Útsýnið stórkostlegt í fyrstu fjallgöngunni 19. maí 2012 14:00 Á tindi akrafjalls Viktor arkaði alla leið upp á topp Akrafjalls og skrifaði í gestabókina eins og sönnum fjallagörpum ber.mynd/Kristrún Dögg Marteinsdóttir Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega. „Gangan var dálítið erfið en mjög skemmtileg," segir Viktor kankvís. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur því þar var brattast. Útsýnið var mjög flott uppi á toppnum." Spurður hvort hann hafi gengið á mörg fjöll segir hann að þetta hafi verið það fyrsta og að útsýnið hafi verið stórkostlegt. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á þetta fjall. Það hefur eiginlega alltaf verið markmiðið. Ég hef verið að bíða eftir að geta farið alveg upp," segir Viktor. Viktor fæddist með kreppt hné sem gerir honum erfitt um gang. Hann hefur farið í nokkrar aðgerðir til að lengja sinar og auka færni hans til gangs. Móðir hans, Kristrún Dögg Marteinsdóttir, hafði ekki gert ráð fyrir að drengurinn gengi alla leið á toppinn. Keyptur hafði verið kíkir handa honum svo hann gæti notið útsýnisins neðar í fjallinu. „Dagsdaglega gengur hann nú engar vegalengdir, nema bara rétt um sitt nánasta umhverfi," segir Kristrún Dögg. Hreyfihömlun hans aftrar honum svolítið í hans daglega lífi. „Hann fer allar sínar ferðir á hjóli og svo er hann með hjólastól." „Hann er svolítið krepptur í hnjánum svo það hentaði honum vel að ganga upp fjallið," segir hún en ferðin niður var aðeins erfiðari. „Við gáfum okkur bara góðan tíma í þetta og vorum síðust niður. Við fengum þó gott veður og það var gaman að njóta útsýnisins. Það er alltaf flottast í fyrsta sinn." Viktor lét hreyfihömlun sína ekki aftra sér þegar hann gekk á 643 metra hátt fjallið og hélt ótrauður áfram alla leið upp á topp. Samnemendur hans hvöttu hann vel í göngunni. Viktor segir þetta hafa verið skemmtilegasta skóladag ævi sinnar. „Þetta var besti skóladagur sem hefur verið til. Það var gaman að fara með öllum skólafélögunum." Hann segist stefna á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlar jafnvel að reyna að ganga á fjöll í ferð fjölskyldunnar um helgina. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega. „Gangan var dálítið erfið en mjög skemmtileg," segir Viktor kankvís. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur því þar var brattast. Útsýnið var mjög flott uppi á toppnum." Spurður hvort hann hafi gengið á mörg fjöll segir hann að þetta hafi verið það fyrsta og að útsýnið hafi verið stórkostlegt. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á þetta fjall. Það hefur eiginlega alltaf verið markmiðið. Ég hef verið að bíða eftir að geta farið alveg upp," segir Viktor. Viktor fæddist með kreppt hné sem gerir honum erfitt um gang. Hann hefur farið í nokkrar aðgerðir til að lengja sinar og auka færni hans til gangs. Móðir hans, Kristrún Dögg Marteinsdóttir, hafði ekki gert ráð fyrir að drengurinn gengi alla leið á toppinn. Keyptur hafði verið kíkir handa honum svo hann gæti notið útsýnisins neðar í fjallinu. „Dagsdaglega gengur hann nú engar vegalengdir, nema bara rétt um sitt nánasta umhverfi," segir Kristrún Dögg. Hreyfihömlun hans aftrar honum svolítið í hans daglega lífi. „Hann fer allar sínar ferðir á hjóli og svo er hann með hjólastól." „Hann er svolítið krepptur í hnjánum svo það hentaði honum vel að ganga upp fjallið," segir hún en ferðin niður var aðeins erfiðari. „Við gáfum okkur bara góðan tíma í þetta og vorum síðust niður. Við fengum þó gott veður og það var gaman að njóta útsýnisins. Það er alltaf flottast í fyrsta sinn." Viktor lét hreyfihömlun sína ekki aftra sér þegar hann gekk á 643 metra hátt fjallið og hélt ótrauður áfram alla leið upp á topp. Samnemendur hans hvöttu hann vel í göngunni. Viktor segir þetta hafa verið skemmtilegasta skóladag ævi sinnar. „Þetta var besti skóladagur sem hefur verið til. Það var gaman að fara með öllum skólafélögunum." Hann segist stefna á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlar jafnvel að reyna að ganga á fjöll í ferð fjölskyldunnar um helgina. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent