Fjórðungur útgjalda ákveðinn fyrirfram 24. apríl 2012 08:00 skeggrætt Steingrímur J. Sigfússon hætti sem fjármálaráðherra um síðustu áramót. Fjárlaganefnd telur að vinna við fjárlagagerð hafi batnað til muna, en boðar frumvarp um að mörkuðum tekjustofnum verði snarfækkað.fréttablaðið/gva Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. Nefndarálit um frumvarp til lokafjárlaga fyrir 2010 var lagt fram á Alþingi fyrir helgi. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að frumvarp fjármálaráðherra um lokafjárlögin verði samþykkt óbreytt. Fjárlaganefndin telur eðlilegra að mun lægra hlutfall útgjalda sé markað fyrirfram, „enda í langflestum tilfellum mun gegnsærra og einfaldara fyrirkomulag að láta þessa tekjustofna renna í ríkissjóð og veita þess í stað bein framlög til reksturs og framkvæmda í samræmi við ákvarðanir og forgangsröðun fjárlaga hverju sinni." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, og meirihlutinn boða frumvarp um afnám mörkun ríkistekna. Í því kemur fram að fjárlagaheimildir til ráðstöfunar árið 2010 voru 579 milljarðar króna. Útgjöld ársins námu hins vegar tæpum 602 milljörðum króna og fjárlagahallinn var 22,7 milljarðar króna. Í meirihlutaálitinu kemur fram að 33 milljarða króna framlag til Íbúðalánasjóðs skýri þann halla, en sú greiðsla var samþykkt í fjáraukalögum 2010. Að því framlagi undanskildu var staðan á ríkissjóði í árslok jákvæð um 10,3 milljarða. Fjárlaganefndin telur að áður en til slíkra fjárheimilda komi þurfi að upplýsa Alþingi betur. „Nauðsynlegt er að Alþingi sé að fullu upplýst um fjárhagsstöðu sjóða áður en kemur að veitingu heimilda af þessu tagi, þannig að tryggt sé á hvaða forsendum framlög eru veitt og að fullt samræmi sé á milli fjárheimilda og reiknings að þessu leyti," segir í áliti meirihlutans. Nefndin telur að vinnubrögð við fjárlagagerð hafi batnað og hlutverk fjárlaganefndarinnar aukist. Bætt hafi verið úr því ósamræmi sem verið hafi um árabil á milli lokafjárlagafrumvarps og ríkisreiknings, varðandi fjárhæðir sem flytjast frá fyrra ári fyrir fjárlagaliði. „Hins vegar kemur enn fram mismunur á einstaka viðfangsefnum innan fjárlagaliða. Meirihlutinn leggur áherslu á að bætt verði úr því í frumvarpi til lokafjárlaga ársins 2011." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. Nefndarálit um frumvarp til lokafjárlaga fyrir 2010 var lagt fram á Alþingi fyrir helgi. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að frumvarp fjármálaráðherra um lokafjárlögin verði samþykkt óbreytt. Fjárlaganefndin telur eðlilegra að mun lægra hlutfall útgjalda sé markað fyrirfram, „enda í langflestum tilfellum mun gegnsærra og einfaldara fyrirkomulag að láta þessa tekjustofna renna í ríkissjóð og veita þess í stað bein framlög til reksturs og framkvæmda í samræmi við ákvarðanir og forgangsröðun fjárlaga hverju sinni." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, og meirihlutinn boða frumvarp um afnám mörkun ríkistekna. Í því kemur fram að fjárlagaheimildir til ráðstöfunar árið 2010 voru 579 milljarðar króna. Útgjöld ársins námu hins vegar tæpum 602 milljörðum króna og fjárlagahallinn var 22,7 milljarðar króna. Í meirihlutaálitinu kemur fram að 33 milljarða króna framlag til Íbúðalánasjóðs skýri þann halla, en sú greiðsla var samþykkt í fjáraukalögum 2010. Að því framlagi undanskildu var staðan á ríkissjóði í árslok jákvæð um 10,3 milljarða. Fjárlaganefndin telur að áður en til slíkra fjárheimilda komi þurfi að upplýsa Alþingi betur. „Nauðsynlegt er að Alþingi sé að fullu upplýst um fjárhagsstöðu sjóða áður en kemur að veitingu heimilda af þessu tagi, þannig að tryggt sé á hvaða forsendum framlög eru veitt og að fullt samræmi sé á milli fjárheimilda og reiknings að þessu leyti," segir í áliti meirihlutans. Nefndin telur að vinnubrögð við fjárlagagerð hafi batnað og hlutverk fjárlaganefndarinnar aukist. Bætt hafi verið úr því ósamræmi sem verið hafi um árabil á milli lokafjárlagafrumvarps og ríkisreiknings, varðandi fjárhæðir sem flytjast frá fyrra ári fyrir fjárlagaliði. „Hins vegar kemur enn fram mismunur á einstaka viðfangsefnum innan fjárlagaliða. Meirihlutinn leggur áherslu á að bætt verði úr því í frumvarpi til lokafjárlaga ársins 2011." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira