Getur þýtt gjaldþrot eða frekari aðlögun 25. apríl 2012 04:00 á sjó Enn er varað við hærra veiðigjaldi vegna stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. fréttablaðið/jse Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. Þetta er meðal niðurstaðna umsagnar Arion banka um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald sem barst Atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Umsögnina skrifar Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. Höskuldur segir í umsögn sinni að frumvarpið um veiðigjöld muni veikja stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar. Hann segir að staða margra fyrirtækja í dag gefi svigrúm til fjárfestinga en það svigrúm sé úr sögunni með þeim gjöldum sem kynnt eru í frumvarpinu. Það komi til með bitna verst á félögum með gamlan skipaflota og hafa ekki ráðist í endurnýjun hans á undanförnum árum. Það vekur athygli að Höskuldur telur „vart tímabært að taka afstöðu til upphæðar veiðigjaldsins fyrr en sátt hefur náðst um útreikninginn á veiðigjaldsstofninum" og segir vankanta á forsendum um útreikning á veiðigjaldsstofninum. Þá segir að veiðigjald upp á 60% af reiknaðri auðlindarentu í byrjun sé of hátt og lítið svigrúm gefið til aðlögunar þar sem gjaldið hækki úr 60% í 70% á þremur árum. „Bankinn telur að heppilegra hefði verið að byrja á mun lægri skattprósentu og endurskoða álagninguna að ákveðnum tíma liðnum. Þannig væri gefið svigrúm til næstu ára til fjárfestinga í tækjum og skipastól sem setið hefur á hakanum á undanförnum árum." Telur Höskuldur að hömlur á fjárfestingu dragi verulega úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og stuðli að óhagkvæmri útgerð fiskiskipa og óarðbærum rekstri í sjávarútvegi. Minnir hann á að flotinn verður sífellt eldri og sé nú með hæsta meðalaldur síðustu tveggja áratuga. Þá kemur fram í umsögninni að eðlilega gæti verið að gjaldtaka hvers árs miði við meðaltal þriggja (eða fleiri) ára sem myndi tryggja að tekjustreymi til ríkisins yrði fyrirsjáanlegra milli ára sem og gjaldtaka hvers og eins fyrirtækis. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. Þetta er meðal niðurstaðna umsagnar Arion banka um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald sem barst Atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Umsögnina skrifar Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. Höskuldur segir í umsögn sinni að frumvarpið um veiðigjöld muni veikja stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar. Hann segir að staða margra fyrirtækja í dag gefi svigrúm til fjárfestinga en það svigrúm sé úr sögunni með þeim gjöldum sem kynnt eru í frumvarpinu. Það komi til með bitna verst á félögum með gamlan skipaflota og hafa ekki ráðist í endurnýjun hans á undanförnum árum. Það vekur athygli að Höskuldur telur „vart tímabært að taka afstöðu til upphæðar veiðigjaldsins fyrr en sátt hefur náðst um útreikninginn á veiðigjaldsstofninum" og segir vankanta á forsendum um útreikning á veiðigjaldsstofninum. Þá segir að veiðigjald upp á 60% af reiknaðri auðlindarentu í byrjun sé of hátt og lítið svigrúm gefið til aðlögunar þar sem gjaldið hækki úr 60% í 70% á þremur árum. „Bankinn telur að heppilegra hefði verið að byrja á mun lægri skattprósentu og endurskoða álagninguna að ákveðnum tíma liðnum. Þannig væri gefið svigrúm til næstu ára til fjárfestinga í tækjum og skipastól sem setið hefur á hakanum á undanförnum árum." Telur Höskuldur að hömlur á fjárfestingu dragi verulega úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og stuðli að óhagkvæmri útgerð fiskiskipa og óarðbærum rekstri í sjávarútvegi. Minnir hann á að flotinn verður sífellt eldri og sé nú með hæsta meðalaldur síðustu tveggja áratuga. Þá kemur fram í umsögninni að eðlilega gæti verið að gjaldtaka hvers árs miði við meðaltal þriggja (eða fleiri) ára sem myndi tryggja að tekjustreymi til ríkisins yrði fyrirsjáanlegra milli ára sem og gjaldtaka hvers og eins fyrirtækis. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira