Innlent

Óhjákvæmilegt að loka kirkjum

Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi biskup Íslands, segir fjárhagsvanda kirkjunnar orðinn slíkan að erfitt sé að halda öllum kirkjunum gangandi og starfseminni þar innandyra.

„Það þarf að segja upp fólki og það er stórmál sem er byrjað að takast á við," segir Agnes. „Þar kemur til dæmis inn lækkun sóknargjaldanna, sem er mun meiri en það sem var lagt upp með."

Hún segir einhverja samninga þó hafa náðst upp á við í því samhengi. „En það má ekki hætta þar, það verður að nást sátt í þessu máli, því það er auðvitað ekki gott ef mörgum kirkjum verður lokað. En vandamálin eru bara til að takast á við þau," segir hún.

Agnes segir brýnt að endurvekja traust almennings á kirkjunni, en slíkt muni taka tíma.

„Þetta er eins og þegar þú verður fyrir áfalli í lífinu eða missir traust á eitthvað eða einhvern, þá tekur tíma að vinna sig upp aftur," segir hún. „En þá verður maður líka að taka sjálfan sig í gegn til að leyfa sér að treysta upp á nýtt. Og það tekur tíma."

Þá segir Agnes að nauðsynlegt sé að vekja athygli á starfi kirkjunnar út á við og auka samstarf við aðrar stofnanir. - sv
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.