskeiðinu er skilyrði fyrir því að hægt sé að senda umsókn úr landi. „Það er enginn að fara að ættleiða nema þetta námskeið verði haldið. Ef þau gera ekki eitthvað í þessu þá eru þau að fara að stoppa ættleiðingu til Íslands. Þetta er ekkert flókið," segir Tinna. Hún er sjálf ættleidd og segir að nú til dags sé biðtíminn umtalsvert lengri en var þegar hún kom til landsins, þótt ekki bætist við tafir við að leysa úr málinu í innanríkisráðuneytinu. Tinna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra en kveðst ekki enn hafa fengið svar við beiðninni. Hörður segir að Íslensk ættleiðing sé nokkurn veginn í sömu stöðu núna og fyrir tveimur mánuðum. „Okkur hefur reyndar verið sagt að kannski komi eitthvað inn á fjáraukalög í haust, en höfum enga fullvissu um það," segir hann. Ekki náðist í Ögmund Jónasson í gær. Hann er staddur erlendis. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að til standi að tilkynna félagsmönnum nú um helgina að komið sé að því að ganga á varasjóð félagsins. „Í reglugerð segir að félaginu beri að haga rekstri sínum þannig að ef það verður lagt niður séu til fjármunir til að fylgja eftir þeim umsóknum sem kunna að vera til staðar þegar starfsemin hættir," útskýrir Hörður. „Núna er félagið í lokunarfasa – eða frágangsferli. Það þýðir að þegar þessi sjóður er upp urinn, einhvern tímann í haust, þá er ekki lengur neitt svigrúm til að starfa." Tinna og maður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson, fengu forsamþykki frá íslenskum stjórnvöldum fyrir ættleiðingu í mars en lengra komast þau ekki vegna þess að seta á námskeiðinu er skilyrði fyrir því að hægt sé að senda umsókn úr landi. „Það er enginn að fara að ættleiða nema þetta námskeið verði haldið. Ef þau gera ekki eitthvað í þessu þá eru þau að fara að stoppa ættleiðingu til Íslands. Þetta er ekkert flókið," segir Tinna. Hún er sjálf ættleidd og segir að nú til dags sé biðtíminn umtalsvert lengri en var þegar hún kom til landsins, þótt ekki bætist við tafir við að leysa úr málinu í innanríkisráðuneytinu. Tinna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra en kveðst ekki enn hafa fengið svar við beiðninni. Hörður segir að Íslensk ættleiðing sé nokkurn veginn í sömu stöðu núna og fyrir tveimur mánuðum. „Okkur hefur reyndar verið sagt að kannski komi eitthvað inn á fjáraukalög í haust, en höfum enga fullvissu um það," segir hann. Ekki náðist í Ögmund Jónasson í gær. Hann er staddur erlendis. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira