Frá Hollywood til Latabæjar 4. maí 2012 09:00 Thi Theu Hanyaka, búningahönnuður hjá Ironhead Studio, er stödd hér á landi í tengslum við Latabæ. Hún dásamar bæði starfsfólk Latabæjar og íslenska loftið. fréttablaðið/hag Unnið er að því að uppfæra búning Íþróttaálfsins og af því tilefni kom Thi Theu Hanyaka til landsins til að reka smiðshöggið. „Þetta er búið að vera frábært og ég elska alla hér hjá Latabæ. Íslendingar eru mjög viðkunnanlegt fólk, meira að segja leigubílstjórarnir eru almennilegir, ólíkt því sem ég á að venjast í Los Angeles," segir Thi Theu Hanyaka, búninga- og fatahönnuður hjá Ironhead Studio. Hanyaka var stödd hér á landi fyrir stuttu á vegum fyrirtækisins Ironhead Studio sem sá um að uppfæra fylgihluti á búningi Íþróttaálfsins fyrir þriðju þáttaröð Latabæjar. Hanyaka er frá Sviss en hefur búið og starfað í Los Angeles undanfarin tíu ár og hóf feril sinn sem fatahönnuður. Hún hefur meðal annars unnið náið með fatahönnuðinum Jeremy Scott að verkefnum sem hann gerði fyrir Björk og Madonnu. „Ég og Jeremy urðum mjög góðir vinir í gegnum vinnuna og ég tel hann vera einn af mínum bestu vinum í dag," segir hún. Ironhead Studio hefur skapað búningana fyrir stórmyndir á borð við Alien 3, Batman Returns, Thor og The X-men og nú sér það um búningagerð fyrir nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Oblivion. Hanyaka segir fyrirtækið sérhæfa sig í búninga- og hjálmagerð fyrir ævintýra- og vísindaskáldsögumyndir. „Við sérhæfum okkur í hjálmum og skrýtnum framtíðarfötum," segir Hanyaka glaðlega. Hún kveðst orðin vön því að hitta stórstjörnur á borð við Tom Cruise í gegnum vinnu sína og finnst það því ekki lengur skrýtið eða merkilegt. Þegar Hanyaka er að lokum spurð út í dvöl sína á Íslandi lifnar yfir henni og segist hún hafa náð að slappa vel af. „Lífið hér er ekki jafn brjálað og úti í Los Angeles og loftið ykkar er svo hreint! Yfir LA hangir svart mengunarský. Mig langaði mikið til að heimsækja Bláa lónið, ég hef heyrt að það sé dásamlegt, en ég hafði ekki tíma til þess þar sem heimför minni var flýtt sökum vinnu," segir hún að lokum. -sm Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
Unnið er að því að uppfæra búning Íþróttaálfsins og af því tilefni kom Thi Theu Hanyaka til landsins til að reka smiðshöggið. „Þetta er búið að vera frábært og ég elska alla hér hjá Latabæ. Íslendingar eru mjög viðkunnanlegt fólk, meira að segja leigubílstjórarnir eru almennilegir, ólíkt því sem ég á að venjast í Los Angeles," segir Thi Theu Hanyaka, búninga- og fatahönnuður hjá Ironhead Studio. Hanyaka var stödd hér á landi fyrir stuttu á vegum fyrirtækisins Ironhead Studio sem sá um að uppfæra fylgihluti á búningi Íþróttaálfsins fyrir þriðju þáttaröð Latabæjar. Hanyaka er frá Sviss en hefur búið og starfað í Los Angeles undanfarin tíu ár og hóf feril sinn sem fatahönnuður. Hún hefur meðal annars unnið náið með fatahönnuðinum Jeremy Scott að verkefnum sem hann gerði fyrir Björk og Madonnu. „Ég og Jeremy urðum mjög góðir vinir í gegnum vinnuna og ég tel hann vera einn af mínum bestu vinum í dag," segir hún. Ironhead Studio hefur skapað búningana fyrir stórmyndir á borð við Alien 3, Batman Returns, Thor og The X-men og nú sér það um búningagerð fyrir nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Oblivion. Hanyaka segir fyrirtækið sérhæfa sig í búninga- og hjálmagerð fyrir ævintýra- og vísindaskáldsögumyndir. „Við sérhæfum okkur í hjálmum og skrýtnum framtíðarfötum," segir Hanyaka glaðlega. Hún kveðst orðin vön því að hitta stórstjörnur á borð við Tom Cruise í gegnum vinnu sína og finnst það því ekki lengur skrýtið eða merkilegt. Þegar Hanyaka er að lokum spurð út í dvöl sína á Íslandi lifnar yfir henni og segist hún hafa náð að slappa vel af. „Lífið hér er ekki jafn brjálað og úti í Los Angeles og loftið ykkar er svo hreint! Yfir LA hangir svart mengunarský. Mig langaði mikið til að heimsækja Bláa lónið, ég hef heyrt að það sé dásamlegt, en ég hafði ekki tíma til þess þar sem heimför minni var flýtt sökum vinnu," segir hún að lokum. -sm
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira