Útsýnið stórkostlegt í fyrstu fjallgöngunni 19. maí 2012 14:00 Á tindi akrafjalls Viktor arkaði alla leið upp á topp Akrafjalls og skrifaði í gestabókina eins og sönnum fjallagörpum ber.mynd/Kristrún Dögg Marteinsdóttir Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega. „Gangan var dálítið erfið en mjög skemmtileg," segir Viktor kankvís. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur því þar var brattast. Útsýnið var mjög flott uppi á toppnum." Spurður hvort hann hafi gengið á mörg fjöll segir hann að þetta hafi verið það fyrsta og að útsýnið hafi verið stórkostlegt. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á þetta fjall. Það hefur eiginlega alltaf verið markmiðið. Ég hef verið að bíða eftir að geta farið alveg upp," segir Viktor. Viktor fæddist með kreppt hné sem gerir honum erfitt um gang. Hann hefur farið í nokkrar aðgerðir til að lengja sinar og auka færni hans til gangs. Móðir hans, Kristrún Dögg Marteinsdóttir, hafði ekki gert ráð fyrir að drengurinn gengi alla leið á toppinn. Keyptur hafði verið kíkir handa honum svo hann gæti notið útsýnisins neðar í fjallinu. „Dagsdaglega gengur hann nú engar vegalengdir, nema bara rétt um sitt nánasta umhverfi," segir Kristrún Dögg. Hreyfihömlun hans aftrar honum svolítið í hans daglega lífi. „Hann fer allar sínar ferðir á hjóli og svo er hann með hjólastól." „Hann er svolítið krepptur í hnjánum svo það hentaði honum vel að ganga upp fjallið," segir hún en ferðin niður var aðeins erfiðari. „Við gáfum okkur bara góðan tíma í þetta og vorum síðust niður. Við fengum þó gott veður og það var gaman að njóta útsýnisins. Það er alltaf flottast í fyrsta sinn." Viktor lét hreyfihömlun sína ekki aftra sér þegar hann gekk á 643 metra hátt fjallið og hélt ótrauður áfram alla leið upp á topp. Samnemendur hans hvöttu hann vel í göngunni. Viktor segir þetta hafa verið skemmtilegasta skóladag ævi sinnar. „Þetta var besti skóladagur sem hefur verið til. Það var gaman að fara með öllum skólafélögunum." Hann segist stefna á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlar jafnvel að reyna að ganga á fjöll í ferð fjölskyldunnar um helgina. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega. „Gangan var dálítið erfið en mjög skemmtileg," segir Viktor kankvís. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur því þar var brattast. Útsýnið var mjög flott uppi á toppnum." Spurður hvort hann hafi gengið á mörg fjöll segir hann að þetta hafi verið það fyrsta og að útsýnið hafi verið stórkostlegt. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á þetta fjall. Það hefur eiginlega alltaf verið markmiðið. Ég hef verið að bíða eftir að geta farið alveg upp," segir Viktor. Viktor fæddist með kreppt hné sem gerir honum erfitt um gang. Hann hefur farið í nokkrar aðgerðir til að lengja sinar og auka færni hans til gangs. Móðir hans, Kristrún Dögg Marteinsdóttir, hafði ekki gert ráð fyrir að drengurinn gengi alla leið á toppinn. Keyptur hafði verið kíkir handa honum svo hann gæti notið útsýnisins neðar í fjallinu. „Dagsdaglega gengur hann nú engar vegalengdir, nema bara rétt um sitt nánasta umhverfi," segir Kristrún Dögg. Hreyfihömlun hans aftrar honum svolítið í hans daglega lífi. „Hann fer allar sínar ferðir á hjóli og svo er hann með hjólastól." „Hann er svolítið krepptur í hnjánum svo það hentaði honum vel að ganga upp fjallið," segir hún en ferðin niður var aðeins erfiðari. „Við gáfum okkur bara góðan tíma í þetta og vorum síðust niður. Við fengum þó gott veður og það var gaman að njóta útsýnisins. Það er alltaf flottast í fyrsta sinn." Viktor lét hreyfihömlun sína ekki aftra sér þegar hann gekk á 643 metra hátt fjallið og hélt ótrauður áfram alla leið upp á topp. Samnemendur hans hvöttu hann vel í göngunni. Viktor segir þetta hafa verið skemmtilegasta skóladag ævi sinnar. „Þetta var besti skóladagur sem hefur verið til. Það var gaman að fara með öllum skólafélögunum." Hann segist stefna á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlar jafnvel að reyna að ganga á fjöll í ferð fjölskyldunnar um helgina. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira